bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=45455
Page 1 of 1

Author:  zazou [ Tue 22. Jun 2010 19:48 ]
Post subject:  Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?

Þetta er víst Akkilesarhæll þessara bíla, kostar milljarð að laga og ekki þess virði.
En veit einhver hvernig þetta lýsir sér þegar skiptingin 'fer' (beyond reasonable repair)?

Author:  Aron Andrew [ Tue 22. Jun 2010 21:56 ]
Post subject:  Re: Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?

Er stíft að færa stöngina úr td. P í D?

Ef svo er þá er þetta kúplingin en ekki gírkassinn, það er segulkúpling og ef það kemst raki í þetta þá er þetta fljótt að skemmast.

Author:  zazou [ Tue 22. Jun 2010 22:08 ]
Post subject:  Re: Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?

Aron Andrew wrote:
Er stíft að færa stöngina úr td. P í D?

Ef svo er þá er þetta kúplingin en ekki gírkassinn, það er segulkúpling og ef það kemst raki í þetta þá er þetta fljótt að skemmast.


Veit ekki enn, er að reyna að bilanagreina bílinn hjá gömlu heima á Íslandi frá London.

Skiptingin bara einhvern veginn dettur úr sambandi. Ég lenti í því sama á '83 E28 sem ég steikti skiptinguna í, en skiptingin var ekki reimdrifin eins og gefur að skilja.

Þessi Micra er bara ekinn ca 66þ. km. þó gömul í árum sé.

Author:  Tommi Camaro [ Tue 22. Jun 2010 23:48 ]
Post subject:  Re: Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?

zazou wrote:
Aron Andrew wrote:
Er stíft að færa stöngina úr td. P í D?

Ef svo er þá er þetta kúplingin en ekki gírkassinn, það er segulkúpling og ef það kemst raki í þetta þá er þetta fljótt að skemmast.


Veit ekki enn, er að reyna að bilanagreina bílinn hjá gömlu heima á Íslandi frá London.

Skiptingin bara einhvern veginn dettur úr sambandi. Ég lenti í því sama á '83 E28 sem ég steikti skiptinguna í, en skiptingin var ekki reimdrifin eins og gefur að skilja.

Þessi Micra er bara ekinn ca 66þ. km. þó gömul í árum sé.

skiptinginn er búin, getur fundið aðra notaða, gæti dugað í 1 viku til 10 ár
Best er að breytt honum í beinskiftan , ekki svo dýrt
eða selja hann

Author:  ///MR HUNG [ Tue 22. Jun 2010 23:51 ]
Post subject:  Re: Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?

Það eru ekki til skiptingar í þetta því þeir eru flestir með ónýtar skiptingar.
Ekkert mál að kaupa svona bíl með ónýtri skiptingu því nóg er til af þeim.

Author:  Birkir [ Fri 25. Jun 2010 23:50 ]
Post subject:  Re: Bilun í reimdrifinni sjálfskiptingu Nissan Micra '97?

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=20032609&advtype=8&page=4&advertiseType=0

Þessi er allavega með gírkassa til sölu, ef það hjálpar þér eitthvað.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/