bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=45301
Page 1 of 3

Author:  JJsurprice [ Sun 13. Jun 2010 17:23 ]
Post subject:  Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Sælir Kraftsmenn.

Ég á MK3 Golf sem er alveg nett leiðinlegur við mig núna. Hann byrjaði á því um daginn að stoppa bara og neita að fara í gang. Þar sem að ég hef áður átt bíla með brengluðum bensínmæli þá datt mér í hug að greyið væri einfaldlega bensínlaus. Um kvöldið var farið og settir 5 lítrar á græna og búmm hann rauk í gang. Daginn eftir fór hann hins vegar EKKI í gang, ég setti 5 lítra til viðbótar og bensínmælirinn hækkaði í takt við það en bílinn fór samt ekki í gang. 2 dagar líða og ég prufa að starta honum og BÚMM hann dettur í gang!! Fór á honum í vinnuna og aftur heim. Daginn eftir neitaði dósin svo aftur að starta, tók bara ekkert við sér ekkerf frekar en í fyrri skiptin.

Nú var farið að skoða... kom í ljós að enginn neisti fékkst, fór í vöku og keypti háspennukefli, virkaði ekki, fór og keypti kveikju m öllu, ekkert skeði, fékk í heimsókn til mín mann sem vann hjá Heklu, hann yfirfór öryggin aftur og skoðaði pluggin á tölvunni og öryggjaboxinu td. SVO tók hann eftir því að bensíndælan fór EKKI í gang þegar ég svissaði á svo --Bensíndæla og neisti-- voru hvorugt til staðar. Þá fórum við að skoða relyin í bílnum. Rely nr. 167 (neðst til hægri í röðinni) er það sem á vera fyrir allavega bensíndæluna. Setti öryggið mitt í bíl hjá félaga mínum, svissaði á og.. tssszzzzz - bensíndælan datt í gang hjá honum, líka bílinn þegar ég startaði, svo öryggi 167 er líklega EKKI ónýtt hjá mér.

Svo nú á ég 2 háspennukefli og tvær kveikjur í Golf MkIII sem er núna með skoðun 2011 eeeeen fer ekki í gang ennþá og enginn virðist vita hvað ami að.

S ------- O -------- S

Image

Author:  Jón Ragnar [ Sun 13. Jun 2010 17:32 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Skal losa þig við hann á 25k 8)

Author:  JJsurprice [ Sun 13. Jun 2010 17:41 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Nei takk. Held ég fixi hann og keyri e-ð meira. Þakka þó boðið ;)

Author:  Astijons [ Sun 13. Jun 2010 18:35 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

svona er golf bara... ekki til lausn við þetta... nema seljann á 25 þusund

Author:  lacoste [ Sun 13. Jun 2010 19:04 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Astijons wrote:
svona er golf bara... ekki til lausn við þetta... nema seljann á 25 þusund


Örugglega svarið sem hann var að leita að.

Author:  dabbiso0 [ Sun 13. Jun 2010 19:09 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

lacoste wrote:
Astijons wrote:
svona er golf bara... ekki til lausn við þetta... nema seljann á 25 þusund


Örugglega svarið sem hann var að leita að.

Án djóks.. þetta var byggt til að bila

Author:  . [ Sun 13. Jun 2010 21:17 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

er ekki bara bensíndælan ónýt, tekur stundum við sér og stundum ekki 8)

Author:  JJsurprice [ Sun 13. Jun 2010 23:39 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

. wrote:
er ekki bara bensíndælan ónýt, tekur stundum við sér og stundum ekki 8)


Góð spurning.. en það vantar samt alltaf neistann líka.

Já ég hélt nú að MK3 væri í lagi... það lítur út fyrir að fyrsti Golf GTi sé það eina sem þýði að skoða.

Shit ég er að verða geðveikur af biluðum bílum.....!!!! :shock:

Author:  Danni [ Sun 13. Jun 2010 23:59 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Hvernig komstu að því að hann neistaði ekki? Er það alveg bókað mál að hann neistar ekki?

Hljómar eins og bensíndælan sé bara að gefa upp öndina. Myndi prófa aðra, ef þú vilt ekki eyða of miklum pening í troubleshooting þá bara fá notaða sem er pottþétt í lagi.

Author:  burger [ Mon 14. Jun 2010 00:47 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

sérkennilegt :S

en skoðaðu vwvortex.com forumið þar eru pottþétt ráð við þessu ef þetta er algengt í þínum bíl

annars eru mk3 ekki þekktir fyrir einhvað svona vesen aðalega svissinn og rúðuupphalarar

Vdub 8)

Author:  demi [ Mon 14. Jun 2010 20:45 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Er þetta ekki bara eitthvað tengt svissinum og "þjófavörninni" ?

Author:  JJsurprice [ Mon 14. Jun 2010 20:59 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Heyriði sko ég byrjaði þeetta nú bara á basic neistatjekki með því að fá úr honum eitt kerti og halda því niðri... ekkert gerðist.. svo ég færði mig ofar og tékkaði á neista beint út úr háspennukeflinu, ekki minnsta neistatýra þar, svo þetta var allt keypt í vöku til að prufa þetta en án árangurs. Hinsvegar síðan ég skipti um bæði háspennukefli og kveikju þá hefur hann slysast í gang í einn sólarhring ca... svo það dótarí ætti að vera í fínu, ekkert síður en það sem var í honum fyrir (nú á ég líklega auka kefli og kveikju í lagi).

Hinsvegar man ég eftir að daginn eftir að hann stoppaði fyrst, neitaði hann að fara í gang hérna fyrir utan heima (eftir að hafa dottið í gang daginn áður þegar ég sótti hann þar sem hann stoppaði fyrst, gaf honum bensín því ég hélt að hann væri bara bensínlaus, og ég gat keyrt hann heim þá) ... bíllinn búinn að standa í sólarhring, ég prufaði að athuga neistann áður en ég reyndi nokkuð að starta honum, þá kom neisti .. kertið sett aftur í, bílnum startað og hann rauk í gang. Þegar hann svo stoppaði næst og neitaði algerlega að fara í gang, þá var neistinn góði athugaður aftur og þá fékkst enginn neisti..... svo bilanalýsingin fór að tengjast skort á neista.

Það var ekki fyrr en pabbi gamli fór e-ð að skoða þetta að hann tók eftir því að þegar hann fór í gang tikkaði bensíndælan jú inn við það að svissa á, og neisti fékkst auðvitað.

En þegar hann neitaði að fara í gang, þá vantaði ekki bara neista heldur LÍKA tikkið í bensíndælunni við það að svissa á.

Þessvegna fór ég með RELY nr. 167 í annan Golf og ætlaði að vita hvort það myndi ekki drepa hann, eins og bílinn hjá mér, en NEEII hann bara rauk í gang og allt í gúddí... ég beint heim aftur og hendi því í minn og allt dautt! :thdown:


demi - ég held satt best að segja að svissinn sé það næsta sem ég prufa að skipta út...

Þakka öll svörin BTW.

Author:  JJsurprice [ Mon 14. Jun 2010 21:04 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Hérna eru þeir e-ð að tala um að þetta gæti verið rely nr 30 sem er fyrir svissinn... kæmi ekkert á óvart að þetta væri sviss tengt, já eða þá tölvuvesen sem er alltaf jafn gaman. Er ekki hægt að prufa tölvu frá Vöku eða e-ð, hlítur að mega vera notuð right??

http://www.vwforum.com/forums/f14/95-go ... ark-40950/

Author:  Jón Ragnar [ Mon 14. Jun 2010 21:13 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Boðið mitt stendur ennþá :mrgreen:

Author:  JJsurprice [ Sun 04. Jul 2010 20:45 ]
Post subject:  Re: Getur einhver ráðlagt mér með Golfinn minn??

Já það er líklega Relay í slot nr 3. sem er e-ð alvarlega fuckt...

Hann fór í gang áðan helvítis dósin, heyrði að bensíndælan fór greinilega í gang þegar ég svissaði á... lét hann ganga bara fyrir utan skúrinn í smá.. svo bara allt í einu dó hann. Prufaði að starta en ekkert bensíndælusuð og auðvitað fór hann ekkert í gang.

Hann er CURSED ILL TELL YA :evil:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/