bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bílasýningar í DE
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=45275
Page 1 of 1

Author:  GunniClaessen [ Sat 12. Jun 2010 01:23 ]
Post subject:  Bílasýningar í DE

Sælir

Ég og gamli ætlum að kíkja til DE í haust og skoða einhverjar bílasýningar. Vantar upplýsingar um hvaða sýningar eru og hvenær og hvort þið mælið með einhverjum sérstökum. Hef auðvitað mestan áhuga á Benz og BMW sýningum.
Verð líklegast í Frankfurt en ekki víst.

MBK
Gunni.

Author:  SteiniDJ [ Sat 12. Jun 2010 02:42 ]
Post subject:  Re: Bílasýningar í DE

Myndi endilega kíkja til Munich!

Author:  Geirinn [ Sat 12. Jun 2010 11:38 ]
Post subject:  Re: Bílasýningar í DE

Kannski hægt að kíkja á Porsche í Stuttgart ?

200 KM frá Frankfurt.

edit:

http://www.mercedes-benz-classic.com/content/classic/mpc/mpc_classic_website/en/mpc_home/mbc/home/museum/guided_tours.html

Hér eru líka einhverjir guided tours..

Author:  Nökkvi [ Sat 12. Jun 2010 13:50 ]
Post subject:  Re: Bílasýningar í DE

Þú velur þér rangt ár til að fara til Frankfurt. IAA (http://www.iaa.de) er stærsta bílasýningin í Þýskalandi og þótt víðar væri leitað. Hún er haldin í Frankfurt á haustin. Annað hvert ár eru almennir bílar en hitt árið eru atvinnufarartæki. Í ár eru einmitt vörubílar sem þú gætir farið að skoða.

Ef þú ert BMW áhugamaður, sem þú ert væntanlega, er að sjálfsögðu gaman að koma til heimaborgar BMW, Muenchen. Þar er hægt að fara að skoða BMW safnið sem er ný upp gert. Það stendur við hliðina á höfuðstöðvum BWM og ef þú hefur einhvern áhuga á byggingalist er merkilegt að skoða þá byggingu. Svo held ég að það sé hægt að fá túr um verksmiðjuna en ég er þó ekki viss. Væri alla vega vissara að tékka á því með fyrirvara ef þú vildir komast í svoleiðis.

Author:  Alpina [ Sat 12. Jun 2010 14:26 ]
Post subject:  Re: Bílasýningar í DE

SteiniDJ wrote:
Myndi endilega kíkja til Munich!


Eigum við ekki að hafa þetta München

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/