Þú velur þér rangt ár til að fara til Frankfurt. IAA (
http://www.iaa.de) er stærsta bílasýningin í Þýskalandi og þótt víðar væri leitað. Hún er haldin í Frankfurt á haustin. Annað hvert ár eru almennir bílar en hitt árið eru atvinnufarartæki. Í ár eru einmitt vörubílar sem þú gætir farið að skoða.
Ef þú ert BMW áhugamaður, sem þú ert væntanlega, er að sjálfsögðu gaman að koma til heimaborgar BMW, Muenchen. Þar er hægt að fara að skoða BMW safnið sem er ný upp gert. Það stendur við hliðina á höfuðstöðvum BWM og ef þú hefur einhvern áhuga á byggingalist er merkilegt að skoða þá byggingu. Svo held ég að það sé hægt að fá túr um verksmiðjuna en ég er þó ekki viss. Væri alla vega vissara að tékka á því með fyrirvara ef þú vildir komast í svoleiðis.
_________________
Nökkvi
BMW E36 Alpina B3 3,0 cabrio
Seldir: BMW E46 328i '99, BMW E39 540i '96, Audi Cabrio 2,0 '93, BMW E36 325i Coupé '93
