bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

98 oktan bensín
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=45108
Page 1 of 2

Author:  Knud [ Wed 02. Jun 2010 22:25 ]
Post subject:  98 oktan bensín

Hvar fæst 98 okt bensín nú til dags??

Author:  Einarsss [ Wed 02. Jun 2010 22:34 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

N1


edit

ekki á öllum stöðvunum þeirra samt

Author:  arnibjorn [ Wed 02. Jun 2010 22:50 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

Olís á Sæbrautinni. Stendur allavega 98 á einni dælunni, sá þetta þegar ég tók þarna bensín í dag.

Author:  bimmer [ Wed 02. Jun 2010 23:24 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

N1 í Hafnarfirði og upp á Höfða.

Author:  Aron Andrew [ Wed 02. Jun 2010 23:44 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

N1 Gagnvegi, Olís hjá Granda

Author:  finnbogi [ Wed 02. Jun 2010 23:58 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

olís við glæsibæ

hvað er málið er Vpower bara hætt að selja það eða ?

hef ekki fundið það neinstaðar :(

Author:  gjonsson [ Thu 03. Jun 2010 00:31 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

Jamm...hætt að selja V-Power.
Var smá umræða um þetta hér fyrir stuttu...
viewtopic.php?f=16&t=44738

Eftir því sem ég best veit þá er ekki hægt að fá meira en 95 octan á öllu austurlandi. Hringdi í N1 í dag og þeir sögðust hafa hætt með 98 fyrir austan vegna þess að ekkert seldist. Hvað eldsneyti varðar þá fer ferðalag á bílnum að verða svipað og á rellunni. Maður þarf að plana eldsneytiseyðslu, stoppa á þeim stöðum þar sem eldsneyti er í boðið og svo halda svo förinni áfram. Nema maður reddi sér með 95 OCT, octane-boosterum eða bensínbrúsum.

Annars hef ég fengið mér 98 OCT hjá N1 í Hafnarfirði og Höfða.

Author:  IngvarRJ [ Thu 03. Jun 2010 02:29 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

olís grafarvogi

Author:  markusk [ Thu 03. Jun 2010 07:33 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

finnbogi wrote:
olís við glæsibæ

hvað er málið er Vpower bara hætt að selja það eða ?

hef ekki fundið það neinstaðar :(



Restin af Vpower er til sölu hjá skeljungi á birkimel. Síðast þegar ég tók bensín, þá voru til einhverjir 7 þús lítrar eftir.

Author:  Einarsss [ Thu 03. Jun 2010 08:18 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

N1 borgartúni .. var að tjekka á því

Author:  Danni [ Thu 03. Jun 2010 09:16 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

N1 í Keflavík líka, ef þú átt einhverntímann leið í bæ óttans og vantar bensín til að komast burt :P

Author:  gunnar [ Thu 03. Jun 2010 09:23 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

gjonsson wrote:
Jamm...hætt að selja V-Power.
Var smá umræða um þetta hér fyrir stuttu...
http://bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44738

Eftir því sem ég best veit þá er ekki hægt að fá meira en 95 octan á öllu austurlandi. Hringdi í N1 í dag og þeir sögðust hafa hætt með 98 fyrir austan vegna þess að ekkert seldist. Hvað eldsneyti varðar þá fer ferðalag á bílnum að verða svipað og á rellunni. Maður þarf að plana eldsneytiseyðslu, stoppa á þeim stöðum þar sem eldsneyti er í boðið og svo halda svo förinni áfram. Nema maður reddi sér með 95 OCT, octane-boosterum eða bensínbrúsum.

Annars hef ég fengið mér 98 OCT hjá N1 í Hafnarfirði og Höfða.


Án þess að ég viti nokkuð um það en ÞARFTU að taka 98. okt á blæjuna?

Author:  Zed III [ Thu 03. Jun 2010 09:28 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

Er einhver munur á þessu, þ.e. 98 og 95, í á hverju (kraftur, eyðsla, gangur ?)

ég tek alltaf bara 95 út af vana, bæði á fimmuna og þristinn.

Author:  Danni [ Thu 03. Jun 2010 09:35 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

Zed III wrote:
Er einhver munur á þessu, þ.e. 98 og 95, í á hverju (kraftur, eyðsla, gangur ?)

ég tek alltaf bara 95 út af vana, bæði á fimmuna og þristinn.


Fer það ekki bara eftir bílum? Vinur minn á Golf GTI ED30 setti eitthvað tölvu tuning í bílinn sinn og þeir sem gáfu út mappið sögðu að hann þyrfti að keyra á 98okt eftir breytinguna. Svo best sem ég veit hefur hann bara sett 98okt á bílinn síðan.

En ég setti þetta á 540 hjá mér síðast bara til að prófa og fann akkurat engan mun á bílnum. Mun bara halda mig við 95 héðan í frá.

Author:  Einarsss [ Thu 03. Jun 2010 09:57 ]
Post subject:  Re: 98 oktan bensín

hærra oktan = minni líkur á að forsprengja .. þjónar engum tilgangi að setja svona á venjulega bíla, nema á sumum þá notar tölvan knock skynjara og breytir mappinu til að nýta hærri oktantöluna .. eins og t.d í e39 m5

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/