bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=45033
Page 1 of 3

Author:  Alpina [ Sat 29. May 2010 10:58 ]
Post subject:  Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Heilir og sælir lesendur...

Ég og frúin urðum þess aðnjótandi að um daginn er á EURO-TOUR för okkar stóð, þá áttum við heimboð hjá RUF-Automobile Gmbh, þriðjudaginn 04.05.2010 ,, en leið okkar lá um Bayern og hafði ég sent fyrirspurn til Ruf á email (( fyrir nokkrum mánuðum )) og sagt lauslega frá dagsáætlun okkar osfrv,,ATH,, ég tók skýrt fram að ég væri ekki væntanlegur RUF kaupandi en mikill áhugamaður um RUF Porsche,, )) en planið var einnig viðkoma hjá ALPINA ,, sem við gerðum síðdegis.
Óhætt er að segja að önnur eins gestrisni og framkoma í okkar garð hef ég sjaldan upplifað. Við vorum meðhöndluð eins og ROYAL meðlimir .. RUF pr maður
Marc-André Pfeifer og kona Alois Ruf ,, Estonia stóðu í dyrunum ,, ( mér er spurn hvort þau hafi hreinlega beðið eftir okkur ) og heilsuðu okkur með virktum,, og svo fór alvöru prógram í gang,,
en Marc hafði hringt í mig deginum áður og spurt hvenær við myndum koma,, ég sagði milli 12-13 ,, og við lentum á slaginu 12.00 (( lögðum af stað kl 08.00 frá Nürburgring ))
Um leið og við rendum í hlað stukku 2 aðilar út úr nokkurra manna þvögu,,,,
Nei,,nei,, voru ekki 2 lögregluþjónar fyrir utan RUF ,, óeinkennisklæddir ,, og það var sko allur pakkinn,, Ja Guten Tag ,, ich bin ein polizei-kommissar,, sýndi skilríki og alles,, diese kennzeichen,, WAS IST DAS ???????? haben sie fahrzeug papieren und pasport .. alle papiren , bitte !!!!!!!! hehehe,, þessir tveir félagar eru þekktir hjá RUF ,, en ansi margir Export-kúnnar eru oft á tíðum þarna,, sem þeir hreinlega þrá að stoppa og skoða skrár og skjöl,, Marc hafði á orði að starfsmenn RUF hristu bara hausinn , margoft væri búið að útskýra fyrir staðarlögreglunni að vera ekki að undra sig þótt að RUF-Porsche með útlenskum nr.-plötum væri þarna ..... þá væri það ekki óeðlilegt, bíllinn væri í check osfrv, nix þeir létu ekki segjast, verða að mæta og skoða,,
Jæja,, back to buisness,, við vorum drifin beint í launch .. Bayern style Ruf stadt-kneipe , sem var hreinlega kærkomið,, en að málsverði loknum var roundtrip ala Marc @ RUF
Í andyrinu var 2005 árgerð af 993 !!!!!!!!

Image

Nú hvá sumir :shock: :shock: 2005. yngsti 993 Porsche í heiminum ,, hverju sætir það ? jú kúnni sem langaði í slíkann bíl,, löngu eftir að framleiðslu lauk.. ákvað að slá til og fara alla leið, en RUF átti eitt boddy, og svo var allt sett í gang,, bíllinn er ekinn 12.000 km og stendur eins og nýr, hreinlega ótrúlega flottur bíll,, klárlega 993 sem stendur uppúr cosmetic-lega séð af framleiðslu frá Porsche að mínu mati.

Einnig var þarna CTR-3
Image

sem er hreinlega algerleg búin til ,, von RUF,, 700 ps 1000nm 380km v-max ,, vægast sagt Gífurlega öflugt farartæki ,
En búið er að afhenda 9 stk.. en verðmiðinn er 400.000+ € ,, það sem þetta getur er víst með ólíkindum að sögn Marc,,
ATH.. þegar Refsibræður@team-punishment voru á ferð þarna 2006 þá sáu þeir prótótýpuna af þessum bíl ,,í fjarska, , gaman að því 8) 8) 8)
RUF er með markmið að leiðarljósi sem inniheldur það sem útskýrir best hversu frægir og traustir þeir eru, en MIKIÐ afl,, skotheldur áræðanleiki, ásamt persónuleg þjónusta að ósk kúnnans, er það sem hefur byggt upp fyrirtækið, að þeirra mati
Og þeir geta sko staðið við sín orð. Á verkstæðinu var verið að þjónusta 5 Porsche bíla,, 5 lyftur,, en ekki er langt síðan 1 lyfta var fyrir aðra Porsche bíla .

Næst var annar af E-RUF bílunum(( 2 búnir til ))
Image
Image
,, en þessi gat ekið ca.300 km í normal akstri og náð 220 km hámarks hraða,, man ekki alveg 0-100 en held að það hafi verið 7 sek+.

Einnig var okkur sýndur nýjasti RUF bíllinn ,, da da da daaaaaaaa RUF RCT 8
Image

,, en vélin í þessum bíl er alveg að öllu leiti búin til og hönnuð af RUF,, V8 4.5 L (nei ekki oem cayenne porsche vél ) en þessi bíll var vélarlaus,, og sáum við hluta af vélinni,, hedd ,, flækjur og eitthvað annað,, en starfsmaður RUF var að porta 8-cyl hedd ,, þegar við löbbuðum hjá,, myndatökur voru eðlilega ekki leyfðar,,né heldur af einum CTR3 sem var kúnnabíll þarna,, en leyfilegt var að taka myndir af öllum þeim bílum sem RUF áttu sjálfir



Áfram var haldið og DYNO – room var skoðað,, einnig myndatökur ekki leyfðar, (eðlilega kannski ))..en 2 herbergi eru til staðar .. annað fyrir eldri kynslóðir ,, max 750 nm og svo nýrra fyrir 1000 nm ,, ,, en Marc hafði á orði að eflaust væri motorleistung-raum nr 3 í bígerð,, sökum þess að 1000 nm múrinn væri nær örugglega brotinn á næstunni,,


við sáum einnig SPES útfærslu af 997 sem er 695 ps og 950 nm ,,


en Marc fullyrti að stundum við 200 km, hraða í 4 gír þá drægi akkúrat þessi bíll hjól.... 4wd ,, performancið í þessum og CTR-3 væri á við öflugustu bíla veraldar.. og þá er ekki bara hröðun eða 0-100 eða 0-200 .. 0-300 eða hámarkshraði ,,heldur áræðanleiki til MARGRA ÁRA,, með stanzlausu FULL performance alla daga, þetta er það sem gerir RUF að einhverju mesta goðsagnar-kenndasta tuning fyrirtæki allra tíma ,, önnur eins gæði ,og ábyrgð hef ég ekki séð eða vitað um, nokkurn tímann áður


JÆJA,,,,,,, þá er það SCHNELLSTE fahrzeug in der welt ......árið 1987 og eitthvað lengur
RUF CTR 3.4L BITURBO 469 ps 553 nm ,,
Eflaust þekktasti og umtalaðasti RUF/Porsche bíll allra tíma ,, bíll sem stendur trúlega í
1.sæti yfir þann bíl sem flestir muna eftir, enda er liturinn svo æpandi gulur að jafnvel bíllinn hjá mér fölnar í samanburði..




YELLOWBIRD..


en það nafn gáfu blaðamenn þessum bíl, en þeir elskuðu bílinn fyrir látlaust útlit og það sem bíllinn gat og gerði,, en ekkert á götum veraldar á þeim tíma gat eins og þessi viðkomandi græja.

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image

Image


Haldið þið ekki að þessi ótrúlegi bíll hafi verið fyrir utan þegar TEAM BE lenti,, en ég hafði sérstaklega tekið fram í ósk minni hvort bíllinn gæti verið á staðnum ,, en fengið það svar að það væri sáralitlar líkur á að svo væri ,,


nei nei til að toppa allar væntingar, þá var STEFAN ROSER testdriver á Fazination auf dem Nürburgring .. á staðnum í heimsókn ,, :shock: :shock: 8) 8) 8) 8) 8) 8)

Image

Image

Image

(( Marc sagði við mig þegar við fórum að skoða resturation—hall,, veistu hver þetta er .. neeeeeeei ætti ég að vita það.. þetta er Stefan Roser sem ók Yellowbird á Nürburgring )),,,,,,, jááááá,, var Sveinki litli kátur,, ekki lítið og bað Marc að spyrja Stefan hvort myndataka væri leyfileg ,, incl Sv.H ,og yellowbird, ekki málið,, haaaa eruð þið frá ISLANDI ?? ,, yes my girlfriend have Icelandic horses,, the weather is shit outside (sem það var ,, súld og ógeð )) and this is typical Icelandic weather, right ?? ég játti því .. magnað að sjá bæði yellowbird og Stefan Roser á sama tíma í fyrsta sinn, sérstaklega þar sem ég er afar hrifinn af öllum númera hégóma og eitthvað sem telur.
Ég spurð Marc afhverju ekki fleiri en 3 hefðu verið búnir til í GULU,, jaaaaaa í Þýskalandi er Gult tengt póstinum,,(( menn vildu eflaust ekki hafa tengingu þar á milli )) svo þar hafið þið það ,, schnellste postauto in der welt
ATH.. porsche turbo kostaði ca 150.000 DM 1988
RUF CTR kostaði 288.000 DM
Í resturation-hall voru nokkrir 901 og 356 ,, ,, en gjörsamlega haugryðgaður 901 nær ónýtur ,, og þá meina ég ónýtur,,er út af fyrir sig mjög verðmætur ef finnst á annað borð, það eina sem skiptir máli er fahrgehstellnr//vincode og bíllinn ,,sem kostar lágmark 150k € í uppgerð er 250k € virði við sölu ,,, en taka skal viðmið að þeir sem vilja eignast svona bíla ,, eiga eflaust 40 aðra bíla í sinni eigu,, þannig að prútt er ekki það sem málið snýst um.....!!!!!!!!
901 Porsche eru víst mjög eftirsóttir af eldri árgerðum nú til dags .. 550 er eflaust sá sem dýrastur er ,, grunar að James Dean hafi eitthvað með það að gera
Ok,, allt tekur enda og eftir 3 tíma frá lendingu vorum við kominn að leiðarlokum,, Marc spurði hvort við hefðum áhuga á að kaupa bók um sögu Porsche og RUF sem Marc Bongers hafði skrifað fyrir nokkrum árum .. ója, við vorum alveg til í það,,, 40 € , sem er allt fyrir peninginn
Allur pakkinn með Porsche frá A-Ö,, og svo sér kapítuli um RUF .. Mögnuð lesning og að mínu mati hreinlega skyldu-eign fyrir Porsche eigendur,,, enthusiastic,,, eður ei.
Neita því ekki að við vorum alveg til í að doka lengur við en Alois Ruf var væntanlegur, seinnipartinn,, en hann er upptekinn frá morgni til kvölds, við að sinna kúnnum.

Image

Image

Image

Markmiðið héðan í frá er alveg pottþétt RUF,,, fátt annað kemur til greina ef ég á að eignast eitthvað öðruvísi,, það er alveg ljóst,
Ath ,, til að menn geri sér grein fyrir áhuganum á RUF frá minni hálfu séð .. þá er það YELLOWBIRD sem er aðal málið,,
Man vel eftir þegar ég las greinina í ROAD&TRACK þetta var svo fáránlega ótrúlegt að einhver gul beygla frá Flateyri gæti rústað öllum aðal-töffurunum úr höfuðstaðnum og öllum heiminum ef með var talið,, .. þetta er seint 1987,,
ATH,, með stóru,, Ruf Automobile Gmbh hefur verið boðið 9.000.000 € fyrir oem YELLOWBIRD prototype,, jebb sá eini sanni,,(sem ég sá) en hefur hafnað öllum tilboðum hingað til ... 9 mills euro ??????????’ BARA hellingur
RUF ctr gat farið frá 0-200 1987 undir 11.5 sek ,, tölur sem alvöru supercars eiga ennþann dag í dag erfitt með að ná og 340 km hraða.. þetta er tölur sem miklu öflugri bílar rétt slefa yfir,, ef þeir geta það á annað borð,, en undantekningar eru eðlilega þar á.
algerlega unbreakable record á alla vega ef við horfum á vélarstærð og alla verkfræðilega tækni sem var í boði,, hvað þessi Kanari-fugl var fær um ,, Hreinlega afrek sem er í sérflokki í bílaiðnaðar-sögunni
Paul Frére var ex-race driver og var þá orðinn mjög fullorðinn og var annar af ökumönnunum er ók Yellowbird , er hann setti hraðametið á VW test track Ehra-Lessing ásamt 1960 F/1 world champion Phil Hill ((USA)) ók fyrir Ferrari það árið ,, er hann varð heimsmeistari ,, einnig fullorðinn en þeir náðu að dúndra YELLOWBIRD í 211 mph ,, 339 km,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,,, 1987 ?????
Þegar menn mættu á NARDO ((á Ítalíu )) og Ferrari F40.. Porsche 959,,((jafnvel 959 sem voru breyttir aftermarket)) AMG ,, LAMBORGHINI og aðrir MEGA super-car framleiðendur ,, mættu ,, 1987/1988 þá sló Gula hænan til og bakaði allt liðið svo gjörsamlega að menn urðu flengdir slíkt illilega að önnur eins flenging hefur ekki átt sér stað .í nútíma comparison test .. . nema þegar Norski Trans-Am bíllinn flengdi AMG á Pappenburg .. og það reyndar svo skuggalega að AMG menn pökkuðu saman eftir fyrsta rönnið og hafa varla sést þarna síðan.. reyndar sló hann Bugatti Veyron við einnig ..
Það er klárt mál að fáir bílar eiga eftir að skilja jafn mikið umtal eftir sig og RUF CTR
Yellowbird gerði á sínum tíma. Öll bílablöð heimsins kepptust um að mæta til Pfaffenhausen og fá að taka run , eitthvað sem stendur eflaust meitlað i minningu margra blaðamanna
Eini bíllinn sem kemur upp í huga minn er McLaren F1,, af þeim bílum sem gerðu eitthvað ALVÖRU ,, en sá bíll er eðlilega í einstökum sérflokki og var hannaður af Formúla 1 liði


Næst var förinni heitið til ALPINA í Buchloe,,
((En fyrir undirritaðann var þetta næstum eins og fyrir heittrúað gardínufólk að fara til Mekka )) í grenjandi rigningu, og þvílík vonbrigði vs RUF,, akkúrat ekkert leyft ((sem ég var meðvitaður um,, en vissi ekki að ALLT VÆRI ALGERLEGA LOKAÐ :thdown: :thdown: )) eldri kona sem var í móttökunni sýndi okkur mikla athygli og hreinlega fásinnu gestrisni,, gríðarlega almennileg , og þótti leitt hvernig reglurnar höfðu breyst,, vildi allt fyrir okkur gera sem hún og gerði sýndi einstaklega huggulegt viðmót . Fannst nr, á gula alveg með ólíkindum,

Við yfirgáfum ALPINA með skottið milli fótanna í,, enn og aftur,, GRENJANDI rigningu,, úrkoman jóksthreinlega :? ég tók reyndar nokkrar myndir,,td, af B6S GT RENNWAGEN sem er eflaust einhver mesta bull kappaksturs-græja sem ég hef séð .... þetta er eins og TITANIC í stærð vs E30 ,,gjörsamlega tilgangslaust,, vil ég meina ATH;; Marc@ Ruf hafði einmitt orð á þessu með Cayenne turbo,, hvað er málið með allt að 700ps suv,, þegar flest sem snertir Akstur og gleði snýst um afl vs kg.. þetta er eins og að fara í kringum reglurnar og leyfa endalaust afl en gera sér ekki grein fyrir að um 40L@100 sé eyðslan ,, big-point,, bara til að baka einhvern annan jeppling , eða aðra spræka fólksbíla , með kostnaði sem er út í hött.

Image

Image

Image

Image

N62B44 kompressor
Image
Image
Image

Hérna er alveg magnað únit,, vatnskassi .. intercooler ,, olíukælir ==>> 1 stk..
Image

Óskar og nafni,, sáu þetta 2006 þegar þeir fengu roundtrip um verksmiðjuna og þótti þessi hönnun alveg byltingarkennd



Þarna voru E9x í aflestum útfærslum,, einnig er B7 Biturbo humongus vs E34 ,, þetta er hreinlega fásinna hvernig bílar hafa vaxið ,, það vantar alveg einhverja stýringu á hvernig bílar eiga að vera .. finnst mér .. skilaboðin eru með þessum stóru bílum, um að við eigum að vera feitari eða margfalt ríkari ........ eða hvað er málið,,
þó að ég eigi eina gula BT í heiminum,, þá heilluðu allir ALPINA bílarnir mig akkúrat EKKERT vs 346.. akkúrat ekkert,, hreinlega dapurt hvernig þróunin er búinn að vinda upp á sig , er ekki að gera lítið úr nútíma bílum en persónutöfrar þessara nýju bíla eru hreinlega hverfandi vs eldri kynslóðirnar ,finnst mér allavega ,, Aflið ,, bæði í ps + nm er oft á tíðum gríðarlegt,, en þyngd bíla hefur oft á tíðum aukist, það eru helst nýrri gerðir Diesel véla sem er það sem er jákvætt.

Staðreyndin er sú að mínu mati að ALPINA er alls ekki eins og þetta var , hér áður fyrr, þeas alvöru TUNER,,með vöru sem átti engann sinn líkann frá BMW,, í dag er þetta prúðmannleg útfærsla,, á vel útfærðri gerð frá BMW......,, í flestum tilfella topmodel of the line ,, ATH ...nýi BMW 760 er að mér skilst langkraftmesti bíll BMW frá upphafi,, jarðar M5 í einu og öllu .. 3000 rpm @ 200 km ... klikkuð millihröðun osfrv
ku vera heljar tæki,,



Þegar ég las um ALPINA B10 BITURBO seint 1991 eða snemma 1992 ,,varð ég heillaður svo um munar, Paul Frére((sem skrifaði greinina))
Hann sagði þessi fleygu orð um ALPINA B10 BITURBO sem án vafa markaðs-settu ALPINA fyrir lífstíð, This is the car ,, this is best car in the world.. sagði hann
,ekki má gleyma að E24 og E28 B7 turbo og B7 turboS settu algerlega nýja standarda um 1987 fyrir venjulega fólksbíla.. Svíar náðu að testa E28 B7S í 0-200 á 17 sek.. sem er enn í dag fanta vel gert ..

ég vil biðja eigendur highly modified M20/M50 turbo um að vera ekki að ibba sig ekki um of .. þar sem tímarnir hafa breyst til muna,, turbo möguleikar á öðrum vélum , eru stjarnfræðilega ótrúlegir ,, hreinlega með ólíkindum og E30 er 500 kg léttari en BT ..

Til marks um runnið sem BT var fært um 1990 ,, þá fór bíllinn í 291-293 á GPS,, en Porsche Turbo komst ekki einu sinni svo hratt,, sem ég er endalaust stoltur af
BT er ekki sneggsti bíll sem sögur fara af ,, en millihröðun og endahraði er alveg í sérflokki ,, jafnvel ennþann dag í dag , maður hefur náð að spæla fullt af alvöru græjum illilega á hraðbrautum EU

Mér blöskraði svo að 4d saloon bíll gæti gert svona hluti, að ég hét að þetta yrði drauma-bíllinn minn einhvern tímann,og svo varð, en þó 16 árum seinna ((en samt sem áður heitur draumur er rættist að lokum ))

Á kraftinum hafði einn spjallmeðlimur sett in þráð um FERRARI-GULANN BT til sölu , erlendis eðlilega, ég lét hafa samband við seljanda,, græjaði allt ,og sló til, náð var í bilinn fyrir mig og hann geymdur í skúr í Hamburg þar til ég mætti og skoðaði,, bíllinn var töluvert betri en ég átti von á, þar sem um blindkaup var að ræða .
Fyrst að draumurinn varð að verða að veruleika var alveg eins gott að gera þetta með stæl , hafa bílinn eins öðruvísi og hægt var ,, eini guli BT í veröldinni ,en því miður bauð ALPINA ekki upp á þennann lit í B10, þannig að fyrrum eigandi lét almála bílinn,
Get lofað að bíllinn fer ekki framhjá neinum í umferðinni,, og menn eru snöggir að víkja til hægri á hraðbrautunum.. það er helst einkanúmerið og liturinn sem gerir bílinn afar áhugaverðann fyrir laganna verði erlendis, þetta er hálfhvimleitt oft á tíðum, og vorum við orðin hundleið á þessu eilífa inspection,

Eitt annað.. þegar annað supercar test var tekið seinna ,,held að það sé það test þegar Paul Frére ók BT sem prufubíl þá var BT bæði sneggri og hraðskreiðari en nokkrir aðrir SUPERCAR keppinautar .. gerði eflaust það sem þurfti til að sýna sig og sanna .. og gerði bílinn að slíku umtalsefni þess tíma,, og náði að heilla blaðamenn og væntanlega kaupendur ,, og þetta var 5 manna 4dyra fólksbíll með 6 cyl 3.5 turbo 8) 8)

Læt þessum pistli lokið að sinni

Góðar stundir

Author:  Schulii [ Sat 29. May 2010 11:05 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Magnaður pistill!! Djöfull tekst þér að plögga hlutina að þínum óskum! :lol:

Author:  gunnar [ Sat 29. May 2010 11:32 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Vá, ég held ég opni mér nú bara einn öl í kvöld og lesi þetta yfir, meika það ekki svona nývaknaður :lol:

Author:  Thrullerinn [ Sat 29. May 2010 11:50 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Sannarlega góðar stundir, takk takk.
Yellowbirdinn og 993 2005 bíllinn -> magnað dæmi

Author:  gjonsson [ Sat 29. May 2010 11:55 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Frábær lesning og flottar myndir...takk fyrir mig.

Author:  Giz [ Sat 29. May 2010 12:12 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Frábær lesning, frábærar myndir, frábært trítment, og bara frábært í alla staði!!!!

Well done

TEAM BE svo sannarlega

Author:  sissco [ Sat 29. May 2010 12:31 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Gaman að lesa svona. :thup:
Það ætti að safna saman öllum Alpina pistlunum og gefa út á hljóðbók. Yrði örugglega 5.diska safn. :lol:

Author:  Bjarkih [ Sat 29. May 2010 13:26 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Flottur pistill og tek sko undir þetta með stærðina! Ef ég yrði að kaupa nýjan BMW í dag þá væri ás það eina sem kæmi til greina. Fáránlegt að þristar séu orðnir stærri en E34 (svona ca)

Author:  íbbi_ [ Sat 29. May 2010 15:11 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

ég skil samt ekki samanburðinn á E34 og B7, þar sem sjöa er eðlilega mun stærri en E34

annars magnað trip

Author:  Alpina [ Sat 29. May 2010 15:49 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

íbbi_ wrote:
ég skil samt ekki samanburðinn á E34 og B7, þar sem sjöa er eðlilega mun stærri en E34

annars magnað trip


E34 kemst næstum í heilu lagi inn í innanrýmið á B7,, og B7 er eflaust 10-15 cm hærri,,,, þetta er HUGE bifreið

Author:  íbbi_ [ Sat 29. May 2010 16:13 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

sjöan má vera stór 8)

Author:  Schulii [ Sat 29. May 2010 16:37 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

íbbi_ wrote:
sjöan má vera stór 8)


TRUE! TRUE! TRUE! TRUE! 8)

Author:  sindrib [ Sat 29. May 2010 16:50 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Svakalega var þetta flottur póstur hjá þér.. og rosalega heði ég verið til í að fara í svona ferð um Ruf.. leiðinlegt samt að þeir í Alpina skildu ekki taka betur á móti manni sem er með Alpina nr og tattú í stíl 8)

Author:  Alpina [ Sat 29. May 2010 16:51 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

íbbi_ wrote:
sjöan má vera stór 8)


Eðlilega kemst E34 ekki aaaaalveg þarna inn en nýja sjöan er svo glettilega stór bíll að manni blöskrar,,, smá krydd skaðar ekkert :P

Author:  IvanAnders [ Sat 29. May 2010 17:39 ]
Post subject:  Re: Heimsókn @ RUF-automobile ,,,,,,,,,,,, og ALPINA

Skemmtileg lesning, takk fyrir mig,
hvað er þetta?

Quote:
þegar Norski Trans-Am bíllinn flengdi AMG á Pappenburg .. og það reyndar svo skuggalega að AMG menn pökkuðu saman eftir fyrsta rönnið og hafa varla sést þarna síðan.. reyndar sló hann Bugatti Veyron við einnig ..

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/