bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Panta flug
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44849
Page 1 of 1

Author:  B4ldur [ Tue 18. May 2010 21:35 ]
Post subject:  Panta flug

Sælir spjallverjar.

Ég er að panta mér flug til Bergen í Noregi frá Keflavík á einhverstaðar á tímabilinu 30 maí - 2 júni. Helst aðra leið þar sem að ég veit ekki hvenær ég kem til baka. Ég er búinn að vera skoða helstu flugfélögin, SAS, Icelandair, iceland express og eru verðin frekar mismunandi. Verðin eru helst á verðbilinu 50.000+, báðar leiðir. Á heimasíðunum eru verðunum skipt þannig að í einum ,,fram og til baka'' pakka eru verð frá KEF er eitthvað x mikið og verð til KEF er y mikið og samtals er það z. Þegar skoðað er verð aðeins aðra leið að þá eru þau einnig í álíka verðflokki og verðin sem innihalda báðar leiðir!


Þar sem að ég er ekki mjög reyndur í þessum málum þá datt mér í hug að athuga hvort einhverjir reynsluboltar séu hér sem geta bent á góðar leiðir/aðferðir við að finna góðann díl.
Hvort að best sé að kaupa miða báðar leiðir, aðra leið eða hugsanlega annan flugvöll og svo innanlandsflug.

Author:  Bjarkih [ Tue 18. May 2010 21:48 ]
Post subject:  Re: Panta flug

Taktu bara báðar leiðir, getur breytt miðanum (mæli icelandair, koma betur fram við mann ef eitthvað kemur upp á) og það munar ekki svo rosalega miklu á verði. Allavega ódýrara en að kaupa 2 aðra leið. Ertu að fara að vinna í Noregi? Hafðu einnig í huga að það er dýrt að ferðast í Noregi þannig að því nær lokaáfangastað sem þú getur flogið því betra.

Author:  B4ldur [ Tue 18. May 2010 23:23 ]
Post subject:  Re: Panta flug

Jámm er að fara vinna í Noregi. Er búinn að finna flug til Bergen með icelandair á ágætu verði í kringum 50þ. Held ég fái ekki betri díl en það með svona stuttum fyrirvara.

Author:  Aron Fridrik [ Tue 18. May 2010 23:28 ]
Post subject:  Re: Panta flug

http://www.dohop.com/

Author:  SteiniDJ [ Tue 18. May 2010 23:58 ]
Post subject:  Re: Panta flug

Bjarkih wrote:
Taktu bara báðar leiðir, getur breytt miðanum (mæli icelandair, koma betur fram við mann ef eitthvað kemur upp á) og það munar ekki svo rosalega miklu á verði. Allavega ódýrara en að kaupa 2 aðra leið. Ertu að fara að vinna í Noregi? Hafðu einnig í huga að það er dýrt að ferðast í Noregi þannig að því nær lokaáfangastað sem þú getur flogið því betra.


Nákvæmlega þetta. Þar að auki fer talsvert betur um mann í flugi hjá Icelandair.

Author:  Bjarkih [ Wed 19. May 2010 17:55 ]
Post subject:  Re: Panta flug

Hvar ertu að fara að vinna og við hvað? Ég var svikinn svolítið illa af svona starfsmannaleigu/manpower fyrirtæki þarna þannig að þú skallt passa þig.

P.s. vantar smiðsvinnu í noregi.

Author:  Jónas Helgi [ Wed 19. May 2010 19:46 ]
Post subject:  Re: Panta flug

Sæll, ég er að vinna sem pípari í Bergen, ég flýg soldið á milli. Verð á flugi skoðaru hérna: http://www.finn.no/reise/
Þessi leitar hjá öllum flugfélögum og ferðarskrifstofum (Icelandair, SAS osfl). Gæti ekki verið auðveldara.
Ég flaug alltaf fyrst með Icelandair þangað til að ég þurfti að láta breyta fluginu hjá mér og borgaði nærrumþví verð miðans uppað nýtt.
Eftir það misfór eithvað flug og ég misti af vélinni útaf því og SAS borgaði undir mig hótel í 1 nótt, borgaði mat og allt tilheirandi og fyrsta flug heim.
Þó Icelandair fljúgi beint á sumrin frá KEF til Bergen er ekki endilega ódýrast að kaupa miðann á Icelandair.is, farðu á finn.no og leitaðu, þeir leita hjá flugfélögum og ferðarskrifstofum.
Ég hef lent á miðum í gegnum ferðarskrifstofur sem fá miða hjá icelandair á 1.000Kr NOK sem kostar 40+ heima :)
Gangi þér vel nágranni ;)

Author:  Bjarkih [ Thu 20. May 2010 13:13 ]
Post subject:  Re: Panta flug

Hægt að fara að stofna krafts deild í noregi...

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/