bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Nýtt met í hraðasekt: Finnland
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4481
Page 1 of 4

Author:  Benzari [ Wed 11. Feb 2004 01:56 ]
Post subject:  Nýtt met í hraðasekt: Finnland

Skemmtilegar reglur, eða hvað :roll:

http://www.textavarp.is/129/

Author:  uri [ Wed 11. Feb 2004 01:57 ]
Post subject: 

þetta er þokkaleg sekt :shock:

Author:  bebecar [ Wed 11. Feb 2004 08:37 ]
Post subject: 

Þetta er eina vitið maður! Afhverju ætti Jón Ásgeir að sleppa með 15 þús og punktalaust eins og ég? 15 Þús er eins og einn aur fyrir hann og skiptir engu máli, það þýddi bara að lögin næðu ekki yfir hann!

Þetta er stórsniðugt og vonandi verður þetta tekið upp hér heima, þá getur löggan einbeitt sér að Porsch Cayenne og svona dýrum bílum :lol:

Author:  Svezel [ Wed 11. Feb 2004 08:48 ]
Post subject: 

Þetta er nú bara rugl, að mismuna fólki bara vegna þess að það hefur efnast í lífinu. Svona hugsunarhátt skil ég engan veginn :x

Author:  bebecar [ Wed 11. Feb 2004 09:13 ]
Post subject: 

Engin mismunum - er ekki eðli sektar að hún hafi fælandi áhrif? Og því eðlilegt að hún sé tekjutengd?

Author:  Svezel [ Wed 11. Feb 2004 09:33 ]
Post subject: 

Er það ekki mismunun að menn borgi ekki það sama fyrir sama afbrot? Þetta er greinileg mismunun í mínum augum.

Hvað er þá næst, að menn fari að borga misháar sektir fyrir bílastæðabrot og svo eftir það mishátt í stöðumæla etir tekjum?

Ég geri nú t.d. ráð fyrir því að þú þénir meira en t.d. ég, enda hátt í 10árum eldri ef ég man rétt og í fastri vinnu, átt þú ekki þá að borga hærri sektir en ég? Eiga þá atvinnulausir að sleppa við sektir?

Mér finnst hættan á að missa prófið alveg nógu fælandi enda kemst fólk ekki upp með að brjóta umferðarlögin til lengdar.

Author:  Haffi [ Wed 11. Feb 2004 09:36 ]
Post subject: 

hahahah ég hef aldrei heyrt annað eins rugl, allir eiga að borga það sama í sektir, ef þú ert ríkur þá ertu heppinn og hefur efni á að borga nokkra þúsundkalla... ENNNNN ef þú ert fátækur þá ertu ýkt óheppinn og skalt bara passa benzínfótinn ;)

Author:  Jss [ Wed 11. Feb 2004 11:26 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
hahahah ég hef aldrei heyrt annað eins rugl, allir eiga að borga það sama í sektir, ef þú ert ríkur þá ertu heppinn og hefur efni á að borga nokkra þúsundkalla... ENNNNN ef þú ert fátækur þá ertu ýkt óheppinn og skalt bara passa benzínfótinn ;)


100% sammála þér, afhverju á að refsa fólki sem gengur vel!

Author:  Djofullinn [ Wed 11. Feb 2004 12:08 ]
Post subject: 

Já mér hefur alltaf fundist þetta fáranlegt! Það eru til mörg dæmi um þetta í USA. Fræga ríka fólkið fær einhverjar millur í sekt fyrir eitthvað sem við hin fáum sekt uppá einhverja þúsundkalla... Ekkert annað en mismunun! Þegar ég verð ríkur þá kemur ekki til mála að ég borgi miklu hærri sektir en einhver fátækur :x

Author:  bebecar [ Wed 11. Feb 2004 13:16 ]
Post subject: 

Auðvitað á ég að borga hærri sektri en námsmaður t.d.

Þða er engin mismunun í þessu, sektin er kannski 1% af mánaðarlaunum - það er sama sektin á alla þó krónutalan sé ekki sú sama :wink:

Það er fullkomlega óeðlilegt að þú hafir efni á því að keyra ólöglega bara vegna þess að sektirnar skipta þig engu máli. Það er ekki verið að refsa fólki fyrir að vera ríkt þar sem sektin er hlutfallslega jöfn hjá þeim og þeim sem eru með lág laun. Þetta eru staðreyndir, komið með rök á móti.

Hvað er gert ef þú t.d. brýtur af þér í fangelsi? Þú ert settur í einangrun, það stoðar lítið að setja þig í fangelsi þegar þú situr þegar inni - refsingin verður að hæfa og sektin sömuleiðis. Alveg eins og læknir sem drepur mann missir læknalaeyfið auk þess að fara í steininn, en ruslakarl sem drepur mann myndi væntanlega ekki missa starfsleyfið (það er lögð ríkari ábyrgð á lækninn).

Author:  Haffi [ Wed 11. Feb 2004 13:18 ]
Post subject: 

Djöfull ertu ruglaður maður, bitur útí ríkafólkið!

Author:  bebecar [ Wed 11. Feb 2004 13:19 ]
Post subject: 

Færðu rök gegn þessu.

Engin biturleiki, ég vil bara að þeir finni jafn mikið fyrir sektunum í pyngjunni og ég - finnst þér það skrítið?

Author:  Haffi [ Wed 11. Feb 2004 13:29 ]
Post subject: 

Ef að mér gengur vel í lífinu og hef lagt mikið á mig til að komast þar sem ég er.. á þá að refsa mér fyrir það að ég eigi meiri pening en jón jónsson úti í bæ?

Ef ég keyri á ölöglegum hraða þá fæ ég að sjálfsögðu mína punkta og mína sekt, en ég á efni á sektinni og þarf ekki að lifa á brauði og drekka vatn í mánuð til að borga hana.
Eiga að gilda sömu lög um alla!

Þú ert alveg að tapa þér í þessari andspyrnuhreyfingar baráttu þinni!

Author:  uri [ Wed 11. Feb 2004 13:34 ]
Post subject: 

Mér finnst þetta fáranlegt kerfi. Það er eins og þetta sé gert út af öfund við þá sem eiga meiri pening!
Hélt að punkta kerfið hefði verði sett á meðal annars til að sem finnst ekkert mál að borga sektina fá líka refsingu!

Author:  bebecar [ Wed 11. Feb 2004 13:38 ]
Post subject: 

Haffi wrote:
Ef að mér gengur vel í lífinu og hef lagt mikið á mig til að komast þar sem ég er.. á þá að refsa mér fyrir það að ég eigi meiri pening en jón jónsson úti í bæ?

Ef ég keyri á ölöglegum hraða þá fæ ég að sjálfsögðu mína punkta og mína sekt, en ég á efni á sektinni og þarf ekki að lifa á brauði og drekka vatn í mánuð til að borga hana.
Eiga að gilda sömu lög um alla!

Þú ert alveg að tapa þér í þessari andspyrnuhreyfingar baráttu þinni!


Það er ekki verið að refsa þér, þú borgar sama hlutfall og aðrir og þar af leiðir að það skiptir þig jafn miklu máli að varast sektir og aðra. Það gilda sömu lög um alla, lögin eru bara öðruvísi?

Hvernig fyndist þér þá að allir ættu bara að borga 100 þús í tekjuskatt á mánuði, ef þú ert svo heppinn að hafa 2 milljónir á mánuði, átt þú þá bara að borga 5% í skatt á meðan maður með 200 þús á mánuði borgar 50% þús í skatt? Er það ekki ósanngjarnt?

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/