JonHrafn wrote:
Ferðalög erlendis eru ofmetin. Ísland, best í heimi

True true true!!
Landið réttsælis
Snæfellsnes er algjör perla, Arnastapi og út eftir nesinu, frábær staður fyrir göngur.
Síðan er Flatey í miklu uppáhaldi, held að öllum líði vel þar.
Herðubreið er náttúrulega miðhálendið, fallegt svæði, Drekagil er alveg VIP, Askja og Víti.
Dettifoss og Ásbyrgi eru mögnuð fyrirbæri, sér í lagi Ásbyrgi.
Síðan eru náttúrulega Egilsstaðir og umhverfi.
Aðeins lengra eru Austfirðirnir sem mér finnst magnaðir, verst að ég virðist alltaf hitta á rigningar þar.
En toppurinn er Lónsöræfi, það er alveg magnað svæði, getur tekið rútu frá Stafafelli eða Höfn.
Við tekur Skaftafell, Kirkjubæjarklaustur og síðan Þakgil, ekki má gleyma vegaslóðanum upp á Reynisfjall við Vík, meiriháttar að fara þarna upp á.
Reynisdrangar og Dyrhólaey, síðan tekur við Fjallabak og allar þær Perlur, Hekla og Veiðivötn. Það er leikur einn að fara þangað þó svo þú sért ekki að veiða.
Það væri hægt að skrifa margar bls. um Ísland, það verður amk. eini áfangastaður undirskrifaðs í sumar
