bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bensíndælur?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44596
Page 1 of 1

Author:  GudmundurGeir [ Tue 04. May 2010 23:10 ]
Post subject:  Bensíndælur?

Hver gæti átt svona bensíndælir til sölu hérna?

Image

Þetta hlýtur að vera í milljón bílategundum... :(

Vantar dælu í 944. Lýtur svona út.

Author:  gunnar [ Tue 04. May 2010 23:11 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

Er ekki best fyrir þig að spyrja Bjöllukónginn Fannar að þessu?

Annars ættir þú nú að finna þetta á netinu bara og á einhverjum Porsche spjallsíðum.

Author:  SteiniDJ [ Tue 04. May 2010 23:18 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

Hér er það sem ég fann á eBay. :)

Author:  ValliFudd [ Tue 04. May 2010 23:24 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

BOSCH... Var það ekki Ræsir.. Askja í dag kannski?

Author:  GudmundurGeir [ Tue 04. May 2010 23:27 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

Takk valli, athuga það! Mig vantar að kaupa dælu hér heima... því mig vantar strax. Minnsta mál að fá af ebay en tekur bara tíma.

Ég finn bara ekki í hvernig öðrum bílnum þessar dælur eru og þessvegna getur enginn leitað fyrir mig hjá þessum dúddum í borginni sem eru að selja bensíndælur.

Author:  srr [ Tue 04. May 2010 23:30 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

Ósköp líkt dælunni sem er í E28.
Sú dæla er t.d. í Renault 19 :thup:

Author:  ValliFudd [ Tue 04. May 2010 23:31 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

srr wrote:
Ósköp líkt dælunni sem er í E28.
Sú dæla er t.d. í Renault 19 :thup:

Dælan í e28 525 mínum var by the way splunkuný.. aldrei notuð þegar ég losaði mig við hann.. Þú átt hana kannski? ;) Hún leit eiginlega alveg eins út

Author:  Grétar G. [ Wed 05. May 2010 02:15 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

Þarft bara að vita hvað dælan hjá þér á að vera dæla miklu á klst og svo fynnnur svona dælu sem dælir því eða meira

Author:  srr [ Wed 05. May 2010 14:48 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

ValliFudd wrote:
srr wrote:
Ósköp líkt dælunni sem er í E28.
Sú dæla er t.d. í Renault 19 :thup:

Dælan í e28 525 mínum var by the way splunkuný.. aldrei notuð þegar ég losaði mig við hann.. Þú átt hana kannski? ;) Hún leit eiginlega alveg eins út

Nei ég var ennþá svo grænn þá.....ég reif allt of lítið úr þeim bíl :(
Hefði átt að taka strötta, subframe, bensíntank, bensíndælur, drifskapt, púst og fleira.....

Ég vissi það bara ekki þá að ég ætti eftir að eiga E28 svona lengi og svona marga :lol:

Author:  slapi [ Wed 05. May 2010 14:49 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

N1 er með Bosch umboðið í dag.

Author:  gstuning [ Wed 05. May 2010 15:03 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

Hvað er partanúmerið?

Flestar inline dælur sem myndu duga í bíla af svipuðu afli.

Author:  Lindemann [ Wed 05. May 2010 16:24 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

slapi wrote:
N1 er með Bosch umboðið í dag.


ég held reyndar að það sé enginn með umboð fyrir bosch í dag....en N1 selur fullt af vörum frá bosch samt sem áður.

a.m.k. er Askja ekki með umboðið og ef maður skoðar bosch síðuna...þá stendur þar ennþá að Ræsir sé með umboðið.

Author:  JonHrafn [ Wed 05. May 2010 18:06 ]
Post subject:  Re: Bensíndælur?

n1 pantar og fær þetta innan 2gja daga.

Ég er með tvær svona notaðar dælur í hiluxinum, ein milli tanka og ein sem fæðir vél. Ekkert endilega sama partanúmer samt. Fékk þær á 10.000 stykkið á partasölu.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/