bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Nissan setur upp haglvörn https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4447 |
Page 1 of 2 |
Author: | iar [ Mon 09. Feb 2004 10:54 ] |
Post subject: | Nissan setur upp haglvörn |
Magnað. Ætli þetta virki? Þeir vita það ekki (ennþá) sjálfir. ![]() Nissan Uses Device to Stop Hail |
Author: | Jss [ Mon 09. Feb 2004 11:03 ] |
Post subject: | |
Miðað við kraftinn sem þeir segja að sé í þessu þá myndi ég ætla að þetta virki allvel. |
Author: | saemi [ Mon 09. Feb 2004 11:05 ] |
Post subject: | |
Ja hérna. Það væri fróðlegt að vita hvort þetta virki |
Author: | bjahja [ Mon 09. Feb 2004 17:08 ] |
Post subject: | |
Magnað ![]() |
Author: | Haffi [ Mon 09. Feb 2004 17:39 ] |
Post subject: | |
ég nennti ekki að lesa ... hvað voru þeir að segja ![]() |
Author: | bjahja [ Mon 09. Feb 2004 17:43 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: ég nennti ekki að lesa ... hvað voru þeir að segja
![]() Lestu, þetta er ein blaðsíða |
Author: | Haffi [ Mon 09. Feb 2004 17:54 ] |
Post subject: | |
jæja matarboð ![]() |
Author: | bjahja [ Mon 09. Feb 2004 18:30 ] |
Post subject: | |
Gjörðu svo vel Haffi minn, síðan fer spólan bara í póst í fyrramálið ![]() Nissan sýndi WLBT fréttum síðasta þriðjudag nýja tækið sitt sem hannað til að verja bílastæðið þeirra fyrir hagléli. Það er nokkurs konar byssa sem sendir sem skýtur hljóðbylgjum 50.000 fet upp í loft og kemur í veg fyrir að haglél myndist. Það eru fleirri en 400 svoleiðis tæki í notkun í heiminum, og þetta er það níunda sem er sett upp í BNA. Þau eru gerð í Kanada og eru sérstkalega gerð til þess að verja uppskerur. Það virkar með því að nota eigin radar til þess að skynja þær aðstæður sem eru líklegar til að mynda hagl. Tækið fer sjálfkrafa í gang ef innbyggða veður radar kerfið skynjar að aðstæður eru líklegar til að mynda hagl. Það skýtur á 5,5 sekúndu millibili, myndar um leið hljóð sem við vitum að heyrist að minsta kosti í fimm mílna fjarlægð frá Nissan stöðinni nálægt Canton. Það byrjar þá að senda hljóðbylgjur upp í skýin á hverri fimm komma fimmtu sekúndu. Hljóðið við upptökin er um það bil 120 decibel, eða það sama og fellibyljar viðvörunar sírena myndar. Starfsmenn eru að setja upp girðingar í kringum tvær af vélunum í 140 akra bílastæðinu hjá Nissan og fyllir girðingarnar með heyi til að reyna að minnka hljóðið Eric Rademacher er umhverfis verkfræðingur hjá Nissan sem er sérfræðingur um Hagl minnkunar kerfið. "Haglél eru mynduð og byrja með smá rykkorni uppi í skýjunum," útskýrir hann. "Það er mikil hreyfing í gangi, og það sem við gerum er að af-jóna þá hreyfingu sem er í skýjunum og halda ryk sameindunum frá því að safna í sig raka frá skýjunum í staðinn fyrir að bregðast við því og mynda það sem við þekkjum sem haglél." Ef þú heyrir einhverntíman í þessu kerfi fara í gang í Madison Sýslu nálægt Nissan, þá er kominn tími til þess að þú komir sjálfum þér og farartæki þínu í skjól fyrir hagli. Nissan vonar að það muni spara hagl viðgerðir á bílum fyrir miljónir dollara. Þeir segja ekki hvað það kostar, en viðurkenna að þeir viti ekki alveg hvort það virki fyrr en það kemur haglél yfir stöðinni. Hljóðið myndast við að kveikja í sama efni og er notað við logsuðu. Þetta er fyrsta svona tækið sem er notað af bíla framleiðanda. Maðurinn sem setti það upp keypti Nissan Pathfinder Armada, sem er búinn til í stöðinni. |
Author: | Qwer [ Tue 10. Feb 2004 08:16 ] |
Post subject: | |
Vá maður það sem þið leggjið ekki á ykkur fyrir hann Haffa. Þetta er að vísu snildin ein að þýða þetta svona fyrir okkur letingjana sem nentum ekki að hafa fyrir því að lesa enskuna... ég t.d. nenti því ekki þannig að ég þakka fyrir mig. |
Author: | bebecar [ Tue 10. Feb 2004 09:00 ] |
Post subject: | |
Ég er voða þakklátur fyrir þýðinguna... hefði aldrei nennt að lesa þetta annars (þetta var Nissan frétt ![]() |
Author: | Qwer [ Tue 10. Feb 2004 09:24 ] |
Post subject: | |
Quote: (þetta var Nissan frétt )
hehehe |
Author: | Haffi [ Tue 10. Feb 2004 12:58 ] |
Post subject: | |
hey frábært ... djöfull er þetta sniðugt ![]() Bjarni þú ert snillingur ![]() |
Author: | Aron [ Tue 10. Feb 2004 13:04 ] |
Post subject: | |
Haffi wrote: hey frábært ... djöfull er þetta sniðugt
![]() Bjarni þú ert snillingur ![]() þú varst semsagt að fá snælduna senda til þín? ![]() |
Author: | Haffi [ Tue 10. Feb 2004 13:24 ] |
Post subject: | |
Fékk þetta bara í mp3 formatti ![]() |
Author: | BMW3 [ Tue 10. Feb 2004 15:35 ] |
Post subject: | |
það er ekkert að nenna að lesa enskuna þeir kunna bara ekki að lesa hana ![]() ![]() ![]() |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |