bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Að rúlla bretti
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44395
Page 1 of 2

Author:  dofri1 [ Sun 25. Apr 2010 14:36 ]
Post subject:  Að rúlla bretti

Hver tekur að sér að rúlla bretti á klakanum, ef einhver er ?

ég er að tala um einhvern sem tekur ábyrgð á eigin vinnu.

Author:  Jón Ragnar [ Sun 25. Apr 2010 14:49 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

Hefðir klárlega átt að gera það áður en þú málaðir :)

Author:  Einarsss [ Sun 25. Apr 2010 14:54 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

Það mun enginn taka ábyrgð á því að skemma ekki lakkið við að rúlla brettin

Author:  doddi1 [ Sun 25. Apr 2010 15:11 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

N1 í fellsmúla á svona græju.

ég gerði þetta hinsvegar með plaströri, tjakk og smá duct tape.

ég mæli hiklaust með því.

Author:  dofri1 [ Sun 25. Apr 2010 15:20 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

John Rogers wrote:
Hefðir klárlega átt að gera það áður en þú málaðir :)


tell me about it :shock:

ég vissi ekkert af því að þetta gæti verið vandamál fyrr en ég setti felgurnar undir, hef bara aldrei heyrt um þetta fyrr :lol: maður er svo grænn í þessum málum

Author:  doddi1 [ Sun 25. Apr 2010 15:26 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti



svolítið extreme aðgerðir en þú skilur hugmyndina

Author:  dofri1 [ Sun 25. Apr 2010 15:57 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

doddi1 wrote:
http://www.youtube.com/watch?v=eWMKM6wcvEo

svolítið extreme aðgerðir en þú skilur hugmyndina


já ég sá þetta einmitt áðan þegar ég leitaði að þessu

fyndið að þetta er sama tegund og minn :) en hann er spreyjaður bleikur þannig að hann þarf ekki að hafa áhyggjur af lakkinu þessi

Author:  gardara [ Sun 25. Apr 2010 19:00 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

Rúllaði brettin mín seinasta sumar... Sama hvað ég hitaði með hitablásara, þá sprakk lakkið samt... :x

Author:  doddi1 [ Sun 25. Apr 2010 19:04 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

gardara wrote:
Rúllaði brettin mín seinasta sumar... Sama hvað ég hitaði með hitablásara, þá sprakk lakkið samt... :x



það er nauðsynlegt að hafa hitabyssu ekki hárblásara...

nema þú hafir verið að meina það, þá bið ég afsökunar á þessu yfirlætisfulla commenti... annars ekki, vitleysingur

Author:  Einarsss [ Sun 25. Apr 2010 19:06 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

slapp lakkið hjá mér þegar ég rúllaði.. hitaði vel með hitablásara og fór mér hægt

Author:  gardara [ Sun 25. Apr 2010 19:06 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

doddi1 wrote:
gardara wrote:
Rúllaði brettin mín seinasta sumar... Sama hvað ég hitaði með hitablásara, þá sprakk lakkið samt... :x



það er nauðsynlegt að hafa hitabyssu ekki hárblásara...

nema þú hafir verið að meina það, þá bið ég afsökunar á þessu yfirlætisfulla commenti... annars ekki, vitleysingur


Var með hitablásara sem blæs allt að 600°c heitu lofti :wink:

Author:  doddi1 [ Mon 26. Apr 2010 00:28 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

gardara wrote:
doddi1 wrote:
gardara wrote:
Rúllaði brettin mín seinasta sumar... Sama hvað ég hitaði með hitablásara, þá sprakk lakkið samt... :x



það er nauðsynlegt að hafa hitabyssu ekki hárblásara...

nema þú hafir verið að meina það, þá bið ég afsökunar á þessu yfirlætisfulla commenti... annars ekki, vitleysingur


Var með hitablásara sem blæs allt að 600°c heitu lofti :wink:



then it was bound to happen some day...

ég gerði einmitt eins og Einar sagði, hitaði hana vel upp og fór mér hægt. :D brettin aldrei verið rúlluð áður á þessarri elsku, maður vill ekki fara illa með þau.

:naughty:

Author:  dofri1 [ Mon 26. Apr 2010 00:40 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

ég er í smá basli, get ekkert slammað bílinn af viti nema rúlla brettin almennilega

annars er þetta trukkalakk á honum sem á að vera auðvelt að bletta í. ef það springur eitthvað, get ég þá blettað í og massað yfir eftir á og sést einhver munur?

nú spyr ég bara sem algjör græningi í þessu

Author:  doddi1 [ Mon 26. Apr 2010 13:51 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

dofri1 wrote:
ég er í smá basli, get ekkert slammað bílinn af viti nema rúlla brettin almennilega

annars er þetta trukkalakk á honum sem á að vera auðvelt að bletta í. ef það springur eitthvað, get ég þá blettað í og massað yfir eftir á og sést einhver munur?

nú spyr ég bara sem algjör græningi í þessu



blessaðu vertu maður, á þetta ekki að vera driftbíll?

þetta beyglast og krumpast allt þegar þú ferð að dúndra þessu á kanta og staura um bæinn, spáðu í þessarri málningu þegar þú ert búinn að skemma hana.

nema þú viljir bara fá þér minni felgur og minni dekk

Author:  Maggi B [ Mon 26. Apr 2010 14:05 ]
Post subject:  Re: Að rúlla bretti

Ég hitaði vel og fór varlega, það kom ein sprunga í lakkið. setti smá glæru yfir hana bara

mundu bara að brettið teygist út við þetta, ekki láta þér bregða við það

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/