Mánisnær wrote:
Ég stefni að því núna í byrjun sumars að taka rúnt um Evrópu, vinur minn býr á Spáni og þarf að koma bílnum sínum sem hann á hér heima út og ætlum við ætlum að nýta þetta tækifæri og keyra aðeins um.
Við stefnum að því að eyða bróðurpart ferðarinnar á Ítalíu og í Frakklandi, við gistum ódýrt (sveitagisting osfr) og tökum með okkur tjald.
Við stefnum einnig að því að keyra meira á sveitavegum en hraðbrautum, heimsækja litla bæji sem eru ekkert endilega þekktir túristastaðir, en einnig sjá Róm, Feneyjar, París, Bordeaux osfr.
Þið sem hafið farið í europtrip; hvernig hafið þið undirbúið ykkur/skipulagt ykkur? Ef það er eitthvað sem ég þarf að vita áður en farið er endilega kommentið, eða sendið á mig Ep. Það er must að spjalla aðeins við þá sem hafa reynslu af svona ferðalögum.
Mbk,.
Núna fór ég í Eurotour árið 2007 og var í tvo og hálfan mánuð úti. Þessi tímarammi er rosalega knappur hjá ykkur..
París, Róm, Feneyjar. Þetta er alveg fimm daga prógram alla vega. Feneyjar er alveg heill dagur. Ég var 4 daga í París og einhverja 3 í róm. Svo má ekki gleyma að það tekur svolítin langan tíma að keyra á milli. Róm - feneyjar er til dæmis góður sprettur.
En það sem ég mæli hiklaust með er að kaupa bækur um borgirnar sem þið ætlið í. Vera búnir að ákveða hvað þið ætlið að skoða. Rosalega erfitt að ramba inná eitthvað bara.
Eitt sem ég mæli líka með, í stórborgum eins og Róm og París, ef þið ætlið að gista einhvers staðar í borginni þá myndi ég bara mæla með því að leggja bílnum í carpark eða hvar sem þið getið geymt hann og nota almenningssamgöngur. Maður nýtur þess svo margfalt meira að labba um og taka lest heldur en að vera blóta umferðinni. Umferðin til dæmis í París er alveg vonlaus, finnur ekkert stæði hjá þessum túristarstöðum og það er í raun og veru bara auðveldara að komast á milli labbandi og taka subwayið. Mín reynsla alla vega.
Varðandi Feneyjar, ef þið ætlið að gista einhvers staðar þar nálægt þá alls ekki gista í borginni sjálfri, rándýrt..
Ég gisti í bæ sem heitir Malcontenta minnir mig og tók strætó til Feneyja (tók 30 mín kannski), munaði 5x í verði á gistingu og ég fékk þá alla vega safe stæði fyrir bílinn.
Annars mæli ég alveg með því að taka sveitarvegina að hluta, það verður svolítið þreytt til lengdar vegna tíma sem það tekur en maður sér rosalega mikið. Endilega farið svo ríveruna á Frakklandi í áttina til Spánar ef þið ætlið að koma frá Ítalíu þe.a.s (niður þýskaland þá væntanlega). Gleymi því aldrei að blasta í gegnum Monaco, Cannes og St. Tropez á allar rúður niðurskrúfaðar og blasta á þröngu fjallavegunum...
Takk fyrir að skemma daginn fyrir mér!!
Langar bara aftur út ..
