bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bora fyrir númeraplötu?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44173
Page 1 of 4

Author:  SteiniDJ [ Tue 13. Apr 2010 08:27 ]
Post subject:  Bora fyrir númeraplötu?

Sælir.

Er að fara setja nýjan stuðara undir og þykir leiðinlegt að þurfa að bora í hann til að setja númeraplötu. Finnst líka ótrúlega ósmekklegt að láta númeraplötuna "lafa" einhverstaðar eins og illa gerður hlutur. Hef verið að skoða aðrar lausnir og rakst á þetta:

Image

Þarna er platan fest í tow-hookið.

Eruð þið með einhverjar aðra lausn, eða ætti ég bara að láta bora þetta í?

Author:  Berteh [ Tue 13. Apr 2010 09:06 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Double tape bara, í bretlandi td eru plötur oft límdar bara

Author:  SteiniDJ [ Tue 13. Apr 2010 09:53 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Verður þetta þá ekki fljótt að hverfa? :P

Image

Stykki 6

Image

Stykki 7

Þykir ólíklegt að þetta passi á milli, er einhver sem getur staðfest það?

Author:  bErio [ Tue 13. Apr 2010 10:02 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Doubletape!

Author:  gulli [ Tue 13. Apr 2010 10:06 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Eða bara sleppa því að vera plötuna að framan.

Author:  Thrullerinn [ Tue 13. Apr 2010 10:24 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Hvernig er ekki hægt að fá franskan rennilás með lími, var að spá í svoleiðis útfærslu á porkinn?

Author:  Hreiðar [ Tue 13. Apr 2010 10:25 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

gulli wrote:
Eða bara sleppa því að vera plötuna að framan.


Þá myndi löggann ekki láta hann í friði :? Voðalega tekið strangt á þessu hef ég heyrt

Author:  ///M [ Tue 13. Apr 2010 10:35 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Þetta er kíttað á gamla roadsternum mínum.

Ég myndi ekki treysta double tape-i eða frönskum rennilás, gæti valdið stór tjóni ef að þetta losnar og húrrast yfir bílinn á ferð.

Ég átti svo bara auka plötur til að skilla inn í umferðarstofu þegar ég tók hann af númerum :)

Author:  SteiniDJ [ Tue 13. Apr 2010 11:20 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Já, ég er ekki viss með double tape. :?

Er þetta alveg ótrúlega hallærislegt?

Image

Er líka búinn að vera skoða þetta,

Image
Myndin er hlekkur

Image

Mér líst vel á þetta, skrúfað á stað þar sem þær sjást ekki og svo er hægt að taka þetta af eða færa við hentugleika.

Author:  BjarkiHS [ Tue 13. Apr 2010 12:15 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Jeppinn hjá mér er búinn að vera númerslaus að framan síðan í janúar í fyrra. og ekkert bögg

Author:  F2 [ Tue 13. Apr 2010 12:23 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Er með þetta double tape-að á alla mína bíla og þetta er ekki að fara neitt!!!

fæst alvöru stuff í málingar vörum, kostar reyndar sitt en er alveg þess virði

Author:  SteiniDJ [ Tue 13. Apr 2010 12:31 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

F2 wrote:
Er með þetta double tape-að á alla mína bíla og þetta er ekki að fara neitt!!!

fæst alvöru stuff í málingar vörum, kostar reyndar sitt en er alveg þess virði


M.v. hvernig maður hefur séð þig rúlla um göturnar, þá er greinilegt að þetta helst vel. Áttu mynd af þessu?

Author:  Grétar G. [ Tue 13. Apr 2010 14:42 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

Kitta þetta bara á

Author:  Alpina [ Tue 13. Apr 2010 17:18 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

F2 wrote:
Er með þetta double tape-að á alla mína bíla og þetta er ekki að fara neitt!!!

fæst alvöru stuff í málingar vörum, kostar reyndar sitt en er alveg þess virði


Er sammála F2,,

ps,, getur farið í LOGOFLEX og þeir prentað induvidal númer fyrir þig sem þú límir á stuðarann

Author:  birkire [ Tue 13. Apr 2010 17:25 ]
Post subject:  Re: Bora fyrir númeraplötu?

eða farið í HÚSASMIÐJUNA,,, og keypt bolta og rær og svo í ÁLIÐJUNA,,, að fá smá álbút og búa sér til flott bracket !

Page 1 of 4 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/