bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=44019 |
Page 1 of 5 |
Author: | SteiniDJ [ Tue 06. Apr 2010 05:26 ] |
Post subject: | Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Hér og hér. Hvað finnst ykkur um þetta? |
Author: | JonHrafn [ Tue 06. Apr 2010 06:41 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Rugl. Eina gatan á Íslandi sem gæti hugsanlega borið þetta er tvöfölduð Reykjanesbrautin ( og bara á þeim kafla ) ... og samt ekki því akstursstefnur eru ekki nógu aðskildar ( engin vegrið ). Vegir á Íslandi eru einfaldlega of mjóir og fyrir utan það þá stórsér á þeim eftir að sjóflutningar lögðust af. |
Author: | gstuning [ Tue 06. Apr 2010 06:41 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Kemur ekkert fram hvernig vegurinn þarf að vera til að leyfa þennan hraða. Reykjanesbrautin er í raun eini vegurinn sem kemur til greina. Og hann er ekki einu sinni fullbúinn til að viðhalda öryggi á þessum hraða. |
Author: | SteiniDJ [ Tue 06. Apr 2010 06:52 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Allt að 110 km á klukkustund. Er nauðsynlegt að vegur sé tvöfaldur til að hann styðji þessa hraðaukningu? Í raun er hún ekki svo mikil - allt að 20 kílómetrar og umferðarhraði um hringveginn er oftar en aldrei vel yfir 90. |
Author: | gstuning [ Tue 06. Apr 2010 07:44 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Allir vegir hérna eru tvöfaldir og þá er 60mph hraðatakmörkun, þegar þeir er einfaldir sveitavegir er 50mph. |
Author: | srr [ Tue 06. Apr 2010 07:58 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
gstuning wrote: Allir vegir hérna eru tvöfaldir og þá er 60mph hraðatakmörkun, þegar þeir er einfaldir sveitavegir er 50mph. Og á M6 í gær voru allir að keyra á lágmark 120-140 km hraða ![]() |
Author: | jens [ Tue 06. Apr 2010 08:14 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Vona að menn fari ekki að leiðast út á þessa braut, vantar stórlega að vegir geti boðið upp á þessa hraðaaukningu hér heima. |
Author: | Alpina [ Tue 06. Apr 2010 08:34 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
gstuning wrote: Reykjanesbrautin er í raun eini vegurinn sem kemur til greina. Og hann er ekki einu sinni fullbúinn til að viðhalda öryggi á þessum hraða. Sko .. böndin eru að styrkjast milli mín og Gst, en þetta er hreinlega virkilega beiskur sannleikur.. að mínu mati er einnig frá Ártúnshöfða og að Mosfellssveitinni hugsanlegur kostur ,, en hringtorgin gera þann möguleika eflaust að engu ,, svo að Reykjanes-brautin frá Álverinu að KEF-city er það sem í boði er .......... og áður en unga kynslóðin fer að gjamma og þykjast vita betur .. þá skulu þið steinþegja , vegna þess að ykkur vantar alla reynslu , úr háhraða umhverfi og að vita muninn á ALVÖRU vegakerfi og svo vegakerfi sem er hérlendis,, þessu er beint til ungra óreyndra ökumanna sem ekki hafa ekið á þjóðbrautum Evrópu ég er mikill unnandi þess að hækka hraðann eins mikið og kostur er,, en vegakerfið er svo lélegt að það býður ekki upp á slíkt,, langar að biðla til þeirra sem eru með stærfræðinám á bakinu ,, að koma með smá dæmi hvað núningsviðnámið//slit á yfirborði vegar eykst ef 2 tonna farartæki fer úr 90 í 140 km hraða.. einnig að bera saman hvað munurinn er á flutningabíl sem er 15-30 tonn vs fólksbíll, ((((((, ef ég man rétt þá er flutningabíllinn með 1000 x meira slit á veginum en fólksbíll ,, kom einhvern tímann skissa frá Vegagerðinni um þetta )) |
Author: | jens [ Tue 06. Apr 2010 08:39 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Tek undir þetta hjá síðasta ræðumanni. Það sem ég sé verst við að hækka hraðann úr 90 í 110 km/klst eru hversu mikið alvarlegri afleiðingar umferðaslysa eru á þessum hraða. Það eru ekki margir kaflar á landinum sem bjóða upp á þetta og með alla þessa þungafluttining á vegunum og tala nú ekki um alla aftan í vagna á sumrinn þá er þetta bara fjarstæða að láta sér detta þetta í hug. |
Author: | JOGA [ Tue 06. Apr 2010 08:46 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
gstuning wrote: Allir vegir hérna eru tvöfaldir og þá er 60mph hraðatakmörkun, þegar þeir er einfaldir sveitavegir er 50mph. Það er reyndar 70 mph á dual en 60 annars skv. mínum upplýsingum. Sést t.d. hér og á fleiri stöðum. |
Author: | oddur11 [ Tue 06. Apr 2010 09:38 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Eg veit ekki betur en medalhradi a 90götum a islandi se oftast 110 og meira!! |
Author: | Ingvarinn [ Tue 06. Apr 2010 09:57 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Alpina wrote: gstuning wrote: Reykjanesbrautin er í raun eini vegurinn sem kemur til greina. Og hann er ekki einu sinni fullbúinn til að viðhalda öryggi á þessum hraða. Sko .. böndin eru að styrkjast milli mín og Gst, en þetta er hreinlega virkilega beiskur sannleikur.. að mínu mati er einnig frá Ártúnshöfða og að Mosfellssveitinni hugsanlegur kostur ,, en hringtorgin gera þann möguleika eflaust að engu ,, svo að Reykjanes-brautin frá Álverinu að KEF-city er það sem í boði er .......... og áður en unga kynslóðin fer að gjamma og þykjast vita betur .. þá skulu þið steinþegja , vegna þess að ykkur vantar alla reynslu , úr háhraða umhverfi og að vita muninn á ALVÖRU vegakerfi og svo vegakerfi sem er hérlendis,, þessu er beint til ungra óreyndra ökumanna sem ekki hafa ekið á þjóðbrautum Evrópu ég er mikill unnandi þess að hækka hraðann eins mikið og kostur er,, en vegakerfið er svo lélegt að það býður ekki upp á slíkt,, langar að biðla til þeirra sem eru með stærfræðinám á bakinu ,, að koma með smá dæmi hvað núningsviðnámið//slit á yfirborði vegar eykst ef 2 tonna farartæki fer úr 90 í 140 km hraða.. einnig að bera saman hvað munurinn er á flutningabíl sem er 15-30 tonn vs fólksbíll, ((((((, ef ég man rétt þá er flutningabíllinn með 1000 x meira slit á veginum en fólksbíll ,, kom einhvern tímann skissa frá Vegagerðinni um þetta )) Ég er mjög svo sammála því sem þú skrifar hér það þarf að bæta vegakerfið á Íslandi MJÖG mikið til að hægt sé að hleypa mörkunum svona hátt og ríkið hefur einfaldlega ekki efni á þessum breyttingum þar sem þetta kostar óheyrilegar upphæðir.. En engu að síður þá er möguleiki til dæmis með hringveginn að sleppa nokkuð billega útúr þessum breyttingum en það þýðir aftur á móti að hringvegurinn yrði einstefna að öðruleiti þá er þetta fráleidd hugmynd... P.S. það skal enginn reyna að halda því framm að mig vanti reynsluna á vegakerfi Evrópu Kveðja Ingvar |
Author: | gulli [ Tue 06. Apr 2010 10:00 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
jens wrote: Tek undir þetta hjá síðasta ræðumanni. Það sem ég sé verst við að hækka hraðann úr 90 í 110 km/klst eru hversu mikið alvarlegri afleiðingar umferðaslysa eru á þessum hraða. Það eru ekki margir kaflar á landinum sem bjóða upp á þetta og með alla þessa þungafluttining á vegunum og tala nú ekki um alla aftan í vagna á sumrinn þá er þetta bara fjarstæða að láta sér detta þetta í hug. Er ekki hámarkshraðinn 80km/klst fyrir þá sem eru með aftanívagna... það er voða oft sem maður sér slík ökutæki aka mun hraðar en það, t.d 100-110km/klst,,, og ef að hámarkshraði verður hækkaður þá er hætta á að eitthverjir fari að hætta sér aðeins yfir þau limitsmörk. En ég segi nú bara eins aðrir hérna, hvar er hægt að leyfa þennan hraða?? það verður varla farið að hækka hámarkshraðann BARA á Reykjanesbrautinni,, En hvað veit maður, það er svo steikt lið á alþingi. |
Author: | Aron Andrew [ Tue 06. Apr 2010 10:02 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
oddur11 wrote: Eg veit ekki betur en medalhradi a 90götum a islandi se oftast 110 og meira!! Reykjanesbrautin er ekki eins og allar 90 götur á Íslandi... Ég er búinn að keyra mjög mikið á milli Reykjavíkur og Akureyrar undanfarið og flestir eru bara á krúsinu á svona 90-100 og mér finnst vegirnir bara enganvegin henta fyrir hærri hraða! |
Author: | oddur11 [ Tue 06. Apr 2010 10:19 ] |
Post subject: | Re: Hámrkshraði verður hugsanlega hækkaður upp í 110km |
Aron Andrew wrote: oddur11 wrote: Eg veit ekki betur en medalhradi a 90götum a islandi se oftast 110 og meira!! Reykjanesbrautin er ekki eins og allar 90 götur á Íslandi... Ég er búinn að keyra mjög mikið á milli Reykjavíkur og Akureyrar undanfarið og flestir eru bara á krúsinu á svona 90-100 og mér finnst vegirnir bara enganvegin henta fyrir hærri hraða! Sumarid nálgast og tvi fylgir nu oftast aukning a hrada, bædi innan sem utan bæjar. Getid lesid gamlar frettir fra tvi sumar 2009 (meira en 80% 15-20% yfir hámarkshrada) |
Page 1 of 5 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |