bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Filmur í rúður á húsi
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=43939
Page 1 of 2

Author:  ömmudriver [ Wed 31. Mar 2010 12:38 ]
Post subject:  Filmur í rúður á húsi

Daginn,

mér vantar sárlega dökkar filmur í tvo litla glugga sem eru inní sitthvoru svefnherberginu í íbúðinni hjá mér. Ég er búinn að kanna þetta lauslega hjá þessum aðilum sem að selja sólarfilmur í hús en þeir virðast bara vilja koma sjálfir og setja filmurnar í fyrir $$$$ sem er ekki að ganga upp í þessu tilfelli þar sem að þetta eru svo litlir gluggar sem að um ræðir.
Ég er búinn að koma við í Byko og Húsasmiðjunni en þeir selja einungis svona mattar og skraut filmur inná baðherbergisglugga og því um líkt, en mig vantar álika filmur og eru settar í bílrúður til þess að hindra birtu/sólarljós.

Eru einhverjir hér sem vita hvert best er að leita til þess að fá útskorna sólarfilmu búta sem að maður getur sjálfur sett í rúðu?

Mbk,
Arnar Már.

Author:  JOGA [ Wed 31. Mar 2010 12:45 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Myndi þá halda að best væri að leita í búðum eins og N1 og svona.
Jafnvel fara á filmuverkstæði fyrir bíla og reyna að fá keyptan smá renning. Láta þá bara vita að þetta sé vegna tilrauna í heimahúsi en ekki í bíl. Gæti skipt þá máli.

Author:  Alpina [ Wed 31. Mar 2010 18:40 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Er inn í myndinni að setja .. sand/gler blásturs áferð ??

Author:  Aron Andrew [ Wed 31. Mar 2010 19:12 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Alpina wrote:
Er inn í myndinni að setja .. sand/gler blásturs áferð ??


Sveinki, lesa! :wink:

ömmudriver wrote:
Ég er búinn að koma við í Byko og Húsasmiðjunni en þeir selja einungis svona mattar og skraut filmur inná baðherbergisglugga og því um líkt

Author:  drolezi [ Wed 31. Mar 2010 19:35 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Ég fór og fékk svona rúllu í einhverju auglýsingafyrirtæki í Skeifunni, í einum kjallaranum næst Miklubrautinni. Hvort það var ekki þarna við poolstofuna. Man ekkert hvað það fyrirtæki heitir. Borgaði klink fyrir og notaði til að filma yfir klæðninguna í bílnum.

Author:  IngvarRJ [ Wed 31. Mar 2010 19:47 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Enso faxafeni
www.enso.is

Annars er N1 með einhverjar filmur líka

Author:  Alpina [ Wed 31. Mar 2010 19:54 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Aron Andrew wrote:

Sveinki, lesa! :wink:



#-o #-o

Author:  tinni77 [ Wed 31. Mar 2010 20:15 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Haukur Racer, no else

Author:  wolfurinn [ Thu 08. Apr 2010 19:48 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

ég myndi sleppa því að setja dökkarfilmur á glerið, það myndast mikil hiti og þú sprengir glerið, hef skipt um gler í húsum þar sem glerið hefur sprungi vegna þess að fólk hefur sett filmur eða svartaruslapoka í gluggana, frekar dökkar gardínur og hafa þær 15 cm frá gleri,

Author:  Aron Fridrik [ Thu 08. Apr 2010 20:08 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Las viðtal náunga sem sérhæfði sig í svona rúðum og hann sagði að það þyrfti sér gler ekki bara dökkt gler..

Author:  wolfurinn [ Thu 08. Apr 2010 20:10 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

það er í lagi að setja filmur ef þú ert ekki með k-gler

Author:  ömmudriver [ Thu 08. Apr 2010 20:47 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

Aron Fridrik wrote:
Las viðtal náunga sem sérhæfði sig í svona rúðum og hann sagði að það þyrfti sér gler ekki bara dökkt gler..


Ég skil þig ekki? Ertu að segja að ég megi ekki setja filmu innan á glerið í rúðunni?

Author:  Berteh [ Thu 08. Apr 2010 20:50 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

V.I.P var að setja filmur í húsaglugga líka, getur kanski keypt efni af honum :)
Hann filmaði glugga niðri í vinnu hjá mér sem skín mega mikil sól á og það var aldrei óþægilega mikil birta inni.

Author:  Aron Fridrik [ Thu 08. Apr 2010 21:11 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

ömmudriver wrote:
Aron Fridrik wrote:
Las viðtal náunga sem sérhæfði sig í svona rúðum og hann sagði að það þyrfti sér gler ekki bara dökkt gler..


Ég skil þig ekki? Ertu að segja að ég megi ekki setja filmu innan á glerið í rúðunni?


hann talaði um að filman myndi bara minnka ljósið en myndi hita upp herbergið eins og venjuleg rúða ef ekki meir..

Author:  wolfurinn [ Thu 08. Apr 2010 21:15 ]
Post subject:  Re: Filmur í rúður á húsi

ömmudriver wrote:
Aron Fridrik wrote:
Las viðtal náunga sem sérhæfði sig í svona rúðum og hann sagði að það þyrfti sér gler ekki bara dökkt gler..


Ég skil þig ekki? Ertu að segja að ég megi ekki setja filmu innan á glerið í rúðunni?


já sammála það þarf sérgler ef á að gera þetta, þetta er í lagi ef það er einfalt gler og tvöfalt gler ef það er ekki k-gler, best að panta rúðu sem er dökk frá framleiðanda.

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/