bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hvað finnst þér um... ...?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4393
Page 1 of 1

Author:  Moni [ Thu 05. Feb 2004 20:45 ]
Post subject:  Hvað finnst þér um... ...?

Ok, ég er BMW áhugamaður mikill... en á Hondu núna... Ég er búinn að taka eftir því um ævina að menn eru alltaf að rakka niður Hondur... Og það er talsvert um það hér á kraftinum, finnst mér...
Ok þær eru margar algjörir RICE- bílar, og ég er ekki að tala um þá, en ég veit að þeir skemma fyrir hinum...

Ég er búinn að vera að vinna smá niðrí Hondu umboði og mér finnst allir nýju bílarnir hjá Hondu algjör snilld. Þeir innihalda Flott og sportlegt lúkk, fínan kraft og þægindi...

Væri gaman að heyra líka viðhorf ykkar á þessum japönsku bílum, sem eru ágætir inn við beinið, og af hverju ykkur finnst þetta um bílana... :D

Author:  bebecar [ Fri 06. Feb 2004 10:45 ]
Post subject: 

Mér finnst Hondurnar almennt ekki spennandi, þó finnst mér nýji Accord nokkuð góður en svo eru auðvitað til stórkostlegir bílar eins og S800, S200, ITR og NSX!

Þeir eru frábærir vélarhönnuðir og hafa lengi verið það en hafa líka verið duglegir að framleiða óþolandi bíla einsog CRV, Jazz og Insight....

Author:  hlynurst [ Fri 06. Feb 2004 13:14 ]
Post subject: 

Þetta eru fínir bílar með skemmtilegum vélum... samt ekki sama stálið og þýskir. :wink:

Author:  Rutép [ Fri 06. Feb 2004 23:52 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Mér finnst Hondurnar almennt ekki spennandi, þó finnst mér nýji Accord nokkuð góður en svo eru auðvitað til stórkostlegir bílar eins og S800, S200, ITR og NSX!

Þeir eru frábærir vélarhönnuðir og hafa lengi verið það en hafa líka verið duglegir að framleiða óþolandi bíla einsog CRV, Jazz og Insight....


Meinaru ekki S2000?

Author:  bebecar [ Sat 07. Feb 2004 15:02 ]
Post subject: 

Júbb - auðvitað.

Persónulega myndi ég nú samt frekar vilja S800 og hafa hann hvítann eins og bílinn hjá Sval og Val var :wink:

Author:  Moni [ Sun 08. Feb 2004 20:28 ]
Post subject: 

S2000 er snilldar bíll, og þessi sem er til hér á landi er ekkert smá flottur!!

ég mundi vilja sjá NSX hérna :)

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/