bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Rifrildi um notkun s.s https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=43914 |
Page 1 of 1 |
Author: | IceDev [ Tue 30. Mar 2010 01:16 ] |
Post subject: | Rifrildi um notkun s.s |
Sælir Ég á í útistöðum við ákveðinn aðila sem telur notkun s.s þýða "svosem" í þeirri meiningu að vera sammála Ég vil meina að það standi fyrir "sem sagt" eða þá "svo sem" í þeim tilgangi að benda á hluti Hin persónan vill meina að það sé rétt að nota þetta í þessu samhengi Dæmi: "Úff, djöfull er ég þreyttur eftir þessa æfingu" "Blessaður, þú svitnaðir ekki baun" "En ég svitna yfirleitt ekki" "S.s = svosem" Ég vil meina að hægt sé að nota s.s til að benda á sambærilega hluti og þá bæði í "svo sem" ásamt "sem sagt" Dæmi: "Hægt er að sjá þetta með því að skoða tungl s.s mars eða júpíter" = notað í "svo sem" meiningu "Þetta þýðir s.s. minni notkun á gjaldeyri" = Notað í "sem sagt" meiningu Þannig að spurningin er, hvor aðilinn hefur rétt fyrir sér? |
Author: | Kristjan PGT [ Tue 30. Mar 2010 01:31 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
aaahahahah ! Þetta bláa make-ar ENGAN sense! Notar fyrir það fyrsta aldrei skammstöfun eina í setningu! *edit* CRAP! Valdi óvart bláa ógeðið í kosningunni! mínus einn á bláa og plús einn á græna ![]() *edit* EDIT! WOW WOW...þetta þýðir ekkert svosem! Þetta er "sem sagt"... þið eruð báðir bjánar ![]() |
Author: | IceDev [ Tue 30. Mar 2010 01:39 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Kristjan PGT wrote: WOW WOW...þetta þýðir ekkert svosem! Þetta er "sem sagt"... þið eruð báðir bjánar ![]() http://is.wiktionary.org/wiki/s.s. ![]() |
Author: | Kristjan PGT [ Tue 30. Mar 2010 01:42 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Var einmitt búinn að sjá þetta ![]() Er samt ekki sammála.... minn skilningur á þessu og notkun er ávallt "sem sagt" ![]() |
Author: | jeppakall [ Tue 30. Mar 2010 02:02 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
vantar valkostinn hvorugt rétt, en ég valdi grænt af því það er skást...hitt er bara djók s.s = sem sagt |
Author: | gardara [ Tue 30. Mar 2010 08:26 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
það er álíka heimskulegt að nota s.s. = svosem eins og þegar fólk ætlar að segja eitthvað og notar skammstöfunina e-h ![]() |
Author: | Hannsi [ Tue 30. Mar 2010 09:41 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Ef ég sé s.s þá les ég það alltaf "sem sagt". Var kennt það í grunnskóla og efast ég um að það sé að fara breytast. |
Author: | siggir [ Tue 30. Mar 2010 09:53 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Orðabókin segir svo sem. Mér finnst þetta ekki alveg rétt notað hjá þér í bláa dæminu. "Svo sem" er eitthvað sem hægt er að nota í staðinn fyrir "til dæmis" þannig að dæmið virkar engan veginn. |
Author: | ///M [ Tue 30. Mar 2010 09:59 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
s.s. = svo sem, sama sem, einnig stundum notað fyrir sem sagt. Annars er ég alfarið á móti skammstöfunum, þetta var sniðugt þegar fólk skrifaði með fjöður og bleki en í dag er þetta algjör óþarfi ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Tue 30. Mar 2010 11:10 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Ég held að þetta eigi allt rétt á sér, en ég hallast fremur að sem sagt. |
Author: | gardara [ Tue 30. Mar 2010 11:30 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
IceDev wrote: Kristjan PGT wrote: WOW WOW...þetta þýðir ekkert svosem! Þetta er "sem sagt"... þið eruð báðir bjánar ![]() http://is.wiktionary.org/wiki/s.s. ![]() Það er nú takmarkað að marka wiki orðabók sem allir geta breytt. |
Author: | IceDev [ Tue 30. Mar 2010 11:40 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Skv. orðabók þýðir "s.s" svo sem;Sama sem Ég fletti því upp og því miður er það rétt |
Author: | Danni [ Tue 30. Mar 2010 20:27 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Ég nota þetta oftast sem "sem sagt", þegar ég nota þessar skammstafanir, geri það ekki alltaf. Skrifa mjög oft bara orðin sem ég þarf að segja í staðin fyrir að skammstafa þau. |
Author: | Bjarkih [ Tue 30. Mar 2010 20:54 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
///M wrote: s.s. = svo sem, sama sem, einnig stundum notað fyrir sem sagt. Annars er ég alfarið á móti skammstöfunum, þetta var sniðugt þegar fólk skrifaði með fjöður og bleki en í dag er þetta algjör óþarfi ![]() SMS? |
Author: | Danni [ Tue 30. Mar 2010 21:47 ] |
Post subject: | Re: Rifrildi um notkun s.s |
Ég ætlaði að kjósa að græna væri rétt og var of fljótur á mér, las ekki valmöguleikina heldur valdi bara neðri þar sem græna er neðra. Svo ég kaus óvart að blátt er rétt, eitt atkvæði er hægt að fjarlæga þaðan ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |