bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smá kennsla í mössun
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=43909
Page 1 of 3

Author:  98.OKT [ Mon 29. Mar 2010 22:57 ]
Post subject:  Smá kennsla í mössun

Ég ætla nú að byrja á því að taka það fram að ég tel mig ekki vera neinn sérfræðing í mössun, en ég er þó búinn að massa nokkra tugi bíla og kominn með smá þjálfun í þessu :)

Eitt sem menn verða að spurja sig að áður en þeir byrja er, hvort vil ég hafa bílinn svo góðann að hann sé tilbúinn á sýningu, eða bara að hann verði mun betri, en samt með kannski eitthvað af smárispum eftir, því að lakk er sprautað í bylgjum, og það er ekki að ástæðulausu. En það er til þess að bíllinn eigi erfiðara með að fá sjáanlegar rispur við að strúka yfir þá eða rekast aðeins í þá.
Þegar maður massar, þá auðvitað minnka bylgjurnar og bíllinn verður viðkvæmari fyrir snertingu. þannig að ef maður ætlar að massa slappt lakk það mikið að það verði alveg flawless, að þá er hætta á að lakkið verði alveg slétt, og lakkið verður það viðkvæmt á eftir að það getur rispast við minnsta áreiti :shock:

En það fyrsta sem menn þurfa helst að gera (fyrir utan auðvitað að þrífa bílinn vel), er að teipa með málningarteipi yfir ómálaða lista og aðra plastfleti, og einnig vefja rúðuþurrkurnar með dagblaði eða einhverju því það getur verið hundleiðinlegt að þrífa þær eftir að massaslettur hafa farið á þær. Sumir teipa líka yfir ljós, en ég geri það reyndar ekki þar sem maður á ekki að geta skemmt þau neitt ef maður bara passar sig aðeins í kringum þau.

Það sem maður getur mögulega þurft til að geta massað (fer eftir ástandi lakks), er: þrjár gerðir af púðum, s.s ullarpúði (fyrir grófa massann), hvítur og mjög stífur púði (hann er fyrir milligrófa massann), og svo svartur púði sem er mjög mjúkur (fyrir fínasta massann).
Svo eru auðvitað til margar tegundir af massa, en í mínu tilfelli notast ég alltaf við Farcéla blautmassann frá Poulsen. En þeir heita 6g rapid ultra (hann er grófastur), svo 3g (hann er milligrófur), og svo 10g Finishing polish (hann er fínastur)

Svo er það massarokkurinn, það er æskilegast að vera með rokk sem hægt er að stilla hraðann á, þar sem að of mikill hraði getur ofhitað lakkið og þá fer glæran í fokk, og auðvelt er að fara bara hreinlega í gegnum lakkið :thdown: Ráðlagður snúningur er frá 1500-2300 (fer eftir grófleika massans.
Svo þarf maður að hafa úðabrúsa til að geta úðað vatni passlega á lakkið, og aðeins á sjálfann púðann, en það er ekki gott að hafa of mikið vatn þar sem það er ekkert mjög spennandi að verða drullugur uppfyrir haus (þó er það mjög erfitt að fá ekkert á sig þegar notast er við blautmassa)

Það sem best er að gera til að fá bestu nýtinguna á massanum og lágmarka sóðaskapinn, er að úða létt yfir þann flöt sem maður ætlar að taka (best auðvitað að taka bara einn hlut í einu, t.d eina hurð í einu eða e.h) setja svo hæfilegt magn af massa í púðann og nudda honum létt yfir flötinn án þess að hafa vélina í gangi. Svo þegar búið er að dreifa honum jafnt yfir, þá er bara að byrja, og passa sig vel á því að fara ekki hratt yfir, einfaldlega vegna þess að þá nær maður ekkert að slípa lakkið, og hætta er á að maður búi bara til nýja rispuhringi. Oft þarf maður að fara þrisvar til fjórum sinnum yfir sama flötinn ef lakkið er illa farið, en best er að fara t.d tvisvar þversum, og svo þegar búið er að gera það við allann flötinn, að fara þá tvisvar langsum yfir.s.s í +

Hérna koma tvö dæmi

Þetta er Benz sem ég tók í gegn fyrir frænda minn, og eins og sjá má, að þá var lakkið orðið ansi ljótt á honum :o

Fyrir
Image

eftir
Image
Image

Svo er það kagginn minn

Fyrir
Image
Image

eftir
Image
Image
Image

Í fyrra dæminu var lakkið mjög slæmt, og notaðist ég þá við grófa massann og ullarpúðann fyrst, og á hraðinn helst að vera í 1500 snúningum en er þó í lagi að fara í 1800 snúninga, og fór svo vel yfir með fína massanum og svarta mjúka púðanum,en þá er í lagi að fara í 2300 snúninga þó best sé að byrja aðeins hægar, og koma það bara mjög vel út.
En í seinna dæminu, þá notaði ég bara milligrófa massann og hvíta stífa púðann, og hraðinn var í kringum 2000 snúninga, en til að þetta verði 100% eins og ég vil, að þá er gott að fara yfir með mjúka púðanum og fína massanum ( ég hafði bara ekki meiri tíma í þetta skiptið)

Það er nánast ómögulegt að massa án þess að það fari massi inní raufar og aðrar misfellur svo að það er mjög gott að hafa háþrýstidælu við höndina til að smúla þann skít í burtu.
En til að þrífa massann af bílnum hef ég stundum notað tjöruhreinsi til að hann verði lausari, og svampþvæ svo bílinn, og smúla svo af honum í lokin.
En það getur oft verið massaskí á bílnum þrátt fyrir allt þetta, en ef það er ekki of mikið að þá fer það bara á sama tíma og maður þrífur bónið af bílnum (maður verður ALLTAF að bóna bílinn eftir mössun þar sem það fer auðvitað öll vörn af lakkinu)

En í lokin að þá verð ég bara að segja að æfingin skapar meistarann, og ef maður hefur gaman af þessu, þá er maður fljótur að fá tilfinninguna fyrir þessu, :wink: menn verða bara að passa að fara ekki of hratt yfir (til að ná að massa eitthvað í burtu og búa ekki til nýja rispuhringi), og einnig að fara ekki of hægt (til að ofhita ekki lakkið) :shock:

Ég vona bara að einhver geti notfært sér eitthvað af þessum upplýsingum, og ef menn vilja bæta einhverju við þetta eða spurja nánar útí þetta, þá er bara um að gera að pósta því hérna, enda getur vel verið að ég sé að gleyma einhverju :D

kv,

Author:  SteiniDJ [ Mon 29. Mar 2010 23:10 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

Þakka fyrir þetta writeup, ætla að lesa þetta á morgun. :)

Author:  siggir [ Tue 30. Mar 2010 00:19 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

Frábær grein! :thup:

Alveg magnað hvað er hægt að bjarga döpru lakki með því að massa það. Hvað ertu lengi með heilan bíl?

Author:  Sleeping [ Tue 30. Mar 2010 01:06 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

frábær árangur færð stórt ímyndað knús frá mér :thup:

Author:  98.OKT [ Tue 30. Mar 2010 07:47 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

hehe takk :oops:

T.d með Benzinn, að þá tók hann um 7 tíma með öllu, en BMWinn ca 4, en hefði verið 1.5 tíma lengur ca. ef ég hefði haft tíma :wink:

Author:  kelirina [ Tue 30. Mar 2010 08:41 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.

t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?


kv.
Ólafur Þór

Author:  Zed III [ Tue 30. Mar 2010 14:33 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

flottur árangur, svaka munur.

Author:  98.OKT [ Tue 30. Mar 2010 17:43 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

kelirina wrote:
flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.

t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?


kv.
Ólafur Þór



Já það er alveg satt að það eru nokkrar grunnreglur hvað lakkgerð og glæru varðar, en ef Jón útí bæ ætlar að fara að massa sjálfur, þá segir það sig sjálft að hann er ekki með græjur til að mæla þykkt lakksins eða með þekkingu á því sviði, en að mæla hversu þykk glæran er, er ekki hægt samkvæmt þeim niðrí Málningarvörum og í Poulsen, svo ég veit ekki hvaða aðferð þú notar til þess :o

Og hvað varðar mössunartímann, að þá eru 4 tímar jú í það styðsta, enda tók ég það fram að ég hafi ekki náð að klára hann alveg eins og ég vil sökum tímaleysis, en það að vera mikið lengur en 7 tíma með meðal fólksbílastærð er eitthvað sem ég get ekki séð hvernig sé hægt, nema vera bara í algjöru dútli og taka MARGAR pásur inná milli, eða vera hreinlega að massa lakkið of mikið sem gerir það jú voða flott og fínt, en gerir það þá líka mikið viðkvæmara.
Og inní þessum tíma er ekki að þrífa hann að innan eða utan fyrir mössunina, þetta er BARA mössunin og bónið :wink:

Svo er sýnilegi árangurinn ágætis staðfesting á að þetta er EKKI óvönduð mössun, enda er lakkið orðið eins og nýtt á báðum þessum bílum, sem og öllum þeim hinum sem ég hef massað, menn geta t.d labbað um sýningarsal Brimborgar og séð bíla sem ég hef massað, enda er ég búinn að gera mikið af því fyrir Brimborg seinustu tvo mánuði, og sölumennirnir þar sætta sig ekki við hálfkláruð verk :)

Author:  hjolli [ Tue 30. Mar 2010 17:59 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

þetta mætti eiginlega að vera sticky í tæknilega horninu...
mjög flott að fá svona pósta

Author:  Ívarbj [ Tue 30. Mar 2010 21:46 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

98.OKT wrote:
kelirina wrote:
flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.

t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?


kv.
Ólafur Þór



Já það er alveg satt að það eru nokkrar grunnreglur hvað lakkgerð og glæru varðar, en ef Jón útí bæ ætlar að fara að massa sjálfur, þá segir það sig sjálft að hann er ekki með græjur til að mæla þykkt lakksins eða með þekkingu á því sviði, en að mæla hversu þykk glæran er, er ekki hægt samkvæmt þeim niðrí Málningarvörum og í Poulsen, svo ég veit ekki hvaða aðferð þú notar til þess :o

Og hvað varðar mössunartímann, að þá eru 4 tímar jú í það styðsta, enda tók ég það fram að ég hafi ekki náð að klára hann alveg eins og ég vil sökum tímaleysis, en það að vera mikið lengur en 7 tíma með meðal fólksbílastærð er eitthvað sem ég get ekki séð hvernig sé hægt, nema vera bara í algjöru dútli og taka MARGAR pásur inná milli, eða vera hreinlega að massa lakkið of mikið sem gerir það jú voða flott og fínt, en gerir það þá líka mikið viðkvæmara.
Og inní þessum tíma er ekki að þrífa hann að innan eða utan fyrir mössunina, þetta er BARA mössunin og bónið :wink:

Svo er sýnilegi árangurinn ágætis staðfesting á að þetta er EKKI óvönduð mössun, enda er lakkið orðið eins og nýtt á báðum þessum bílum, sem og öllum þeim hinum sem ég hef massað, menn geta t.d labbað um sýningarsal Brimborgar og séð bíla sem ég hef massað, enda er ég búinn að gera mikið af því fyrir Brimborg seinustu tvo mánuði, og sölumennirnir þar sætta sig ekki við hálfkláruð verk :)


Flott framtak hjá þér að búa til þennan þráð.

Ertu að vinna í kópsson?

Ég hef verið að vinna í brimborg og þar eru bílarnir mjög vel massaðir og þar kemur ekki til greina að sölumennirnir taka illa þrifna/massaða bíla inn í sal.

Um að gera að koma með fleiri hint inn í þennan þráð. Þráðurinn ætti að vera sticky.

Author:  Einarsss [ Tue 30. Mar 2010 21:52 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

Flott write up! :D

Kemur að því að maður prófi þetta einhvern daginn

Author:  98.OKT [ Tue 30. Mar 2010 21:54 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

Ívarbj wrote:
98.OKT wrote:
kelirina wrote:
flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.

t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?


kv.
Ólafur Þór



Já það er alveg satt að það eru nokkrar grunnreglur hvað lakkgerð og glæru varðar, en ef Jón útí bæ ætlar að fara að massa sjálfur, þá segir það sig sjálft að hann er ekki með græjur til að mæla þykkt lakksins eða með þekkingu á því sviði, en að mæla hversu þykk glæran er, er ekki hægt samkvæmt þeim niðrí Málningarvörum og í Poulsen, svo ég veit ekki hvaða aðferð þú notar til þess :o

Og hvað varðar mössunartímann, að þá eru 4 tímar jú í það styðsta, enda tók ég það fram að ég hafi ekki náð að klára hann alveg eins og ég vil sökum tímaleysis, en það að vera mikið lengur en 7 tíma með meðal fólksbílastærð er eitthvað sem ég get ekki séð hvernig sé hægt, nema vera bara í algjöru dútli og taka MARGAR pásur inná milli, eða vera hreinlega að massa lakkið of mikið sem gerir það jú voða flott og fínt, en gerir það þá líka mikið viðkvæmara.
Og inní þessum tíma er ekki að þrífa hann að innan eða utan fyrir mössunina, þetta er BARA mössunin og bónið :wink:

Svo er sýnilegi árangurinn ágætis staðfesting á að þetta er EKKI óvönduð mössun, enda er lakkið orðið eins og nýtt á báðum þessum bílum, sem og öllum þeim hinum sem ég hef massað, menn geta t.d labbað um sýningarsal Brimborgar og séð bíla sem ég hef massað, enda er ég búinn að gera mikið af því fyrir Brimborg seinustu tvo mánuði, og sölumennirnir þar sætta sig ekki við hálfkláruð verk :)


Flott framtak hjá þér að búa til þennan þráð.

Ertu að vinna í kópsson?

Ég hef verið að vinna í brimborg og þar eru bílarnir mjög vel massaðir og þar kemur ekki til greina að sölumennirnir taka illa þrifna/massaða bíla inn í sal.

Um að gera að koma með fleiri hint inn í þennan þráð. Þráðurinn ætti að vera sticky.


Nei er að vinna í Max1 í Hafnarfirði (sem er auðvitað hluti af Brimborg) :) Eftir að ég byrjaði, þá tók ég við þessum þrifapakka þar sem ég kunni þetta, og þetta er mikill sparnaður fyrir Brimborg sem er nauðsynlegt á þessum tíma :wink:

Author:  98.OKT [ Tue 30. Mar 2010 21:56 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

Einarsss wrote:
Flott write up! :D

Kemur að því að maður prófi þetta einhvern daginn



Takk fyrir það :)
Það er um að gera að spreita sig á þessu sjálfur ef maður hefur aðstöðu til þess, þó er það frekar dýrt að kaupa allt það sem þarf til að gera þetta, en það getur borgað sig fljótt.

Author:  kelirina [ Tue 30. Mar 2010 23:02 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

98.OKT wrote:
kelirina wrote:
flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.

t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?


kv.
Ólafur Þór



Já það er alveg satt að það eru nokkrar grunnreglur hvað lakkgerð og glæru varðar, en ef Jón útí bæ ætlar að fara að massa sjálfur, þá segir það sig sjálft að hann er ekki með græjur til að mæla þykkt lakksins eða með þekkingu á því sviði, en að mæla hversu þykk glæran er, er ekki hægt samkvæmt þeim niðrí Málningarvörum og í Poulsen, svo ég veit ekki hvaða aðferð þú notar til þess :o

Og hvað varðar mössunartímann, að þá eru 4 tímar jú í það styðsta, enda tók ég það fram að ég hafi ekki náð að klára hann alveg eins og ég vil sökum tímaleysis, en það að vera mikið lengur en 7 tíma með meðal fólksbílastærð er eitthvað sem ég get ekki séð hvernig sé hægt, nema vera bara í algjöru dútli og taka MARGAR pásur inná milli, eða vera hreinlega að massa lakkið of mikið sem gerir það jú voða flott og fínt, en gerir það þá líka mikið viðkvæmara.
Og inní þessum tíma er ekki að þrífa hann að innan eða utan fyrir mössunina, þetta er BARA mössunin og bónið :wink:

Svo er sýnilegi árangurinn ágætis staðfesting á að þetta er EKKI óvönduð mössun, enda er lakkið orðið eins og nýtt á báðum þessum bílum, sem og öllum þeim hinum sem ég hef massað, menn geta t.d labbað um sýningarsal Brimborgar og séð bíla sem ég hef massað, enda er ég búinn að gera mikið af því fyrir Brimborg seinustu tvo mánuði, og sölumennirnir þar sætta sig ekki við hálfkláruð verk :)



Í fyrsta lagi þá er hægt að finna út hversu þykk glæra er á fletinum með hjálp lakkþykktarmælis. Segjum svo að venjulegt lakk frá ákv. framleiðanda sé 150míkron. Við mælingu á t.d. húddi bílsins á um 15-20 punktum eru allt frá 140-160míkron. Á glærulausum fleti t.d. í vélarsalnum þá er þykktin um 80-90míkron. Þar af leiðandi er glæran á bilinu 50-80míkron.

Varðandi mössunartíma þá eru 4 tímar eins og þú segir og er ég þér hjartanlega sammála. Sú mössun sem tekur einungis 4 klst. er einungis léttmössun eða ein umferð með fínum massa. Hjá mér tekur það að jafnaði 1klst að massa hvora hlið, rétt undir 1klst að massa húdd, einnig rétt undir 1klst. að massa þakið. Skottið og stuðararnir eru svo um 1klst. Þar má sjá að ein umferð með t.d. miðlungs massa tekur því 5klst. Því næst er eftir að fara aðra umferð yfir alla fletina aftur með fínni massa og getur það jafnvel tekið aðeins lengri tíma til vera gott en sú umferð er einnig til að ná í burtu holograms eftir grófari mössunina. Ef þörf er á ullarmössun (sem er mjög sjaldgæft) þá bætist við aðrar 4-5klst við verkið. Þar af leiðandi ætti mössun að taka 10-15klst. til að teljast ásættanleg. Mössun tekur að jafnaði um 1-10míkron.

Eitt sem ég hef rekist á er að það er allt of algengt að einstaklingar fara strax í að nota ullarpúða og grófan massa til þess að flýta fyrir verkinu. Það hefur allt of oft leitt til jafnvel verr útlitandi bifreiða þegar holograms láta sjá sig á góðviðrisdögum. Holograms er einungis hægt að ná í burtu með mössun. Reglan er því að prófa sig áfram áður en farið er á fullt í verkið með því að athuga hvaða blanda af mjúkum púða og fínum/miðlungs massa gefur þann árangur sem leitast er eftir án þess að fara í öfga.

Svo að lokum þetta með ljósmyndirnar þá get ég lofað þér að þær sýna ekki nóg fyrir og eftir verk. Ég get þar af leiðandi og mun ekki dæma verkin þín fyrr en ég hef séð þau á staðnum.

Vonandi hefur þetta gefið þér einhver svör.
kv.
Ólafur Þór

nb. ein fyrir og eftir mynd í lokin.
Image
50/50
Image
fyrir mössun
Image
2 umferðir af Meguiars 105 og 2 umferðir af Meguiars 85
Image
og loks eftir aðrar 2 umferðir af Menzerna Intensive Polish og já stóra rispan sést ekki eins mikið núna eins og fyrir mössun. Næ því miður ekki að fela hana betur með mössun þar sem hún er allt of djúp.

þessi bíll tók mig 2 daga að klára með öllu.

Author:  Steini B [ Tue 30. Mar 2010 23:11 ]
Post subject:  Re: Smá kennsla í mössun

Ívarbj wrote:
98.OKT wrote:
kelirina wrote:
flott grein en samt svo margt sem mætti koma betur fram auk nokkurra annarra atriða. 4-7 tímar með öllu er fyrir mér óvönduð mössun, sorry.

t.d er það rétt að þegar maður massa þá minkar sprautu hömrunin, eða bylgjurnar sem þú nefnir en ef bíllinn er með tveggja þátta lakk þá er það glæran sem er aðal vandamálið. Hversu þykk glæra er á fletinum? Hvernig glæra er á fletinum? Hvernig tekur hún við massanum og púðunum? Hversu mikið má vinna á fletinum til að taka hæfilega mikið af án þess að glæran verði of viðkvæm og gæti flagnað af?


kv.
Ólafur Þór



Já það er alveg satt að það eru nokkrar grunnreglur hvað lakkgerð og glæru varðar, en ef Jón útí bæ ætlar að fara að massa sjálfur, þá segir það sig sjálft að hann er ekki með græjur til að mæla þykkt lakksins eða með þekkingu á því sviði, en að mæla hversu þykk glæran er, er ekki hægt samkvæmt þeim niðrí Málningarvörum og í Poulsen, svo ég veit ekki hvaða aðferð þú notar til þess :o

Og hvað varðar mössunartímann, að þá eru 4 tímar jú í það styðsta, enda tók ég það fram að ég hafi ekki náð að klára hann alveg eins og ég vil sökum tímaleysis, en það að vera mikið lengur en 7 tíma með meðal fólksbílastærð er eitthvað sem ég get ekki séð hvernig sé hægt, nema vera bara í algjöru dútli og taka MARGAR pásur inná milli, eða vera hreinlega að massa lakkið of mikið sem gerir það jú voða flott og fínt, en gerir það þá líka mikið viðkvæmara.
Og inní þessum tíma er ekki að þrífa hann að innan eða utan fyrir mössunina, þetta er BARA mössunin og bónið :wink:

Svo er sýnilegi árangurinn ágætis staðfesting á að þetta er EKKI óvönduð mössun, enda er lakkið orðið eins og nýtt á báðum þessum bílum, sem og öllum þeim hinum sem ég hef massað, menn geta t.d labbað um sýningarsal Brimborgar og séð bíla sem ég hef massað, enda er ég búinn að gera mikið af því fyrir Brimborg seinustu tvo mánuði, og sölumennirnir þar sætta sig ekki við hálfkláruð verk :)


Flott framtak hjá þér að búa til þennan þráð.

Ertu að vinna í kópsson?

Ég hef verið að vinna í brimborg og þar eru bílarnir mjög vel massaðir og þar kemur ekki til greina að sölumennirnir taka illa þrifna/massaða bíla inn í sal.

Um að gera að koma með fleiri hint inn í þennan þráð. Þráðurinn ætti að vera sticky.

Þeir hafa nú samt afhent bíla sem eru með rispum sem nást ekki með massa án þess að segja kúnnunum frá því...
Og hylja ýmsa bletti með túss... :lol:

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/