bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Bíll á erlendum númerum með norrænu
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=43681
Page 1 of 1

Author:  Djofullinn [ Thu 18. Mar 2010 21:34 ]
Post subject:  Bíll á erlendum númerum með norrænu

Þekkir þetta einhver, ef ég fengi bíl á erlendum númerum lánaðan hjá einhverjum sem er búsettur erlendis, er ég þá að fara að lenda í einhverjum vandræðum með að koma á honum til landsins með norrænu þar sem ég er ekki skráður fyrir honum?

Author:  Bjarkih [ Thu 18. Mar 2010 22:14 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Hringdu bara í tollin eða umferðarstofu held að það sé öruggast að spyrja þar.

Author:  Djofullinn [ Thu 18. Mar 2010 22:23 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Bjarkih wrote:
Hringdu bara í tollin eða umferðarstofu held að það sé öruggast að spyrja þar.

Jebbs ætla að gera það á morgun ef enginn veit þetta hérna :D

Author:  Alpina [ Thu 18. Mar 2010 22:29 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Þér verður ekki hleypt inn í landið ..

kannski eru undanþágur vegna viðgerða ,, slys, eða dauði,

en þetta væri slíkt misnotað.. eins og þetta tilfelli er væntanlega :lol: :lol: :lol:

kannaði þetta ,, þeas með tímabundið akstursleyfi osfrv,

það kom þvert nei frá TOLLINUM ,, og þeir voru vægast sagt ,, fúlir í tilsvörum

segjum sem svo að þú eigir Pagani ZONDA erlendis ,, osfrv

þá þyrftir þú eflaust að fá Bílaumboð til að aðstoða þig,, t.d vegna bílasýningar ,, og kannski bara mjög tímabundið dvalarleyfi..

þetta er vonlaust case,, ég reyndi allar leiðir ,, en allt í strand :thdown: :thdown:

Author:  sindrib [ Fri 19. Mar 2010 01:07 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

ég fór með bíl systur minnar út.. no prob, og hann er ennþá úti fór með hann í ágúst

Author:  ///M [ Fri 19. Mar 2010 01:18 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

sindrib wrote:
ég fór með bíl systur minnar út.. no prob, og hann er ennþá úti fór með hann í ágúst


Ég fór einmitt út í búð áðan.. no prob bara

Author:  sindrib [ Fri 19. Mar 2010 03:27 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

///M wrote:
sindrib wrote:
ég fór með bíl systur minnar út.. no prob, og hann er ennþá úti fór með hann í ágúst


Ég fór einmitt út í búð áðan.. no prob bara

það sem ég átti við að ég var ekkert stöðvaður í tollinum þarna smart ass :roll:

Author:  Zed III [ Fri 19. Mar 2010 08:43 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

///M wrote:
sindrib wrote:
ég fór með bíl systur minnar út.. no prob, og hann er ennþá úti fór með hann í ágúst


Ég fór einmitt út í búð áðan.. no prob bara


:D

Author:  Jss [ Fri 19. Mar 2010 10:34 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

sindrib wrote:
///M wrote:
sindrib wrote:
ég fór með bíl systur minnar út.. no prob, og hann er ennþá úti fór með hann í ágúst


Ég fór einmitt út í búð áðan.. no prob bara

það sem ég átti við að ég var ekkert stöðvaður í tollinum þarna smart ass :roll:


Það sem hr. Djöfull er að hugsa, skv. textanum hans, er að koma með bíl á erlendum númerum hingað til lands, ekki að fara með bíl út á íslenskum númerum. ;)

Author:  Geirinn [ Fri 19. Mar 2010 20:43 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Ég og vinur minn vorum stoppaðir í Mónakó... það hjálpaði að hann var skráður sem meðeigandi á bílnum.. "landamæra"löggimann langaði rosalega að vita hver væri skráður fyrir bílnum, en náði ómögulega að skilja íslensku nafnahefðina, og hvort vinur minn væri í raun skildur eiganda bílsins...

"Excuse me sir, I am a co-owner of the car *bend*"

Hann skráði sig sem meðeiganda sérstaklega fyrir ferðina og það borgaði sig...

Author:  Alpina [ Sat 20. Mar 2010 11:50 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Geirinn wrote:
Ég og vinur minn vorum stoppaðir í Mónakó... það hjálpaði að hann var skráður sem meðeigandi á bílnum.. "landamæra"löggimann langaði rosalega að vita hver væri skráður fyrir bílnum, en náði ómögulega að skilja íslensku nafnahefðina, og hvort vinur minn væri í raun skildur eiganda bílsins...

"Excuse me sir, I am a co-owner of the car *bend*"

Hann skráði sig sem meðeiganda sérstaklega fyrir ferðina og það borgaði sig...


Íslenzkur ríkisborgari með Íslenzkt ríkisfang getur ekki ekið um á bíl með erlendri skráningu,, þeas flutt inn bíl með erlenda skráningu og verið mega heitur á rúntinum


HÉRLENDIS

nema gegn sérstakri undanþágu....

T.D. gæti bíllinn farið með Norrænu,, og skráður eigandi gæti sent tollayfirvöldum beiðni ((allir pappírar þyrftu að vera með skráningaskirteini osfrv.)) og óskað eftir að einhver myndi sækja bílinn fyrir sig á Seyðisfjörð ((umboð og allt það ferli )) og æki til Reykjavíkur þar sem ,, sú orsök sem hann tilgreinir ,, að hann gæti ekkið verið um borð í dallinum osfrv.

Ég sé ekkert til fyrirstöðu um slíkt,, ef tollayfirvöld, hefðu áhuga á að liðka fyrir slíku ..

en annars er það bara 5600300

Author:  Bjarkih [ Sat 20. Mar 2010 16:15 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Ég var með 540 á sænskum númerum fyrir nokkrum árum yfir sumar en þá var ég með lögheimili í Svíþjóð. Þurfti að endurnýja akstursheimild reglulega.

Author:  Djofullinn [ Sat 20. Mar 2010 18:31 ]
Post subject:  Re: Bíll á erlendum númerum með norrænu

Samkvæmt tollinum þarf maður að vera búinn að vera með skráð lögheimili erlendis í meira en ár til þess að fá að koma með bíl á erlendum númerum til landsins.
Eingöngu skráður eigandi eða maki hans má koma á bílnum til landsins.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/