bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Tjöruþrif á bílum https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=43653 |
Page 1 of 1 |
Author: | FrikkiGaur [ Wed 17. Mar 2010 21:05 ] |
Post subject: | Tjöruþrif á bílum |
sælir drengir.. mig langaði að tékka hvort þið hefðuð heyrt að tjöruþvó bíla með steinolíu og volgu vatni? 20lítra af volgu vatni og síðan "bolla" af steinolíu? þrífa með svamp og láta standa í smá tíma og þurka með vaskaskinni. karl sem er að vinna með mér hefur tröllatrú á þessu og hefur bara gert þetta í 15ár einusinni í mánuði.. ég er skeptískur á þetta en langar samt sem áður að prufa þetta, veit ekki afhverju. en hafið þið heyrt um þetta? kveðja FrikkiR |
Author: | . [ Wed 17. Mar 2010 21:07 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
fínt ef þú villt lykta eins og bensínstöð |
Author: | JonHrafn [ Wed 17. Mar 2010 22:17 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
Virkar fínt .. og ég hef séð þetta notað á steypubíla og vörbíla.. En aldrei myndi ég smella þessu á heimilsibílinn útaf lykt. |
Author: | Lindemann [ Wed 17. Mar 2010 22:24 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
ég hef prófað að nota blöndu af steinolíu og uppþvottalegi....það virkar fínt og það verður engin steinolíubræla af bílnum á eftir ef maður sápuþvær hann eftir þetta |
Author: | crashed [ Thu 18. Mar 2010 18:11 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
bara svo að þið vitið það að þá er tjöru hreynsir sama og steinolía sem þið kaupið útí búð bara búið að bæta við smá ilm efni sápu og glans efnum í steinolíuna, vinn við að blanda þeta |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 18. Mar 2010 18:12 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
Notaði oft eitthvað svona á vörubíl sem ég var að vinna á... en ekki mundi ég þora að nota þetta á E30 ![]() einnig notaði ég uppþvottasápu og það glansaði alveg fáránlega vel ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Thu 18. Mar 2010 18:51 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
Uppþvottalögur er samt algjört no no á bíla hef ég heyrt. |
Author: | Jón Ragnar [ Thu 18. Mar 2010 19:02 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
SteiniDJ wrote: Uppþvottalögur er samt algjört no no á bíla hef ég heyrt. Dugar fínt á trukka ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Thu 18. Mar 2010 19:14 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
John Rogers wrote: SteiniDJ wrote: Uppþvottalögur er samt algjört no no á bíla hef ég heyrt. Dugar fínt á trukka ![]() Það er auðvitað allt annað mál. ![]() |
Author: | beggi702 [ Sat 20. Mar 2010 20:55 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
eithverstaðar heyrði ég að það ætti miklu frekar að nota olíuhreinsir heldur en tjöruhreinsir þegar maður er að þrífa bíla útaf því að tjóruhreinsirinn ætti víst að skilja eftir sig eithverja fitu húð sem væri ekki góð uppá það að fara að bóna bílinn ???? hvað vitið þið um þetta ? |
Author: | SteiniDJ [ Sat 20. Mar 2010 21:50 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
beggi702 wrote: eithverstaðar heyrði ég að það ætti miklu frekar að nota olíuhreinsir heldur en tjöruhreinsir þegar maður er að þrífa bíla útaf því að tjóruhreinsirinn ætti víst að skilja eftir sig eithverja fitu húð sem væri ekki góð uppá það að fara að bóna bílinn ???? hvað vitið þið um þetta ? ÉG héld að tjöruhreinsir æti bara upp bónhúðina sem er á, ekki þá sem þú kemur til með að setja á. Tjöruhreinsirinn frá Undra er mega góður annars, unninn úr dýrafitu. |
Author: | gardara [ Sat 20. Mar 2010 22:52 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
Ef þú bónar bílinn nógu oft og skolar af honum inn á milli... Þá er hægt að sleppa því að nota tjöruhreinsi. |
Author: | Maggi B [ Mon 22. Mar 2010 14:11 ] |
Post subject: | Re: Tjöruþrif á bílum |
hvernig færðu það út, ertu að tala um að bóna af honum tjöruna þá, myndi ekki vera að mæla mikið með því að nudda sandfyllta tjöru af bílnum með klút |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |