bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 08. May 2025 21:46

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 
Author Message
 Post subject: ég vil kauphækkun
PostPosted: Mon 01. Mar 2010 00:50 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Mon 27. Oct 2008 19:23
Posts: 148
BRÉF FRÁ HR. TYPPI

Ég, herra Tippi, fer hér með fram á kauphækkun með meðfylgjandi rökstuðningi:

Starf mitt felst í miklu líkamlegu erfiði.Ég vinn oft á miklu dýpi. Ég tek áhættuna af því að reka hausinn inn fyrst í öllum verkum sem ég geng í.Ég fæ ekki frí um helgar eða á hátíðisdögum. Ég vinn við rakamettaðar aðstæður Ég fæ ekki borgað fyrir yfirvinnu. Ég vinn á dimmum vinnustað með lélega loftræstingu. Ég vinn við mjög hátt hitastig. Það kemur fyrir að ég er krafinn um að vinna í bakgarðinum sem mér finnst ekki þrifalegasti staður í heimi. Ég er iðulega krafinn um vinnuframlag þótt allir sjái að ég er verulega slappur. Mér er skipað að fara ítrekaðar ferðir inn á þennan dimma og raka vinnustað þótt allir viti að það endar alltaf með því að ég kasta upp. Starf mitt gerir mig berskjaldaðan gagnvart hættulegum sjúkdómum.

Virðingarfyllst: Hr. Tippi


SVAR FRÁ STJÓRN:

Kæri Hr. Tippi
Eftir að hafa metið beiðni þína og farið yfir þau rök sem þú leggur fram hefur stjórnin ákveðið að hafna beiðni þinni af eftirtöldum ástæðum:

Þú vinnur aldrei í 8 tíma samfellt. Þú fellur iðulega út af og sofnar í vinnunni, jafnvel eftir mjög stuttar vinnulotur. Þú hlýðir ekki alltaf skipunum stjórnandans. Þú heldur þig ekki alltaf á þínum vinnustað og það hefur oft sést til þín við að heimsækja aðra vinnustaði. Þú tekur aldrei frumkvæðið, það þarf iðulega að troða þér inn á vinnustaðinn til að þú farir að vinna. Það hefur oftar en ekki komið fyrir að þú átt í erfiðleikum með að komast í gang í vinnunni, og þarft þá á fullmikilli handleiðslu að halda. Þú roðnar alltaf þegar þú ert beðinn að vinna. Þú hefur jafnvel mætt til vinnu með ostaslettur á hálskraganum. Þú skilur frekar subbulega við vinnustaðinn þegar þinni vakt lýkur. Þú ferð ekki alltaf eftir öryggisreglum eins og t.d. þeim að vera í réttum hlífðarfatnaði við vinnu. Það vita það allir að þú munt láta af störfum löngu áður en þú verður 65 ára. Þú getur ekki unnið tvöfaldar vaktir. Þú átt það til að yfirgefa vinnustaðinn áður en þú hefur lokið því verkefni sem fyrir þig var lagt. Og eins og allt þetta sé ekki nóg, þá er því við að bæta að þú hefur þráfaldlega sést á sífelldu rápi inn og út af vinnustaðnum,berandi tvo mjög grunsamlega poka.

Virðingarfyllst: Stjórnin

_________________
bmw touring Design Edition e30 '93 (uppgerð)
bmw touring e30 '88 (partabill)
camaro iroc-z (uppgerð)
nissan patrol '93 ( uppá fjöllum)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ég vil kauphækkun
PostPosted: Sat 06. Mar 2010 19:47 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Mon 17. Aug 2009 13:09
Posts: 731
hahah þessi er mjög góður :thup:

_________________
Ómar Ingi
Sími: 846-1534

Bílarnir mínir:
BMW E34 M5 3.8
BMW E30 325 90' "S50B32"
BMW E30 Cabrio 89' M20B25 Turbo
BMW E36 316 M-Tech
BMW E36 M3


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject: Re: ég vil kauphækkun
PostPosted: Mon 08. Mar 2010 20:54 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Thu 09. Jul 2009 23:06
Posts: 100
Location: Akureyri
Gamall og góður þessi :lol: :thup:

_________________
Sigurjón Sigurjónsson '77
Dodge Dakota Sport '97 5,2 Daily driver
Husqarna TE 450 '07 (Enduro og Supermoto)
Subaru Leggjasig Wagon. '97
Subaru Leggjasig Wagon. '90


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 3 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 33 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group