Þú getur keyrt niður Ítalíu og tekið bát frá Bari eða Brindisi yfir til Igoumenitsa í Grikklandi, það virkar fínt, .. skemmtileg lífsreynsla að sigla þar yfir.. við fórum frá Bari og bókuðum miðann í bátinn fyrir okkur og bílinn á netinu.
Svona sleppurðu amk. við þessi VISA-issue lönd..
Ef þú ætlar að keyra í Grikklandi þá mæli ég með því að þú uppfærir kortið í GPS tækinu ... þeir eru búnir að gera heavy betrumbætur á vegakerfinu hjá sér síðustu ár, og í okkar tilviki vorum við ýmist að keyra í "loftinu" eða á vegum sem voru ekki til í tækinu.
P.S. Þú ert alltaf lengur að fara en þú gerir ráð fyrir og ég myndi áætla að þú myndir keyra meira en þú gerir ráð fyrir líka, sérstaklega ef þú ætlar að covera svona langa leið og þú mátt g.r.f. €100-200 í vegtolla (aðra leið).
Bensínið kostar €1.5-ish lítrinn, ódýrara eftir því sem þú ferð sunnar. Við enduðum í Makedóníu og þar kostaði lítrinn um 1 EUR (60 denara) en það er kannski ekki marktækt. Ætli ég myndi ekki reikna með €1.6 EUR eða jafnvel ögn hærra, just to be safe.. Við fórum í ferðina í desember 2009 svo ekki taka tölurnar,, of alvarlega.
Eins og Bimmer segir, græna kortið sem þú færð útgefið hjá tryggingarfélaginu þínu áður en þú ferð, hefur að geyma lista yfir lönd sem þú hefur leyfi til að aka í undir þeirra tryggingu. Athugaðu líka að lánafyrirtækin eru ekkert gríðarlega hress yfir því að maður fari á bíl sem er með láni. Mæli með að þú skoðir það fyrst ef þú ert í svoleiðis stöðu... og spáir svo í ferðaplönum

Gæti skrifað meira, en ég læt þetta duga í bili.
edit: Óþarfi hjá mér að quota fyrsta póstinn
