Sælir, nú er maður loksins búinn að fá sér bíl og þó að þetta sé ekki BMW þá skelli ég smá upplýsingum um hann hér.
Ég keypti mér Toyota MR2 Spyder árgerð 2000 ekinn 41 þúsund km.
Bíllinn er silfurlitaður tveggja dyra blæjubíll með hörðum topp. Ég tók hann að sjálfsögðu beinskiptan en í staðin þurfti ég að fórna leðurinnréttingunni því að flestir leðruðu bílarnir eru með SMT rafstýrðri skiptingu sem er ekkert spennandi að mínu mati. En það er samt allt í góðu, minn er með svörtum og gráum körfustólum
Þó að þessi bíll virki ótrúlega lítill er hann mjög rúmgóður og fyrir mann eins og mig er það fyrir öllu (195 sm+ og 95 kg+)

Bíllinn er 3,8 m á lengd, 1,7 m á breidd og aðeins 1,2 m á hæð.
Það er fínn kraftur í þessu, bíllinn er 975 kg og 143 hestöfl. Þetta gerir 7 kg / hö sem er alveg ásættanlegt. Togið er 170 nm við 4400 snúninga. Gefinn upp 7,9 í hundraðið. Hámarkshraði er 210.
Vélin er 1,8 lítra VVT-i miðjuvél sem er ansi skemmtilegt, þar sem bíllinn er afturhjóladrifinn með driflæsingu(LSD)
Ég fékk með honum glæný Nokia 205/55 R 16 heilsársdekk sem eru fín. Stefnan er að kaupa almennileg dekk í sumar og jafnvel nýjar BBS felgur. Minn er ekki á orginal felgum heldur einhverjum 16 tommu Racing felgum sem var víst einhver aukabúnaður á sínum tíma en hinar bílarnir eru held ég allir á 15 tommu Toyotafelgum.
Eyðslan á þessu er ekki neitt skv. bæklingnum er hún gefin upp 7,4 l/ 100 km. En miðað við minn þunga bensínfót er þetta um 10 lítrar á hundraðið.
Búnaðurinn í mínum bíl er eftirfarandi
14" loftkældir diskar að framan og aftan
ABS
Tveir Airbag
Fjarstýrðar samlæsingar
Rafmagn í speglum
Hægt að læsa bæði húddi og bensínloki með lykli inní bílnum( Nauðsynleg ef maður ætlar að skilja hann eftir topplausan)
Körfustólar
16 tommu álfelgur
Álpedalar
Leðurstýri
Cd og 4 hátalarar
Rafdrifnar rúður
Spoiler
Aflstýri
Rafdrifið loftnet
Svört blæja og samlitur harður toppur
Hér eru einhverjar myndir sem voru teknar í myrkri( frekar lélegar), set inn nýjar myndir fljótlega.
http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/syn ... r2+toy.jpg
http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/syn ... 2+toy2.jpg
http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/syn ... 2+toy4.jpg
_________________
BMW X3 M tech (F25) árg. 2015
VW Golf MK 3,5 cabriolet árg. 2001
Porsche 911 SC árg. 1980
Porsche 924 árg. 1982
Porsche 928 S4 árg. 1991
Nikolai Smolenski wrote:
Buy a Ferrari and you become a member of a club. Buy a TVR and you remain an individual