IceDev wrote:
Einsii wrote:
Úff.. 200 kall af á einu og hálfu ári á vél sem er alls ekkert outdated einsog margar verða mjög fljótt.
Já og viðbót í sambandi við ábyrgð þá er hún ekki að verða búin hún er hálfnuð. Það er 3 ára ábyrgð á Dell

Og þessi tiltekna vél með nýtt móðurborð, skjákort, kælielement og nýjum skjá, ágætis díll það. (Eina sem var eitthvað að var skjárinn, hann átti það til að flökta, hitt var bara EJS að standa sig vel í að reyna að fá vélina til að virka með upptökubúnaði.)
Skiljanlegt að þú sért svekktur yfir svona hrikalegum afföllum á vélum. Staðreyndin er bara sú að EJS leggja mikið á sínar vörur og þrátt fyrir að þú borgar hátt verð þá skilar það sér enganvegin í endursölu
Þegar að vél sem kostar 149 þúsund er að outperforma vélina þína á nær öllum sviðum ásamt því að vera ný og með lengri ábyrgð þá myndi ég ekki segja að verðið sem ég setti hér fram áðan væri í fjarri lagi
Ég óska þér hinsvegar lukku með að selja hana og vonandi færðu meira en ég áætlaði

EJS Gætu já hafa haft mikið uppúr sölunni á vélinni minni, en þeir hafa svosem ekkert breytt því í dag.
Þannig að sá sem ætlar að kaupa sér dell í dag þarf að borga jafnmikið yfirverð eins og ég gerði á sýnum tíma, ef það er rétt.
Það eru góðar líkur á að einhver sé að velta fyrir sér að fá sér Dell vél enda eru þetta pottþétt lang söluhæstu vélarnar á íslandi, og fyrir hann getur það verið mjög góður díll að annaðhvort sleppa 400þúsund króna vélinni og kaupa mína á tæplega helminginn af því, eða halda sig við þá upphæð sem hann ætlaði að setja í nýja og kaupa frekar mína og fá þannig töluvert öfluga vél.
Það er bara einfaldlega þannig að tölvur hafa eins og allt annað hækkað mjög mikið í verði og maður er í raun að fá minna fyrir hverja krónu í dag, þessgvegna er maður ekki að kaupa nýjustu og flottustu tækni einsog fyrir nokkrum árum í tölvum heldur stoppar við ákveðið verð og þessvegna er ekki sami geðveiki hraðinn á nýjustu tækni og vélar á þokkalegu verði eru bara með meðal innvols.
Já og með að þessi Asus outperformi vélina mína á nær öllum sviðum þá er ég bara löngu hættur að treista svoleiðis fyrr en ég sé það gerast, eins og ég sagði tölur á blaði seigja ekki allt.

Svo kemur kanski að því að ég verð að bíta í það súra epli að það marg borgi sig fyrir mig að eiga vélina og punga öllu út fyrir macanum, Því að selja þetta öfluga vél fyrir alltof lágt verð er auðvitað glatað, frekar að láta konuna þá bara hafa hana útaf fyrir sig í grafíkina.