bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Auglýsingatólið - Prófið apparatið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=42780
Page 1 of 3

Author:  SteiniDJ [ Thu 04. Feb 2010 00:44 ]
Post subject:  Auglýsingatólið - Prófið apparatið

Sælir.

Hér er á ferð lítið forrit sem ég kóðaði fyrir stuttu. Þetta forrit étur inn upplýsingar um bíl sem notandi er að fara að setja á sölu og gefur frá sér texta sem hægt er að setja beint inn á spjallborð. Forritið getur séð um að koma myndunum þínum á netið og sett þær inn í auglýsinguna. Ásamt því er líka hægt að minnka myndir.

Svona lítur forritið út:

Image

Og svona myndi auglýsingin koma út:

--

BMW 330ci
2001
Svartur
Aflgjafi: Bensín
2979cc - 228 hestöfl - 300 @ 3500
Skipting: Beinskipting
Ekinn 42000 mílur (67200 kílómetra).

Búnaður:

Leður
Rafmagn í sætum
Rafmagn í rúðum
Loftkæling
Digital miðstöð
Xenon
Hiti í sætum

Ástand:

Mjög gott lakk, ný dekk og nýr afturstuðari

Frekari upplýsingar:

UUC Shortshifter
H&R Swaybar
eBay flækjur
AFE Cold Air Intake
ESS ECU

Áhvílandi: 50.000 kr.
Afborganir: 32.000 kr.

Skoða skipti á dýrari og ódýrari.

Verð: 2.850.000 kr.

Hafið samband í síma 772-1234 eða í gegnum raggi@braggi.is.

- Ragnar Bragi

Image
Image
Image

--

Hægt er að nálgast forritið hér.

Spegill 1 (ÍSL) - Takk fyrir Andriii

Svona skal nota forritið:

  • Byrjið á að fylla út og velja alla viðeigandi reiti.
  • Ýtið á "Búa til auglýsingu" þegar allt það er tilbúið.
  • Ef þið viljið setja inn mynd, þá veljið hana með því að ýta á "Leita".
  • Finnið myndina ykkar og ýtið á "Upphala"
  • Ýtið á "Bæta við" eftir að auglýsing er búin til (myndirnar fara neðst)

Ef þið rekist á einhverjar villur eða fáið einhverja hugmynd, hafið þá samband við mig hér, í PM eða í gegnum steinidj@gmail.com.

Takk. :)

Author:  srr [ Thu 04. Feb 2010 00:46 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

Algjör snilld! :D

Ég er reyndar alltaf með mitt eigið form á bílaauglýsingunum mínum.....en þetta er algjör snilld hjá þér! :D

Author:  Maggi B [ Thu 04. Feb 2010 01:32 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

þetta er fáránlega sniðugt !!!!!!
einum of brilliant!
seldu l2c þetta.

Author:  kalli* [ Thu 04. Feb 2010 08:33 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

Maggi B wrote:
þetta er fáránlega sniðugt !!!!!!
einum of brilliant!
seldu l2c þetta.


:lol: :lol: :lol:

Töff forrit annars, ætti að setja þetta sjálfkrafa á svona síðum og skylda að fylla inn í allt til þess að geta fengið að pósta þessu upp.

Author:  Grétar G. [ Thu 04. Feb 2010 08:55 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

Váá þetta er snilld :D

Fynnst að það ætti að nota þetta :thup:

og þeir sem vilja setja sjálfir upp auglýsingu þyrftu þá bara að senda á admin og fá hana samþykkta..

Author:  Kristjan [ Thu 04. Feb 2010 09:42 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

Þetta er það sniðugasta sem ég hef séð á kraftinum í mörg ár.

Author:  SteiniDJ [ Thu 04. Feb 2010 10:06 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

Þakka það, gaman að fikta við þetta. :) Ef þið eruð með einhver comment um hvað mætti bæta og gera betur þá væri ég mikið til í að heyra í ykkur.

Author:  gardara [ Thu 04. Feb 2010 10:21 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

SteiniDJ wrote:
Þakka það, gaman að fikta við þetta. :) Ef þið eruð með einhver comment um hvað mætti bæta og gera betur þá væri ég mikið til í að heyra í ykkur.



Tengja myndafídusinn við t.d. imageshack.us? Svo að hann uploadi myndunum líka.

Í hverju er þetta annars skrifað?

Author:  Aron Fridrik [ Thu 04. Feb 2010 10:21 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

þvílík snilld :thup: :thup: :thup:

Author:  SteiniDJ [ Thu 04. Feb 2010 10:23 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

gardara wrote:
SteiniDJ wrote:
Þakka það, gaman að fikta við þetta. :) Ef þið eruð með einhver comment um hvað mætti bæta og gera betur þá væri ég mikið til í að heyra í ykkur.



Tengja myndafídusinn við t.d. imageshack.us? Svo að hann uploadi myndunum líka.

Í hverju er þetta annars skrifað?


Það væri ekki vitlaust, er þó ekki alveg með það á hreinu hvernig ætti að gera það. Annars er þetta C#.

Author:  arnir [ Thu 04. Feb 2010 11:24 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

gera int að double til að það sé þægilegra að lesa verð

Author:  SteiniDJ [ Thu 04. Feb 2010 11:29 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

arnir wrote:
gera int að double til að það sé þægilegra að lesa verð


Ætlaði að setja upp int/double með currency endingu. Kom því bara ekki í verk í gær. :)

Author:  Thrullerinn [ Thu 04. Feb 2010 11:32 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

SteiniDJ wrote:
arnir wrote:
gera int að double til að það sé þægilegra að lesa verð


Ætlaði að setja upp int/double með currency endingu. Kom því bara ekki í verk í gær. :)



Ekkert annað en :thup:

Author:  Bui [ Thu 04. Feb 2010 15:49 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

[B ] og [/ B] þarna neðst í forritinu sem þú bjóst til og efst, það er ekki að virka

Author:  SteiniDJ [ Thu 04. Feb 2010 15:54 ]
Post subject:  Re: Auglýsingageneratorinn minn

Bui wrote:
[B ] og [/ B] þarna neðst í forritinu sem þú bjóst til og efst, það er ekki að virka


Hmm, skil ekki alveg hvert þú ert að fara. Sýnist öll bold tögg virka eins og þau eiga að gera.

Annars er ég að klára að bæta við resize + Imageshack upload fítus fyrir myndir vistaðar á tölvu. Það er reyndar ekki mín "hönnun", en þó open source svo það ætti að vera í lagi að nota það.

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/