Sælir.
Hér er á ferð lítið forrit sem ég kóðaði fyrir stuttu. Þetta forrit étur inn upplýsingar um bíl sem notandi er að fara að setja á sölu og gefur frá sér texta sem hægt er að setja beint inn á spjallborð. Forritið getur séð um að koma myndunum þínum á netið og sett þær inn í auglýsinguna. Ásamt því er líka hægt að minnka myndir.
Svona lítur forritið út:

Og svona myndi auglýsingin koma út:
--
BMW 330ci2001
Svartur
Aflgjafi: Bensín
2979cc - 228 hestöfl - 300 @ 3500
Skipting: Beinskipting
Ekinn 42000 mílur (67200 kílómetra).
Búnaður:Leður
Rafmagn í sætum
Rafmagn í rúðum
Loftkæling
Digital miðstöð
Xenon
Hiti í sætum
Ástand:Mjög gott lakk, ný dekk og nýr afturstuðari
Frekari upplýsingar:UUC Shortshifter
H&R Swaybar
eBay flækjur
AFE Cold Air Intake
ESS ECU
Áhvílandi: 50.000 kr.Afborganir: 32.000 kr.Skoða skipti á dýrari og ódýrari.
Verð: 2.850.000 kr.Hafið samband í síma 772-1234 eða í gegnum
raggi@braggi.is.
- Ragnar Bragi



--
Hægt er að nálgast forritið
hér.
Spegill 1 (ÍSL) - Takk fyrir AndriiiSvona skal nota forritið:
- Byrjið á að fylla út og velja alla viðeigandi reiti.
- Ýtið á "Búa til auglýsingu" þegar allt það er tilbúið.
- Ef þið viljið setja inn mynd, þá veljið hana með því að ýta á "Leita".
- Finnið myndina ykkar og ýtið á "Upphala"
- Ýtið á "Bæta við" eftir að auglýsing er búin til (myndirnar fara neðst)
Ef þið rekist á einhverjar villur eða fáið einhverja hugmynd, hafið þá samband við mig hér, í PM eða í gegnum
steinidj@gmail.com.
Takk.
