bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Telst viðhald á bílum til heimilisverka
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=42581
Page 1 of 2

Author:  Thrullerinn [ Tue 26. Jan 2010 13:53 ]
Post subject:  Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Hef svolítið velt þessu fyrir mér, nú er maður alltaf að stússast í að þrífa, ryksuga,
sjæna, skipta um olíur, bensín og skipta um dekk og þessháttar.

Er þetta bara "okkar" verk by default eða er þetta hluti af heimilisverkum eða hvað ?

Hvað finnst ykkur?

Author:  jens [ Tue 26. Jan 2010 13:56 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Ég var einmitt að reyna að beita þessum rökum í gær heima og tel klárlega að þessi vinna sér hluti að heimilisverkunum og þar af leiðandi ætti að skiptast milli hjóna en þessi rök voru tekin frekar létt. Svona inn um annað og út um hitt.

Author:  saemi [ Tue 26. Jan 2010 14:14 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Já að sjálfsögðu telst þetta til heimilisverka.

En.... það er erfitt að útskýra tímann sem fer í þetta og fá þær til að sjá þetta sem nauðsynlegan hlut.... :lol:

Author:  Zed III [ Tue 26. Jan 2010 14:20 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Þetta telst klárlega til heimilisverka en fellur ekki innan ramman um helmingaskipti.


Það má líkja þessu við þrotabú Landsbankanns, þetta er klárlega krafa í búið en þó ekki forgangskrafa og því ólíklegt að hún fáist greidd.

Author:  fart [ Tue 26. Jan 2010 14:23 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Konan er búin að röfla mikið fyrir tímanum sem ég hef eitt undir græna, en þegar fjölskyldubíllinn bilaði um daginn á ferðalagi var hún hæstánægð með það þegar ég náði að "bjarga" honum af stað. Enda er kominn mega verkfæraskápur í skúrinn í kjölfarið og mikið betri skilningur á dellunni.

En maður getur ofgert þessu....

Author:  íbbi_ [ Tue 26. Jan 2010 17:08 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

tja, það er náttúrulega hægt að sýna fram á peningana sem heimilinu sparast við það að maður haldi bílnum við sjálfur,

að mínu mati telst þetta klárlega til heimilisverka, heimilisbíllinn er klárlega með stærri objectum sem heimilið gerir út, og því hlýtur tími og annað sem fara í vagnin að teljast heimilisverk,
fólk á oft erfitt að sja þetta ef að heimilisföðurinn hefur áhuga á bílum, alveg eins og að fjölskyldumeðlimir og ættingjar halda alltaf að maður sé algjörlega til í að laga bílin þeirra, helst fyrir ánægjuna eina, þetta er jú áhugamálið manns?

hérna áðurfyrr voru bílaviðgerðir bara eitt af því sem að heimilisföðurinn varð að læra, því að það var eina leiðin til að fjölskyldan gæti átt bíl,
fólk í dag reyndar er margt með þá grillu í hausnum að bílar eigi ekki að bila, og er svo alltaf jafn hissa í hvert skipti sem það þarf að eyða peningum í viðhald á bílnum,

Author:  Axel Jóhann [ Tue 26. Jan 2010 17:27 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

íbbi_ wrote:
tja, það er náttúrulega hægt að sýna fram á peningana sem heimilinu sparast við það að maður haldi bílnum við sjálfur,

að mínu mati telst þetta klárlega til heimilisverka, heimilisbíllinn er klárlega með stærri objectum sem heimilið gerir út, og því hlýtur tími og annað sem fara í vagnin að teljast heimilisverk,
fólk á oft erfitt að sja þetta ef að heimilisföðurinn hefur áhuga á bílum, alveg eins og að fjölskyldumeðlimir og ættingjar halda alltaf að maður sé algjörlega til í að laga bílin þeirra, helst fyrir ánægjuna eina, þetta er jú áhugamálið manns?

hérna áðurfyrr voru bílaviðgerðir bara eitt af því sem að heimilisföðurinn varð að læra, því að það var eina leiðin til að fjölskyldan gæti átt bíl,
fólk í dag reyndar er margt með þá grillu í hausnum að bílar eigi ekki að bila, og er svo alltaf jafn hissa í hvert skipti sem það þarf að eyða peningum í viðhald á bílnum,





SVO SATT.

Author:  Kristjan [ Tue 26. Jan 2010 19:51 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Þetta er eins með þá sem kunna á tölvur, fólk alltaf hringjandi (ég er sjálfur sekur um það að hafa hringt í marga vini sem kunna meira en ég) og biðjandi mann um að redda tölvunni. Oftast fyrir ekkert í staðinn.

Author:  Alpina [ Tue 26. Jan 2010 19:56 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Kristjan wrote:
Þetta er eins með þá sem kunna á tölvur, fólk alltaf hringjandi (ég er sjálfur sekur um það að hafa hringt í marga vini sem kunna meira en ég) og biðjandi mann um að redda tölvunni. Oftast fyrir ekkert í staðinn.



TÖLVUR :slap: :slap:

Author:  IceDev [ Tue 26. Jan 2010 19:57 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Kristjan wrote:
Þetta er eins með þá sem kunna á tölvur, fólk alltaf hringjandi (ég er sjálfur sekur um það að hafa hringt í marga vini sem kunna meira en ég) og biðjandi mann um að redda tölvunni. Oftast fyrir ekkert í staðinn.



AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG


Þetta....

Ég held að ég eyði meiri pening í bensín til að ferðast á milli tölvufixa heldur en ég keyri fyrir sjálfur

Author:  gulli [ Tue 26. Jan 2010 20:29 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Þetta fer nú líka soldið eftir hvernig aðstæður eru,,,

Venjuleg fjöldskylda með einn touring bíl,,,= jújú má alveg flokka bílinn með heimilishaldinu...

Ekki venjuleg fjöldskylda með einn touring og M3 eða eitthvern annan sportara sem einungis karlinn notar = touringinn er í heimilishaldinu en Sprotbíllinn á sennilegast undir höggi að sækjast :lol:

Author:  íbbi_ [ Tue 26. Jan 2010 20:57 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

hjá mér er 400E heimilisbíllinn, þannig að viðhald á honum flokkast undir "heimilisverk" þar sem heimilið fúnkerar illa án hans (segi ég,og bíllinn búnað standa bilaður úti á planií viku)

en camaroin hinsvegar telst enganveginn sem heimilis eitt eða neitt :)

Author:  SteiniDJ [ Tue 26. Jan 2010 21:04 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

IceDev wrote:
Kristjan wrote:
Þetta er eins með þá sem kunna á tölvur, fólk alltaf hringjandi (ég er sjálfur sekur um það að hafa hringt í marga vini sem kunna meira en ég) og biðjandi mann um að redda tölvunni. Oftast fyrir ekkert í staðinn.



AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGGG


Þetta....

Ég held að ég eyði meiri pening í bensín til að ferðast á milli tölvufixa heldur en ég keyri fyrir sjálfur


Ég þekki þetta mjög vel. Þessi þekkir þetta einnig afar vel!

Author:  IceDev [ Tue 26. Jan 2010 22:30 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Ég get staðfest það að þetta er 100% rétt :)

Author:  Andri Fannar [ Tue 26. Jan 2010 23:17 ]
Post subject:  Re: Telst viðhald á bílum til heimilisverka

Hahah, þetta er svo rétt. Getur verið pirrandi að vera kominn í þessa 'genius' stöðu :evil:

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/