bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Smurning
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=42477
Page 1 of 5

Author:  JohnnyBanana [ Wed 20. Jan 2010 18:33 ]
Post subject:  Smurning

nú fer að styttast í smurningu hjá mér og var að spá hvert kraftsmenn fara þá helst? besta þjónusta og verð? ég fór síðast með hann á N1 vegna þess að það var nálægast vinnuni minni, en ég var vægast sagt ekki sáttur með hvorki þjónustu né verð.

mbk

Author:  Axel Jóhann [ Wed 20. Jan 2010 18:36 ]
Post subject:  Re: Smurning

6,5 lt af olíu ltr af olíu 1680kr

Olíusía 2000kr

Smurgjald 2900

Rúðupiss 210kr líter cirka 3 lítrar




16,450kr



Komdu bara til eyja. :lol:

Author:  JohnnyBanana [ Wed 20. Jan 2010 18:50 ]
Post subject:  Re: Smurning

Axel Jóhann wrote:
6,5 lt af olíu ltr af olíu 1680kr

Olíusía 2000kr

Smurgjald 2900

Rúðupiss 210kr líter cirka 3 lítrar




16,450kr



Komdu bara til eyja. :lol:


hahaha :lol:

Author:  Jónas [ Wed 20. Jan 2010 18:53 ]
Post subject:  Re: Smurning

Kvikkfix eru held ég að auglýsa smurningu á alla helstu bíla á milli 5000-7000

http://kvikkfix.is/

Author:  gardara [ Wed 20. Jan 2010 20:30 ]
Post subject:  Re: Smurning

Gerir þetta bara sjálfur!

Author:  gunnar [ Wed 20. Jan 2010 22:26 ]
Post subject:  Re: Smurning

Ef maður hefur góða aðstöðu þá er gott að gera þetta sjálfur

Var að smyrja Toyotu tíkina mína áðan, efni var 4500 kall (5lítrar af 10w40 - loftsía - olíusía og þéttiefni á mótor (leak stopper)). (ath með afslætti)

Vinnan við þetta tekur mann svona 15 mín með smá stoppi og dútli.

Þannig fyrir mann eins og mig borgar þetta sig, þ.e.a.s sem er með marga bíla og hefur aðstöðu.

En ef ég ætti einn daily og það er einhver að gera þetta fyrir 7k (Kvikkfix) að þá myndi ég hiklaust gera það.

Author:  Axel Jóhann [ Wed 20. Jan 2010 22:40 ]
Post subject:  Re: Smurning

En hvað kostar annars venjulega smurning í rvk? Er það meira eða minna en ég listaði hér að ofan?

Author:  sh4rk [ Wed 20. Jan 2010 23:30 ]
Post subject:  Re: Smurning

Ég lét smyrja bimmann hjá mér hérna á Eskifirði því að ég gat það ekki sjálfur og það geri ég aldrei aftur því það kostaði tæpar 17000 krónur og ég skaffaði smursíuna því að hún var ekki til hjá þeim og svo bættu þeir gírolíu á gírkassann hjá mér en það á ekki að fara gírolía á kassann heldur ATF olía

Author:  gunnar [ Wed 20. Jan 2010 23:34 ]
Post subject:  Re: Smurning

17.000 :shock: :oops: :? :o

Author:  SteiniDJ [ Wed 20. Jan 2010 23:37 ]
Post subject:  Re: Smurning

Ég hef lent í 17000 króna smurningu.

Ekki nóg með það, þá var ég nýbúinn að bóna bílinn og þeir skvettu olíu út um allt. :(

Author:  Lindemann [ Wed 20. Jan 2010 23:38 ]
Post subject:  Re: Smurning

gunnar wrote:
Ef maður hefur góða aðstöðu þá er gott að gera þetta sjálfur

Var að smyrja Toyotu tíkina mína áðan, efni var 4500 kall (5lítrar af 10w40 - loftsía - olíusía og þéttiefni á mótor (leak stopper)). (ath með afslætti)

Vinnan við þetta tekur mann svona 15 mín með smá stoppi og dútli.

Þannig fyrir mann eins og mig borgar þetta sig, þ.e.a.s sem er með marga bíla og hefur aðstöðu.

En ef ég ætti einn daily og það er einhver að gera þetta fyrir 7k (Kvikkfix) að þá myndi ég hiklaust gera það.


LEAK STOP?? :shock:

er það ekki til þess eins að stífla alla smurganga?

Author:  gunnar [ Wed 20. Jan 2010 23:40 ]
Post subject:  Re: Smurning

Lindemann wrote:
gunnar wrote:
Ef maður hefur góða aðstöðu þá er gott að gera þetta sjálfur

Var að smyrja Toyotu tíkina mína áðan, efni var 4500 kall (5lítrar af 10w40 - loftsía - olíusía og þéttiefni á mótor (leak stopper)). (ath með afslætti)

Vinnan við þetta tekur mann svona 15 mín með smá stoppi og dútli.

Þannig fyrir mann eins og mig borgar þetta sig, þ.e.a.s sem er með marga bíla og hefur aðstöðu.

En ef ég ætti einn daily og það er einhver að gera þetta fyrir 7k (Kvikkfix) að þá myndi ég hiklaust gera það.


LEAK STOP?? :shock:

er það ekki til þess eins að stífla alla smurganga?


Heitir víst ekki leak stopper en þetta er til að þétta pakkdósir og slíkt.

Setur þetta með smurolíunni annað slagið ef það er að leka með pakkdós hjá þér.

Er ein að leka hjá mér sem ég næ ekki til með rífa skiptingu eða mótor uppúr og ég bara nenni því ekki :bawl:

Author:  Andri Fannar [ Thu 21. Jan 2010 10:43 ]
Post subject:  Re: Smurning

Lét smyrja minn í haust og það kostaði rúman 25 þúsund kall.
Smursía, frjókornasía, loftsía, 5w-40.

=;

Author:  JonHrafn [ Thu 21. Jan 2010 11:11 ]
Post subject:  Re: Smurning

Spurning líka hvað menn eru að fá fyrir peninginn...... 15þús km olíu eða longlife 25þús km.

Author:  gstuning [ Thu 21. Jan 2010 11:19 ]
Post subject:  Re: Smurning

Spurning um að læra að gera þetta sjálfur?

Það getur ekki verið svo mikill fótbolti í sjónvarpinu að menn geta ekki farið útí skúr á laugardegi og skipt um olíu hjá sér.

Page 1 of 5 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/