bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Crossfit
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=42416
Page 1 of 61

Author:  Mánisnær [ Mon 18. Jan 2010 01:03 ]
Post subject:  Crossfit

Eru ekki einhverjir hér í þessu?

Getur einhver hér lýst æfingunum?

Author:  siggir [ Mon 18. Jan 2010 02:19 ]
Post subject:  Re: Crossfit

:arrow: :arrow: :arrow: arnibjorn

Author:  arnibjorn [ Mon 18. Jan 2010 08:07 ]
Post subject:  Re: Crossfit

CrossFit er algjör snilld og ég mæli með því. Þú ættir að geta fundið allt sem þú vilt vita inná http://www.crossfitsport.is. Þessi texti er tekinn þaðan :)

Hvað er CrossFit

CrossFit er afar krefjandi líkamsrækt sem skilar einstökum árangri á breiðum grunni betra forms, vellíðunar og bættrar heilsu. CrossFit nýtur ört vaxandi vinsælda í Bandaríkjunum og Evrópu og hentar aðferðafræðin til að þjálfa fólk úr öllum hópum þjóðfélagsins, jafnt afreksíþróttafólk sem kyrrsetumenn og konur. Markmið CrossFit er að auka lífsgæði og heilsu fólks með því að undirbúa það undir líkamlegar áskoranir lífsins eins vel og mögulegt er.

Þar sem verkefni lífsins eru fjölbreytt þarf að byggja upp form á mjög breiðum grunni. Sá grunnur felst í eftirfarandi 10 grunnatriðum góðs forms:

1. Súrefnisvinnslugetu líkamans
2. Þreki (geta líkamans til að framleiða orku)
3. Styrk
4. Liðleika
5. Afli (power)
6. Hraða
7. Samhæfingu (coordination)
8. Nákvæmni í hreyfingum
9. Snerpu (agility)
10. Jafnvægi.

Til að ná þessu marki vinnur CrossFit eingöngu með hagnýtar, náttúrulegar hreyfingar líkamans. CrossFit notar æfingar sem miðast allar við að vinna með sem flesta vöðvahópa í einu og þjálfar þannig fólk til að beita líkamanum á sem réttastan og öflugastan hátt, sem bæði fyrirbyggir meiðsli og stuðlar að hámarksafköstum. CrossFit nýtir sér það besta úr heimi lyftinga, líkamsæfinga og þolíþrótta í æfingum sínum. Að neðan er tæpt á nokkrum helstu atriðum sem einkenna CrossFit og gera það einstakt.

1. Í hinum 10 þáttum góðs forms endurspeglast áhersla CrossFit á heildstætt ástand líkamans, ólíkt flestum öðrum líkamsræktarkerfum sem einblína aðeins á eitt eða fleiri af atriðum 1-4.

2. Í CrossFit eru því aðeins notaðar æfingar sem stuðla að góðu líkamlegu ástandi á sem breiðustum grunni. Æfingunum má skipta gróflega í þrjá flokka: 1) Lyftingar með handlóðum, stöngum, þungum boltum, ketilbjöllum o.fl.; 2) Æfingar með eigin líkama svo sem kviðæfingar, armbeygjur, upphífur, hnébeygjur o.fl., 3) Þolæfingar svo sem hlaup, róður, sipp, hopp, sund og fleira. Alltaf er þess gætt að kenna fólki tæknina að baki hverrar æfingar áður en lagt er í hann, þ.a. enginn ætti að óttast að einhver æfing reynist honum/henni ofviða.

3. Hver CrossFit æfing tekur oftast á bilinu 50-60 mínútur. Fyrst er hitað vel upp með sippi og líkamsæfingum, síðan farið yfir tækniatriði tengd púli dagsins. Svo er púlað í 15-30 mínútur og afgangur tímans notaður í teygjuæfingar og slökun.

4. Hver æfing er ólík annarri og engin regla á hlutunum. Lykilatriði í hugmyndafræðinni er að líkaminn bregst hraðar og sterkar við ef þjálfun hann fær aldrei að komast í rútínu. Þess vegna veistu aldrei á hverju þú átt von þegar þú kemur á CrossFit æfingu.

5. Eitt af því sem gerir CrossFit einstakt er að frammistaða þátttakenda er mæld og skráð (t.d. með tíma, fjölda endurtekninga, eða þyngdum) á hverri einustu æfingu. Þetta gerir æfingar skemmtilegar, hvetjandi (fólk tekur betur á þegar frammistaða er mæld) og auðveldar þjálfara og þátttakendum að mæla á hlutlægan hátt árangur og framfarir.

6. CrossFit kemur fólki í betra form en það hefur nokkurn tíma verið áður og það gerist hraðar en ef aðrar leiðir til æfinga eru notaðar. Skýringin felst í samspils ákafans á æfingum og því breiða áreiti sem líkaminn verður fyrir í hagnýtu, náttúrulegu hreyfingum CrossFit æfinganna (t.d. samanborið við svokallaðar „einangrunaræfingar“ í tækjum, sem þjálfa einn vöðvahóp í einu).

7. CrossFit er fyrir alla, óháð aldri, kyni eða líkamlegu ásigkomulagi. Allar æfingar má auðveldlega aðlaga að getu hvers og eins með því að minnka þyngdir, auðvelda líkamsæfingar, fækka endurtekningum og stytta æfingatíma. Þannig geta allir nýtt sér kjarna kerfisins og uppskorið þau ríkulegu verðlaun sem felast í bættri heilsu, aukinni vellíðan og auknu sjálfstrausti í verkefnum daglegs lífs.

8. Í CrossFit er höfuðáhersla er lögð á að tækni sé góð og líkamanum beitt rétt. Þannig lágmarkast líkur á meiðslum og fólk lærir að beita líkamanum á sem réttastan hátt. Að tryggja samspil góðrar tækni og mikillar keyrslu er eitt aðalverkefni CrossFit þjálfara.

9. CrossFit er ekki skyndilausn. Það er ekki hægt að stytta sér leið að heilbrigði og vellíðan en fyrir alla þá sem hafa vilja, aga, þolinmæði og þrautseigju er CrossFit ein besta og fljótlegasta leiðin sem í boði er.

10. Æfingar hjá CrossFitSport fara fram í fullkomnum CrossFit sal Sporthússins í Kópavogi.

Tafla 1. Dæmi um æfingar sem CrossFit nýtir sér
Æfingar með líkamsþyngd Æfingar með Þolæfingar
Hopp Handlóðum Hlaup
Armbeygjur Ketilbjöllum Róður
Upphífur Stöngum og lóðum Sipp
Dýfur Þyngdum boltum Sund
Uppsetur Hjólreiðar
Hnébeygjur
Kaðalklifur

Tafla 2. Dæmi um CrossFit æfingu:
Framkvæmdu á tíma (eins hratt og þú getur) þrjár umferðir af eftirfarandi:
20 hopp upp á 50 cm kassa (þeir sem ekki geta hoppað mega stíga upp)
20 axlapressur með 2x15 kg handlóðum (konur taka 2x10 kg)

Tafla 3. Dæmi um CrossFit æfingu
Framkvæmdu á tíma (eins hratt og þú getur):
1000 metra róður
25 Upphífur
50 Armbeygjur
75 Uppsetur
100 Hnébeygjur
1000 metra róður

Author:  Mánisnær [ Mon 18. Jan 2010 21:06 ]
Post subject:  Re: Crossfit

Ég prufaði bootcamp í vikunni, er þetta svipað?

Author:  Jón Ragnar [ Mon 18. Jan 2010 21:13 ]
Post subject:  Re: Crossfit

Mánisnær wrote:
Ég prufaði bootcamp í vikunni, er þetta svipað?


Crossfit er með mun meiri lyftingum

Bootcamp notar minni þyngdir og aðeins öðruvísi :)

Author:  SteiniDJ [ Mon 18. Jan 2010 21:27 ]
Post subject:  Re: Crossfit

Ég ætla að prófa box. :)

Author:  Axel Jóhann [ Mon 18. Jan 2010 23:22 ]
Post subject:  Re: Crossfit

Ég ætla lyfta bjór og einstaka staupi. :thup:

Author:  arnibjorn [ Tue 19. Jan 2010 09:02 ]
Post subject:  Re: Crossfit

Mánisnær wrote:
Ég prufaði bootcamp í vikunni, er þetta svipað?

Ég prufaði bootcamp árið 2007 og entist einn mánuð í því, var engan veginn að fíla það.

Finnst CrossFit mun skemmtilegra og aðeins öðruvísi áherslur.

Mæli með því að þú prufir bæði allavega :D

Author:  arnibjorn [ Tue 19. Jan 2010 09:03 ]
Post subject:  Re: Crossfit

SteiniDJ wrote:
Ég ætla að prófa box. :)

Hvar?

Ég prufaði að æfa box í einn mánuð árið 2008, það var mjög gaman!! Vildi að ég hefði haldið áfram :P

Author:  SteiniDJ [ Tue 19. Jan 2010 12:19 ]
Post subject:  Re: Crossfit

arnibjorn wrote:
SteiniDJ wrote:
Ég ætla að prófa box. :)

Hvar?

Ég prufaði að æfa box í einn mánuð árið 2008, það var mjög gaman!! Vildi að ég hefði haldið áfram :P


http://box.is/ , fer á fimmtudaginn.

Author:  arnibjorn [ Tue 19. Jan 2010 12:20 ]
Post subject:  Re: Crossfit

SteiniDJ wrote:
arnibjorn wrote:
SteiniDJ wrote:
Ég ætla að prófa box. :)

Hvar?

Ég prufaði að æfa box í einn mánuð árið 2008, það var mjög gaman!! Vildi að ég hefði haldið áfram :P


http://box.is/ , fer á fimmtudaginn.

Sami staður og ég prufaði, þetta er barílagi :D

Author:  SteiniDJ [ Tue 19. Jan 2010 17:22 ]
Post subject:  Re: Crossfit

arnibjorn wrote:
SteiniDJ wrote:
arnibjorn wrote:
SteiniDJ wrote:
Ég ætla að prófa box. :)

Hvar?

Ég prufaði að æfa box í einn mánuð árið 2008, það var mjög gaman!! Vildi að ég hefði haldið áfram :P


http://box.is/ , fer á fimmtudaginn.

Sami staður og ég prufaði, þetta er barílagi :D


Snilld! Fékk vin min í þetta með mér, verður vonandi gaman.

Author:  ValliFudd [ Wed 20. Jan 2010 13:46 ]
Post subject:  Re: Crossfit

Hvað eruði að spá? Nota Megan Fox leiðina!

http://www.dv.is/sed-og-heyrt/2010/1/20 ... grunarrad/

Bara þamba edik og slappa af með nammi og bjór í sófanum! 8)

Author:  arnibjorn [ Tue 09. Feb 2010 21:17 ]
Post subject:  Re: Crossfit

http://crossfitsport.is/index.php?optio ... terclear=1

Bara ef einhverjum langar að byrja.

Þetta er SNILLD :thup:

Author:  Kristjan PGT [ Tue 09. Feb 2010 21:35 ]
Post subject:  Re: Crossfit

getur maður ekki mætt í prufutíma?

Page 1 of 61 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/