bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

olíu ljós logar á transit
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=42335
Page 1 of 1

Author:  ellipjakkur [ Wed 13. Jan 2010 19:41 ]
Post subject:  olíu ljós logar á transit

sælir, það er alltaf logandi olíu ljósið á bílnum hjá pabba mínum þegar hann er í gangi

við héldum fyrst að það þyrfti bara að skipta um olíu á honum,, fórum með hann á smurstöð og létum skipta út olíunni og öllum síjum en samt logar alltaf ljósið enn

eitthver sem hefur grun um hvað þetta gæti verið ?

Author:  ellipjakkur [ Wed 13. Jan 2010 19:51 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

þetta er ford transit 2004 árg

Author:  Lindemann [ Wed 13. Jan 2010 21:47 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

Er þetta olíuhæðarljósið eða olíuþrýstingsljósið?

Author:  dabbiso0 [ Wed 13. Jan 2010 21:49 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

Er þetta ekki bara service ljósið? ... þyrfti væntanlega að núlla það

Held að þetta sé rétt.
Turn off Ignition
Press and hold down throttle and brake pedal
Turn on ignition
continue to hold for 30 seconds then release

Author:  Mazi! [ Thu 14. Jan 2010 13:29 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

hlítur að vera service ljósið,,


maður keyrir nú ekki bílinn nema maður sé eitthvað vangefinn ef þetta er olíuþrýstingsljósið :lol:

Author:  Einarsss [ Thu 14. Jan 2010 13:35 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

gæti verið bilaður olíuhæðarsensor eða þrýstings .. ólíklegt að olíudælan sé kapút ef þið eruð búnir að vera keyra hann og mótorinn ennþá í lagi

Author:  ellipjakkur [ Thu 14. Jan 2010 19:30 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

þetta er s.s. mynd af smurkönnu,, grunar reyndar eins og þið segið að þetta sé hæðarskynjarinn eins og þið segið

eins og einar segir þá trúi ég ekki að það sé farin olíudælan þar sem bíllinn hefur verið keyrður frá síðustu viku með þett ljós logandi og gengur enn flott

Author:  GunniT [ Thu 14. Jan 2010 23:06 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

er það gult eða rautt??

Author:  aronjarl [ Fri 15. Jan 2010 01:38 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

hehe góð spurning hjá GunnaT.

Gult = áminning eða minni háttar.
Rautt = STOPP.!

Author:  ellipjakkur [ Wed 20. Jan 2010 18:22 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

fann ekki þráðinn

það er rautt :/

enn bíllinn gengur alveg eðlilega

er þetta þá ekki sennilegast bara eitthver skynjari,, er ekki landrover vél í þessu r sum

veit eitthver hvort þessir sensorar eiga það mikið til að fara ?

Author:  Lindemann [ Wed 20. Jan 2010 23:42 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

gæti alveg líka verið orðinn slappur á legum og þar af leiðandi með of lágan olíuþrýstings...........þótt hann sé ekki orðinn það lár að hann fari að banka.

látið athuga þetta strax! sennilega er þetta bara skynjarinn, en maður tekur ekki sénsinn á svona hlutum

Author:  ellipjakkur [ Thu 21. Jan 2010 00:58 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

Lindemann wrote:
gæti alveg líka verið orðinn slappur á legum og þar af leiðandi með of lágan olíuþrýstings...........þótt hann sé ekki orðinn það lár að hann fari að banka.

látið athuga þetta strax! sennilega er þetta bara skynjarinn, en maður tekur ekki sénsinn á svona hlutum


já ég bendi gamla á að fara með hann í tékk á morgun

Author:  Svessi [ Thu 21. Jan 2010 03:30 ]
Post subject:  Re: olíu ljós logar á transit

Ef þú villt meina að það virðist vera allt í lagi með allt nema hvað ljósið logi í mælaborði þá væri það fyrsta sem ég myndi gera, að athuga hvort það væri nokkuð sambandaleysi við olíupunginn.
Svo er auðvitað líka möguleiki á því að olíupungurinn sjálfur sé ónýtur.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/