Thrullerinn wrote:
Mér fannst nú Boxter alltaf ljótur í byrjun en hann sleppur í dag.
Myndi telja að þessi bíll seljist ekki vel sökum hversu óspennandi hönnun er á honum, það er nákvæmlega ekkert spennandi við hann nema merkið.
Sammála með Boxsterinn.. gæti alveg hugsað mér einn í dag, miklu frekar en cockster/gayman.
Það eru nú ansi margir í Auglýsingunni sem ég myndi taka framyfir Panamera, enda er ég hvorki feitur né gamall. Ég held að það sé pínu erfitt fyrir okkur hér að fatta þennan bíl, svolítið eins og með BMW GT og X6 er alveg borderline fyrir okkar crowd. Þessir bílar eru gerðir fyrir meðal og vel efnaða 50+ menn sem hafa alltaf haft smá/töluverðan áhuga á bílum, vilja performance, gæði og smá cool (að þeim finnst). Þetta þarf að vera sjálfskipt, plássmikið, þægilegt og dálítið stórt.
Þetta er t.d. ein ástæða þess að E60M5 seldist mjög vel í byrjun, en margir af þeim sem keyptu losuðu sig fljótlega við þá, enda sá bíll of extreeme fyrir þennan markhóp.
Þetta er svona AMG hópurinn sem vill samt aðgreina sig frá AMG hópnum.