bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Hitavandamál á SR20DE
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=42252
Page 1 of 1

Author:  pulsar [ Sun 10. Jan 2010 18:29 ]
Post subject:  Hitavandamál á SR20DE

Eruð þið kraftsmenn til í að hjálpa mér að leysa smá vandamál?.. þetta er reyndar ekki bmw, en ég er nokkuð viss um að ég fái alvöru svör hér, frekar en á live2cruize

Eg er með nissan sunny gti, það var enginn vatnslás þegar ég keypti bílinn en ég keypti nýjann um daginn í bílanaust og skellti honum í, nema að ég kom ekki lásnum á án þess að taka O-hringinn af honum sem er úr gúmmíi.. þá fittaði lásinn í, svo ég loka og festi boltana, set í gang og keyri, það var unaðslegt að finna miðstöðina loksins hitna :).. en bíllinn ofhitnar.. semsagt lásinn er örugglega fastur lokaður, er nokkuð viss um það því efri slangan á vatnskassanum er heit og neðri er köld..

það er nóg vatn á bílnum og frostlögur á sínum stað, en ég blandaði ekki 50/50.. eins og ráðlagt er að gera, spurning hvort það sé ástæðan? ég veit það ekki..

kveðja, Freyr..

Author:  Axel Jóhann [ Sun 10. Jan 2010 18:31 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Taktu þennan vatnslás úr og settu nýjann í sem passar með O hring, það er örugglega að leka út þar og þessvegna er hann að hita sig.

Author:  srr [ Sun 10. Jan 2010 18:32 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Ertu örugglega með réttan vatnslás?

Author:  pulsar [ Sun 10. Jan 2010 18:41 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Ég er ekki 100% viss um það en þeir uppi í bílanaust flettu upp bílnrinu mínu og fundu lásinn út frá því, spurning hvort þessi lás sé ekki endilega fyrir þessa árgerð sem ég er með..

en þessir bavíanar upp í enn einum ættu að vita hvað þeir eru að gera, þó ekki sé hægt að treysta á það

Author:  ömmudriver [ Sun 10. Jan 2010 18:48 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Freysi,

ertu alveg viss um að þetta sé original vélin sem er í bílnum?

Kv,
Arnar Már

Author:  arnibjorn [ Sun 10. Jan 2010 19:17 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Færði þetta á viðeigandi stað.

Author:  pulsar [ Sun 10. Jan 2010 19:20 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

tek því sem móðgun :(

Author:  arnibjorn [ Sun 10. Jan 2010 19:27 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

pulsar wrote:
tek því sem móðgun :(

Þetta bara er ekki BMW, því miður þín vegna :)

Author:  Stefan325i [ Sun 10. Jan 2010 21:48 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Hitnar vatnskassinn. ??

Ef hann hitnar ekki þá er vatnslásinn ekki að opna ef hann hitnar þá er annaðhvort vatnsdælan slöpp eða vatnskassin slappur, virkar viftan á vatnskassanum. ??

Author:  pulsar [ Sun 10. Jan 2010 23:07 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Stefan325i wrote:
Hitnar vatnskassinn. ??

Ef hann hitnar ekki þá er vatnslásinn ekki að opna ef hann hitnar þá er annaðhvort vatnsdælan slöpp eða vatnskassin slappur, virkar viftan á vatnskassanum. ??


Viftan virkar.. vatnskassinn er bara volgur.. þannig að það er alveg 100% að lásinn er ekki að opna, spurning hvort O-hringurinn verði að vera á? allavega lekur ekki á milli

annars er ég bara með rangann lás, ég held að það sé málið

Author:  beggi702 [ Mon 11. Jan 2010 00:02 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

pulsar wrote:
Stefan325i wrote:
Hitnar vatnskassinn. ??

Ef hann hitnar ekki þá er vatnslásinn ekki að opna ef hann hitnar þá er annaðhvort vatnsdælan slöpp eða vatnskassin slappur, virkar viftan á vatnskassanum. ??


Viftan virkar.. vatnskassinn er bara volgur.. þannig að það er alveg 100% að lásinn er ekki að opna, spurning hvort O-hringurinn verði að vera á? allavega lekur ekki á milli

annars er ég bara með rangann lás, ég held að það sé málið



prufaðu að taka vatnslásinn úr og settu hann í pott, pottinn svo ofaná hellu og hitaðu bara alveg þangað til að það byrjar að sjóða, og ef hann opnast ekki þá er hann bilaður

Author:  BlitZ3r [ Mon 11. Jan 2010 02:47 ]
Post subject:  Re: Hitavandamál á SR20DE

Snýr ekki bara vatnslásinn öfugt og það lekur meðfram honum aðeins því það vantar o-hringinn
en ekki nægt flæði til að halda hitanum niðri

:roll:

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/