bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Að vera eða ekki vera GT eða GTO!!!
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4116
Page 1 of 1

Author:  bebecar [ Wed 21. Jan 2004 19:58 ]
Post subject:  Að vera eða ekki vera GT eða GTO!!!

Svarið mitt við þessari umræðu var orðið svo langt og ítarlegt að ég óttaðist að það myndi týnast í hinum þræðinum, þannig að ég starta nýjum þræði hér með - enda var hinn um GTi :wink: aðallega...

GT er samkvæmt minni skilgreiningu rúmgóður 4 sæta coupé bíll, með öfluga vél og góða aksturseiginleika, stóran bensíntank og stórt skott...

Eftirfarandi bílar geta fallið undir þá lýsingu og byrjum þá vissulega á besta viðmiðinu!

Ferrari 456 GT
Image
Lamborghini Islero 400 GT
Image
Aston Martin DB7 GT
Image
BMW sexa
Image
Bentley Continental GT
Öflugir getur svo verið dálítið sveigjanlegt en þessir bílar þóttu öflugir á sínum tíma og eru ekki í Premier klassanum eins og bílarnir að ofan.
Alfa Romeo 1300 GT Junior
Image
Fiat Dino
Image
Porsche 928 GT
Image

Þetta ætti allavega að sýna hvað GT bíll er svo í mínum huga og samkvæmt upprunalegri merkingu orðsins þá ættu allir þessi bílar að falla undir GT. Þessir bílar eru allir Gran Turismo og eigendur svona bifreiða mega vera mjög stoltir af svona "continent shrinker" eins og þetta var upprunalega notað í. Þessir bílar eru ekki endilega alltaf 4 sæta samt sem áður...

GTO

Ferrari 288 GTO
Image
Þessi bíll er í rauninni framleiddur til að uppfylla skilyrði sem sett voru fyrir þáttöku framleiðanda í kappakstri.
Quote:
In order to qualify for Group B, FISA stipulated that 200 road-going units had to be produced and sold to the public for homologation to be granted

http://www.qv500.com/ferrari288p1.htm
Pontiac GTO
Image
Quote:
Although the Pontiac GTO's existence was borne of original thinking, its name was not. It is not a secret that it was "borrowed" from Ferrari, which had a short production run (40) of sports racing cars of the same name starting in 1962. GTO in that case stood for "Gran Turismo Omologato" the english translation of which is "Grand Touring Homologated", a fancy way of saying that it was approved for certain classes of international sports car racing

http://www.web-cars.com/gto/pontiac.shtml

Author:  Moni [ Wed 21. Jan 2004 21:15 ]
Post subject: 

já ég held að eg geti verið sammála, en mér finnst GT eiga meira við bíla sem eru með sportlegt look og öfluga vél, sama hversu mörg sætin eru og hurðir, en annars er ég nokkuð sammála bebecar...

Author:  iar [ Wed 21. Jan 2004 23:39 ]
Post subject: 

Svaðalega er þessi Fiat Dino ljótur! :puker:

Author:  benzboy [ Wed 21. Jan 2004 23:42 ]
Post subject: 

iar wrote:
Svaðalega er þessi Fiat Dino ljótur! :puker:


Nákvæmlega, viðrini

Author:  bebecar [ Wed 21. Jan 2004 23:51 ]
Post subject: 

ISS, Dino er einn af uppáhalds bílunum mínum og hefur meðal annars heiðrar hvíta tjaldið sem einkennisbíll mafíósanna í The Italian Job... þetta er líka eini Fiat bíllinn sem hefur notast við Ferrari vél...

Author:  Benzer [ Thu 22. Jan 2004 00:16 ]
Post subject: 

Moni wrote:
já ég held að eg geti verið sammála, en mér finnst GT eiga meira við bíla sem eru með sportlegt look og öfluga vél, sama hversu mörg sætin eru og hurðir, en annars er ég nokkuð sammála bebecar...


Ég er líka allveg sammála þessu :)

Author:  Kristjan [ Thu 22. Jan 2004 00:27 ]
Post subject: 

Geðveikislega töff hvernig ljósin koma upp á 928, fyrir þá sem ekki vita hvernig það er þá get þeir séð það í Scarface.

Author:  bebecar [ Thu 22. Jan 2004 08:48 ]
Post subject: 

Þessvegna valdi ég þessa mynd :wink: Verst hvað varahlutir eiga víst að vera dýrri í 928 eins og bíllinn sjálfur er ódýr.

Author:  Jss [ Thu 22. Jan 2004 10:49 ]
Post subject: 

Mig langar í Ferrari GTO bíl. :D

En góð skilgreining á GT og GTO. :clap:

Author:  Jón Ragnar [ Thu 22. Jan 2004 22:01 ]
Post subject: 

fiatinn er andskoti mikill töffari !!! :D

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/