bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Hvað þýðir GTI? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=4090 |
Page 1 of 2 |
Author: | Kristjan [ Tue 20. Jan 2004 16:35 ] |
Post subject: | Hvað þýðir GTI? |
Jæja nú langar mig að heyra hvað þið haldið um eitt mesta rifrildisefni allra tíma. Hvað þýðir GTI? Ég persónulega held að það þýði Grand Turing Injection. Þá kemur önnur spurning upp á yfirborðið, hvað með GT bílana, til dæmis Aston Martin DB7 GT, eða Bentley Continental GT? Heita þeir þá bara Grand Touring? Veldur þetta ekki miklum misskilningi? Jæja ykkar hugsanir um þetta. |
Author: | bebecar [ Tue 20. Jan 2004 16:37 ] |
Post subject: | |
Grand Touring eða Gran Turismo... i er í raun komið frá VW Golf sem skeytti þessu við og merking þess allt önnur en GT. |
Author: | Kristjan [ Tue 20. Jan 2004 16:41 ] |
Post subject: | |
Þýðir GTI ekki Gran Turismo og GT Grand Touring. eða öfugt... |
Author: | Moni [ Tue 20. Jan 2004 16:43 ] |
Post subject: | |
ég kýs Gran Touring... En ég veit það ekki fyrir víst |
Author: | gstuning [ Tue 20. Jan 2004 17:02 ] |
Post subject: | |
GTi, þýðir annahvort af tvennu GTi : Grand Tourismo, injection GTi : Grand Tourismo intelligence |
Author: | Alpina [ Tue 20. Jan 2004 17:20 ] |
Post subject: | |
gstuning wrote: GTi : Grand Tourismo, injection Þetta er örugglega meiningin ekki nema að um viljandi merkingu sá að ræða ![]() En orginalin er jú Gran Turismo Omologato Sem mínir menn FERRARI eiga nafnið á og Amerikanar notuðu svo í Pontiac |
Author: | Jss [ Tue 20. Jan 2004 19:11 ] |
Post subject: | |
Að sjálfsögðu er Alpina með svörin tilbúin á undan mér. ![]() ![]() |
Author: | Moni [ Tue 20. Jan 2004 19:20 ] |
Post subject: | |
en hvað þýðir Omologato??? Og hvað þýðir Gran Turismo??? |
Author: | Kristjan [ Tue 20. Jan 2004 21:20 ] |
Post subject: | |
Ég gæti trúað því að Gran Turismo þýði góður akstur eða eitthvað í þá áttina. |
Author: | bebecar [ Tue 20. Jan 2004 21:20 ] |
Post subject: | |
Omologato er reyndar bara notað fyrir bílana sem þurfti að framleiða upp í ákveðið lágmark vegna keppnisreglna samanber 288GTO. Ferrari býður líka uppá GT bíla. Gran Turismo þýðir einfaldlega góður ferðamáti eða eitthvað í þá áttina. Omologato er svo t.d. þegar þú þarft að framleiða 2000 götubíla af race útgáfunni til að þú fáir keppnisleyfi eins og gert var með E30 M3 t.d. |
Author: | Kristjan [ Tue 20. Jan 2004 21:23 ] |
Post subject: | |
Noble M12 GTO, er gott dæmi um limited edition bíl. |
Author: | Valdimar [ Tue 20. Jan 2004 21:43 ] |
Post subject: | |
Getur það ekki líka þýtt "Gasolin - Turbo - Injection" bara tillaga (ég hef alltaf halid að það væri þetta) ![]() |
Author: | bebecar [ Tue 20. Jan 2004 21:44 ] |
Post subject: | |
Það er náttúrulega þannig í dag að þessi nöfn eru notuð án þess að upprunaleg merking þeirra eigi við, nema auðvitað hjá Ferrari! Sem ásamt Lamborghini eru auðvitað lang flottastir ![]() |
Author: | Valdimar [ Wed 21. Jan 2004 12:43 ] |
Post subject: | |
er það ekki "Gasolin - Turbo" fyrir GT-ið á Imprezunum ![]() |
Author: | bebecar [ Wed 21. Jan 2004 12:48 ] |
Post subject: | |
WHAT? Nei... þetta þýðir ekkert annað en Gran Turismo og i þýðir injection og var notað sem viðskeyti af VW Golf á fyrsta GTi bíl heimsins. GT þykir svo voða flott og er því notað á næstum hvað sem er í dag. Það má bæta því við að WRX er auðvitað mun skárri merking en GT á Impreza því Impreza er ekki GT bíll í eiginlegri merkingu orðanna Gran Turismo. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |