bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Yfirtaka á tölvu https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40736 |
Page 1 of 2 |
Author: | zazou [ Sun 25. Oct 2009 09:11 ] |
Post subject: | Yfirtaka á tölvu |
Það er gömul XP pro vél sem er tengd netinu í gegnum simnet.is sem ég vildi gjarnan geta yfirtekið með annari sem er að rönna Vista home premium. Er þetta straight forward aðgerð eða er uppsetningu forrita þörf? Ég þarf væntanlega að fá IP-tölu XP gaursins (hvernig?) til að byrja með. (Ath að á XP vélinni er messenger og skype, ég sá eitt sinn vél yfirtekna í gegnum messenger) |
Author: | iar [ Sun 25. Oct 2009 09:27 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
CrossLoop hefur reynst mér ágætlega í svona tilfellum. Þarft ekkert að spá í tengingum, IP tölum eða slíku. Sá sem á að taka yfir keyrir Crossloop og lætur þig fá authentication númer sem þú slærð inn í Crossloop hjá þér og voilah þú er kominn með skjáinn hjá viðkomandi. |
Author: | arnib [ Sun 25. Oct 2009 09:36 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Ég hef líka verið að prófa TeamViewer - http://www.teamviewer.com/index.aspx Það hefur virkað mjög vel fyrir mig, en krefst líka uppsetningar á vélinni sem þú ætlar að taka yfir. |
Author: | zazou [ Sun 25. Oct 2009 09:49 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Smá twist in the plot, notandinn á hinum endanum kann EKKERT á tölvur og sem fæstar leiðbeiningar sem ég þarf að gefa væri best ![]() |
Author: | saemi [ Sun 25. Oct 2009 10:39 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Oooooo ég sem hélt að þessi þráður væri tölva sem fengist á yfirtöku .... ![]() |
Author: | ValliFudd [ Sun 25. Oct 2009 11:35 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Ég nota alltaf www.logmein.com , mjöög gott tól og sæmilega einfalt að setja inn |
Author: | zazou [ Sun 25. Oct 2009 12:19 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
saemi wrote: Oooooo ég sem hélt að þessi þráður væri tölva sem fengist á yfirtöku .... ![]() Góður Sæmi ![]() Ég var einmitt að hugleiða aukafyrirsögn til að fyrirbyggja svona misskilning þegar ég var að semja þráðinn. |
Author: | Alpina [ Sun 25. Oct 2009 12:43 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
arnib wrote: Ég hef líka verið að prófa TeamViewer - http://www.teamviewer.com/index.aspx Það hefur virkað mjög vel fyrir mig, en krefst líka uppsetningar á vélinni sem þú ætlar að taka yfir. Þórður ONNO græjaði svona teamviewer fyrir mig FEITT sniðugt fyrir svona megasnillinga eins og mig ![]() ![]() ![]() |
Author: | gunnar [ Sun 25. Oct 2009 13:28 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Alpina wrote: arnib wrote: Ég hef líka verið að prófa TeamViewer - http://www.teamviewer.com/index.aspx Það hefur virkað mjög vel fyrir mig, en krefst líka uppsetningar á vélinni sem þú ætlar að taka yfir. Þórður ONNO græjaði svona teamvier fyrir mig FEITT sniðugt fyrir svona "megasnillinga" eins og mig ![]() ![]() ![]() Lagaði þetta fyrir þig ![]() |
Author: | doddi1 [ Sun 25. Oct 2009 17:09 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
www.ammyy.com ég nota þetta alltaf í vinnunni, tekur 20 sekúndur að setja þetta upp. Hef reyndar ekki prófað neitt annað en þetta. |
Author: | Steini B [ Sun 25. Oct 2009 22:54 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Vá, afhverju datt mér þetta ekki fyrr í hug ![]() Algjör snilld til þess að redda gamla settinu á Selfossi... |
Author: | SteiniDJ [ Mon 26. Oct 2009 00:25 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
Ég nota alltaf RealVNC, ágætt forrit. |
Author: | bimmer [ Mon 26. Oct 2009 00:28 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
SteiniDJ wrote: Ég nota alltaf RealVNC, ágætt forrit. Teamviewer virkar á hvaða tölvu sem er, hvar sem er í heiminum. Þarf ekki að vera á sama neti eða tengd með VPN tengingu. VNC er fínt innanhúss eða yfir VPN. |
Author: | Geysir [ Mon 26. Oct 2009 00:34 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
OT spurning. Eflaust mjög asnaleg spurning en skítt með það. Telur það á netnotkun hjá manni þegar maður tengist svona? ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Mon 26. Oct 2009 00:35 ] |
Post subject: | Re: Yfirtaka á tölvu |
bimmer wrote: SteiniDJ wrote: Ég nota alltaf RealVNC, ágætt forrit. Teamviewer virkar á hvaða tölvu sem er, hvar sem er í heiminum. Þarf ekki að vera á sama neti eða tengd með VPN tengingu. VNC er fínt innanhúss eða yfir VPN. Amm, notaði þetta til að hafa samband við fartölvuna. Nennti ekki að teygja mig í lyklaborðið! ![]() - En nei Geysir, ekki nema þú tengist tölvu í útlöndum (ef þetta er tölva á tölvu, ekki tölva á server á tölvu). |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |