bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Biluð bremsa?
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40662
Page 1 of 1

Author:  Viggóhelgi [ Wed 21. Oct 2009 00:31 ]
Post subject:  Biluð bremsa?

Biluð bremsa eða Kjánaskapur hjá tveimur ungum :)

er þetta eitthvað merkilegur bíll ?

Quote:
http://www.mbl.is
Lentu í árekstri á Akureyri

Engin meiðsli urðu á fólki þegar tveir bílar, sem voru á leið samhliða í sömu átt á Hörgárbraut á Akureyri skammt frá Undirhlíð í kvöld, rákust saman. Bílarnir skemmdust ekki mikið.

Að sögn lögreglunnar á Akureyri er talið að bremsurnar í öðrum bílnum hafi bilað þegar ökumaður reyndi að hemla með þeim afleiðingum að bíll hans lenti í veg fyrir hinn bílinn.

Ökumennirnir voru báðir ungir karlmenn undir tvítugu.

hjólförin looka eins og drift,,, lýtið hefur höggið verið, því hjólin eru enn í beinni línu við dekkjaförin

Image

Author:  gunnar [ Wed 21. Oct 2009 00:37 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Hef ekki séð þennan fyrir norðan.. :o

Author:  ingo_GT [ Wed 21. Oct 2009 00:55 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Lítur eins og hann hafi tekið í handbremsunna eða einhvað :)

Author:  Grétar G. [ Wed 21. Oct 2009 00:57 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

BMWPOWER ?

Author:  ingo_GT [ Wed 21. Oct 2009 01:59 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Grétar G. wrote:
BMWPOWER ?

Gamli hans Gunnat 318 var tjónaður

Author:  Hlynur___ [ Wed 21. Oct 2009 04:38 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

ég giska á að hann hafi verið að spyrna við hinn bílinn á myndinni frá 0-i þaðan sem spólförin byrja
misst hann í slædi yfir á hinn helmingjinn

Author:  jon mar [ Wed 21. Oct 2009 07:43 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

er ekki bara möguleiki að drifið hafi brotnað og allt orðið fast? þetta er alltof ofarlega í þessari götu til að geta verið spyrna hefði ég haldið, engin umferðarljós og hringtorg eftir 20 metra.

Hef séð til gaursins á 318 bílnum og miðað við hvað honum finnst gaman að taka burnout á ólæstu þá kæmi mér ekki ónýtt drif á óvart.

Author:  ValliFudd [ Wed 21. Oct 2009 09:30 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Líklega þessi?

Image
Image
Image
Image

Author:  GunniT [ Wed 21. Oct 2009 19:22 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

sýnist þetta vera gamli minn IT916

Author:  Einarsss [ Wed 21. Oct 2009 19:37 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

hver á þennan bíl í dag?

Author:  Alpina [ Wed 21. Oct 2009 20:19 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Svona loppinn 4 cyl. er aldrei að mökka svona langt ,,,,,,,,, og það á báðum

Author:  JonFreyr [ Thu 22. Oct 2009 06:44 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Efast stórkostlega um að þetta sé handbremsan, myndi skjóta á brotið drif og það eflaust eftir einhver átök :)

Author:  GKÓ [ Thu 22. Oct 2009 12:43 ]
Post subject:  Re: Biluð bremsa?

Hann hefur þá verið snöggur að skipta um drif því hann var enn á rúntinum einum og hálfum tíma seinna.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/