bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

skotveiði seasonið
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40518
Page 1 of 13

Author:  FinnurKarls [ Wed 14. Oct 2009 00:46 ]
Post subject:  skotveiði seasonið

jæja hvernig hefur mönnum gengið að skjóta í haust?
sjálfur er maður nú ekki búinn að fá nema 5 gæsir og 6 endur þrátt fyrir að hafa stundað þetta ágætlega :? .
færin hafa ekki verið að gera sig, gæsirnar vægast sagt styggar

en það verður bara tekið á því í rjúpunni í staðinn 8)

Author:  demi [ Wed 14. Oct 2009 00:52 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

vorum þrír og veiddum 14 gæsir, rétt hjá Húsavík, allt í lagi svosem

Author:  Aron Andrew [ Wed 14. Oct 2009 00:54 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Búinn að fara nokkra túra í haust.

Byrjaði á að ná einni heiðagæs í bárðadal.

Skrapp svo norður um dagin og við tókum góðan slatta af öndum

Image

Image

Svo þarf bara að fara að herða sig fyrir rjúpuna :)

Author:  birkire [ Wed 14. Oct 2009 01:17 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

bra bra ! :|

Author:  Djofullinn [ Wed 14. Oct 2009 01:49 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

birkire wrote:
bra bra ! :|

Sjaldan sem ég hlæ upphátt þegar ég les kraftinn :lol:

Author:  Steini B [ Wed 14. Oct 2009 08:44 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Það er búið að ganga vel fyrir austan, þeir voru 2 komnir yfir 200stk síðast þegar ég vissi :lol:

Author:  arnibjorn [ Wed 14. Oct 2009 08:46 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Ef einhver veiðir slatta af rjúpum þegar að því kemur sendið mér þá PM.

Ég er að vona að einhver sé tilbúinn til að gefa mér rjúpur og þá get ég gefið honum pening á móti :D

Author:  ValliB [ Wed 14. Oct 2009 10:25 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

demi wrote:
vorum þrír og veiddum 14 gæsir, rétt hjá Húsavík, allt í lagi svosem


Hvar voruð þið nákvæmlega?

Author:  SteiniDJ [ Wed 14. Oct 2009 10:45 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Hvað geri ég ef ég vil veiða, en hef engan áhuga á að borða bráðina? :mrgreen:

Author:  Saxi [ Wed 14. Oct 2009 11:31 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

SteiniDJ wrote:
Hvað geri ég ef ég vil veiða, en hef engan áhuga á að borða bráðina? :mrgreen:


Veiða, sleppa :lol:

Author:  ValliFudd [ Wed 14. Oct 2009 11:33 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Saxi wrote:
SteiniDJ wrote:
Hvað geri ég ef ég vil veiða, en hef engan áhuga á að borða bráðina? :mrgreen:


Veiða, sleppa :lol:

Púðurskot? :alien:

EDIT:
Þarft ekki byssuleyfi og mun ódýrari skotvopn! 8)
http://leikfangaland.is/isl/catalog/Str ... od466.html

Author:  Hlynur___ [ Wed 14. Oct 2009 11:51 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Steini B wrote:
Það er búið að ganga vel fyrir austan, þeir voru 2 komnir yfir 200stk síðast þegar ég vissi :lol:



kemur mér ekki á óvart, það er lang mest af gæsinni á suð suð-aust landinu :)

Author:  ValliFudd [ Wed 14. Oct 2009 11:53 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

Ég tók leyfið 2003 minnir mig. Fékk lánaða byssu (skráð á mig og allt legal) og fór 2x á gæs og 2x á rjúpu... skilaði byssunni í sumar hehe. Frekar lélegt hjá mér verð ég að segja...

en ég náði 2 gæsum og þessarri einu rjúpu sem ég sá :)

Author:  demi [ Wed 14. Oct 2009 12:01 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

mymojo wrote:
demi wrote:
vorum þrír og veiddum 14 gæsir, rétt hjá Húsavík, allt í lagi svosem


Hvar voruð þið nákvæmlega?


staðurinn heitir Núpar

Author:  FinnurKarls [ Wed 14. Oct 2009 12:12 ]
Post subject:  Re: skotveiði seasonið

frábær veiði í öndinni já andrew eru þessar 2 myndir úr sama túrnum eða?

Page 1 of 13 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/