bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
mbl.is - Könnun https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40242 |
Page 1 of 2 |
Author: | Einarsss [ Fri 02. Oct 2009 10:31 ] |
Post subject: | mbl.is - Könnun |
Er að velta fyrir mér hvort þið hafið minnkað heimsóknir á mbl.is eftir að Davíd Oddsson komst til valda þar? |
Author: | arnibjorn [ Fri 02. Oct 2009 10:33 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Could not care less. Þetta er ein af þeim síðum sem ég opna alltaf um leið og ég mæti í vinnuna og það breyttist ekkert þó svo að Dabbi hafi orðið ritstjóri. |
Author: | jens [ Fri 02. Oct 2009 10:49 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
X1 en þýðir samt ekki XD |
Author: | ///M [ Fri 02. Oct 2009 10:54 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Ég kíki oftar þar sem loksins er kominn almennilegur ritstjóri ![]() |
Author: | demi [ Fri 02. Oct 2009 11:36 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
///M wrote: Ég kíki oftar þar sem loksins er kominn almennilegur ritstjóri ![]() klárt mál ![]() |
Author: | SteiniDJ [ Fri 02. Oct 2009 11:46 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Ég sé ekki hvað menn eru að æsa sig útaf Dabba. Hann vill ekki ganga í ESB (eins og helmingur þjóðarinnar), hann vill ekki borga IceSave (eins og nánast öll þjóðin), hann var á móti útrásarvíkingum á undan ykkur öllum og hefur aldrei beint verið góðvinur forsetans og skil ég því ekki afhverju menn eru svona ósáttir með hann. Held að þetta sé bara eitthvað í tísku í dag, eins og að hata útrásarvíkingana. |
Author: | Zed III [ Fri 02. Oct 2009 11:52 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
SteiniDJ wrote: Ég sé ekki hvað menn eru að æsa sig útaf Dabba. Hann vill ekki ganga í ESB (eins og helmingur þjóðarinnar), hann vill ekki borga IceSave (eins og nánast öll þjóðin), hann var á móti útrásarvíkingum á undan ykkur öllum og hefur aldrei beint verið góðvinur forsetans og skil ég því ekki afhverju menn eru svona ósáttir með hann. Held að þetta sé bara eitthvað í tísku í dag, eins og að hata útrásarvíkingana. http://stormsker.blog.is/blog/stormsker/entry/895918/ |
Author: | gardara [ Fri 02. Oct 2009 12:54 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
SteiniDJ wrote: Ég sé ekki hvað menn eru að æsa sig útaf Dabba. Hann vill ekki ganga í ESB (eins og helmingur þjóðarinnar), hann vill ekki borga IceSave (eins og nánast öll þjóðin), hann var á móti útrásarvíkingum á undan ykkur öllum og hefur aldrei beint verið góðvinur forsetans og skil ég því ekki afhverju menn eru svona ósáttir með hann. Held að þetta sé bara eitthvað í tísku í dag, eins og að hata útrásarvíkingana. Fólki finnst víst fínt að hafa einhvern blóraböggul, geta kennt einum aðila um allt sem miður fer. Grey Dabbi Kóngur lenti í þeirri stöðu ![]() Annars opna ég mbl.is og moggann oftar eftir að hann varð ritstjóri. |
Author: | Benzari [ Fri 02. Oct 2009 13:04 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Blaðinu sagt upp á heimilinu en mikið vælt yfir því, sérstaklega á föstudögum þegar að Ingvar "bebecar" er með pistlana sína í bílablaðinu........ |
Author: | Giz [ Fri 02. Oct 2009 14:02 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Benzari wrote: Blaðinu sagt upp á heimilinu en mikið vælt yfir því, sérstaklega á föstudögum þegar að Ingvar "bebecar" er með pistlana sína í bílablaðinu........ Já, en barnabílstóllinn er nú að hætta að ausu vizku sinni á föstudögum þannig að færðu hann ekki bara í heimsókn alla föstudaga í kaffi í staðinn? G |
Author: | Bjarkih [ Fri 02. Oct 2009 14:14 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Var Dabbi á móti útrásarvíkingum segið þið: http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw&feature=player_embedded |
Author: | bebecar [ Fri 02. Oct 2009 14:16 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
![]() mbl.is er helsti fréttavefur landsins - maður sleppir honum ekkert, alveg sama hver er ritstjóri! Hinsvegar er ég farin að fylgjast mjög vel með fréttamiðlunum almennt, mun betur en áður því þeir hafa allir orðið nokkra sérstöðu - almennt finnst mér þó vísir.is minnt spennandi kannski vegna þess að hann er í slagnum við mbl.is í stað þess að stóla sérstöðu eins og hinir. Þó er þetta bara þannig að maður eltir fréttirnar og skúbbinn. Sá sem skúbbar græðir verulega á því... en maður þarf að skúbba reglulega til að halda þessu við. |
Author: | Bjarkih [ Fri 02. Oct 2009 14:21 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Ég vil nú ekki gefa mbl.is svo há einkun. Þeir eru t.d. afskaplega lélegir að upfæra um helgar og vefurinn er frekar staðnaður oft. |
Author: | Zed III [ Fri 02. Oct 2009 14:35 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Bjarkih wrote: Var Dabbi á móti útrásarvíkingum segið þið: http://www.youtube.com/watch?v=5egkmJRikKw&feature=player_embedded Mér finnst reydar það að klippa inn viðtöl frá 2005 þegar bankarnir voru í heilbrigðri stöðu smá vafasamt. Það var ekki fyrr en eftir þennan tíma að vöxturinn rauk uppúr öllu valdi sem endaði svo eins og við þekkjum. Maðurinn er ekki gallalaus, fjarri því, en hysterían og hatrið sem búið er að ala þjóðina á í gegnum baugsmiðla og vinsti fréttir RUV eru að skila markmiði sínu. |
Author: | gardara [ Fri 02. Oct 2009 14:44 ] |
Post subject: | Re: mbl.is - Könnun |
Bjarkih wrote: Ég vil nú ekki gefa mbl.is svo há einkun. Þeir eru t.d. afskaplega lélegir að upfæra um helgar og vefurinn er frekar staðnaður oft. Er betra að fá inn haug af fréttum um eitthvað rusl sem öllum er sama um? Eins og á dv.is? Ég vil fá fréttir af hlutum sem skipta máli og treysti blaðamönnum/ritstjórum til þess að sía það út. Mbl.is á ekki að vera "catch it all" fréttavefur imo. |
Page 1 of 2 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |