bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=40185
Page 1 of 1

Author:  maxel [ Tue 29. Sep 2009 04:53 ]
Post subject:  Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Er ekki einhver hérna sem er að drepast því hann vill svo lána svona fyrirbæri?
Skal gera þér greiða og leysa málið.

Author:  jens [ Tue 29. Sep 2009 10:08 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Ert þú þá aðal pæjan í bænum

Author:  Danni [ Tue 29. Sep 2009 14:41 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

jens wrote:
Ert þú þá aðal pæjan í bænum


:lol:

Ps. ég á held ég svona inní skúr en það er í Keflavík....

Author:  maxel [ Tue 29. Sep 2009 15:24 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Gæti maður rúllað í Keflavík við tækifæri og fengið að stela þessu hjá þér í stutta stund?

Author:  srr [ Tue 29. Sep 2009 17:25 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Þetta kostar 5.xxx kr í N1.
Keypti mér svona um daginn :thup:

Author:  Einarsss [ Tue 29. Sep 2009 17:38 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

borgar sig varla að rúlla í kef til að fá þetta lánað ef þetta kostar ekki meira

Author:  alpina.b10 [ Tue 29. Sep 2009 17:44 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

nota bara góðann hamar, ekki vera standa í þessu rugli.
vinn á bílaverkstæði og þetta verkfæri er aldrei notað......

Author:  maxel [ Wed 30. Sep 2009 02:09 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Já ok, þetta er í E34 og ég er búin að lemja á þetta með mjög þungri sleggju, hélt að hitt væri auðveldara.

Author:  sh4rk [ Wed 30. Sep 2009 02:52 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Þetta er ekkert mál að ná þessu úr þarft bara að hitta á réttan stað og þá dettur þetta í sundur hefur alltaf gengið hjá mér

Author:  jeppakall [ Wed 30. Sep 2009 11:31 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Ef þú kemur tjakk að þessu þá er gott að setja hann undir og tjakka upp....passaðu bara að hafa rónna á skrúfganginum.

Ef þetta gengur ekkert hjá þér þá máttu hringja í mig, bý í kópavogi 896 8969 - ef þig vantar þetta ennþá

Author:  maxel [ Wed 30. Sep 2009 15:58 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Þakka ágætis ráð :)

Author:  Axel Jóhann [ Thu 01. Oct 2009 19:00 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Jebb virkar best að berja á þetta þéttingsfast á réttann stað.

Author:  maxel [ Thu 01. Oct 2009 19:41 ]
Post subject:  Re: Þvingudót til að losa spindla og stýrisenda

Náði þessu af... setti búkkan undir hann og lamdi.
En svo komst ég af því að með bílnum fylgdi vitlaus stýrisendi :argh: ... öfugar gengjur á honum...
Þannig ég þarf að redda mér ytri

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/