bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Viðskiptanetið? https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=39854 |
Page 1 of 1 |
Author: | Logi [ Tue 15. Sep 2009 14:34 ] |
Post subject: | Viðskiptanetið? |
Einhverjir hérna sem hafa reynslu af Viðskiptanetinu, er eitthvað vit í þessu? Þegar verið er að bjóðast til að kaupa af manni vöru með greiðslu í viðskiptanetinu, er það eitthvað sem maður á að skoða...? |
Author: | dabbiso0 [ Tue 15. Sep 2009 17:08 ] |
Post subject: | Re: Viðskiptanetið? |
Er þetta ekki svona vöruskiptimáti fyrir sjálfstæða rekendur svo að þeir þurfi ekki að setja pöntun inní kerfið? Quote: Verð í vöruskiptum
Viðskiptaaðili selur vöru og þjónustu á ríkjandi verði gegn inneign í formi vöru eða þjónustu hjá öðrum viðskiptaaðilum VN. Óheimilt er að hækka verð á vöru eða þjónustu þegar hún er boðin í vöruskiptum. Á vöruskiptaupphæð er VSK. Öll viðskipti skulu að jafnaði vera vöruskipti. Í sérstökum tilfellum geta viðskiptaaðilar í samráði við VN samið um að hluti sé greiddur með peningum og hluti í vöruskiptum. |
Author: | Alpina [ Tue 15. Sep 2009 17:33 ] |
Post subject: | Re: Viðskiptanetið? |
Þú ættir að meta stöðuna vel ,, og kanna hverjir eru að versla af þér.. held að viðskiptanetinu hafi hrakað mikið ,, hélt að það væri aflagt með meiru ![]() |
Author: | Einari [ Tue 15. Sep 2009 17:44 ] |
Post subject: | Re: Viðskiptanetið? |
Ég mundi ekki mæla með því að fá borgun á viðskiptanetinu. Frændi minn seldi einhverntíman fyrir löngu síðan dót og fékk borgað á viðskiptanetinu og hann er í bölvuðum vandræðum með að losa þá peninga því að það er aldrei neitt af viti til sölu þarna inná. En þú getur skoðað smáauglýsingar og lista yfir fyrirtæki sem eru skráð á þetta á www.barter.is ![]() |
Author: | Logi [ Tue 15. Sep 2009 17:48 ] |
Post subject: | Re: Viðskiptanetið? |
Takk fyrir þetta. Kíkti þarna inn á barter.is og ég held að ég nenni ekki að fara standa í þessu. Hugsa að þetta sé ekki fyrir mig (of mikil svona brask lykt af þessu)! |
Author: | SteiniDJ [ Tue 15. Sep 2009 20:06 ] |
Post subject: | Re: Viðskiptanetið? |
Logi wrote: Takk fyrir þetta. Kíkti þarna inn á barter.is og ég held að ég nenni ekki að fara standa í þessu. Hugsa að þetta sé ekki fyrir mig (of mikil svona brask lykt af þessu)! Einmitt það sem ég hugsaði. |
Author: | HAMAR [ Tue 15. Sep 2009 21:09 ] |
Post subject: | Re: Viðskiptanetið? |
Eg hef bara lent í veseni með viðskiptanetið ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |