bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Porsche 944 '87.
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=38405
Page 1 of 3

Author:  GudmundurGeir [ Sat 04. Jul 2009 17:20 ]
Post subject:  Porsche 944 '87.

Ég fór í bæinn síðustu helgi til að sækja nýja bílinn! Mig hefur langað lengi í hann... Föðurbróðir minn Jón S. Halldórsson flutti þennan inn á sínum tíma, held að eina bílferð sem ég muni eftir með honum sé í þessum bíl ... og hún gleymist ekkert :lol:

En hann verður nú í höndum konunnar því ég er með minn svarta S2. Svo fær hún eitthvað fínt einkanúmer til að passa við GR8PL8 8)

Hér eru tvær frá fyrri eiganda, þær eru teknar sumarið sem hann fór inn í skúr '99 og þar hefur hann verið síðan! Hann er ógangfær því tímareimina vantar en það er búið að panta hana. Framstykkin af honum eru líka í málun núna.

Image

Author:  GudmundurGeir [ Sat 04. Jul 2009 17:22 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

....

Author:  Gunnar H [ Sat 04. Jul 2009 19:46 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Þú hefur semsagt náð honum af Víði, karlinn var einmitt að bölva því að hafa ekki byggt tvöfaldan skúr svo hann gæti gert eitthvað í skúrnum og haft Porche´inn þar

Author:  íbbi_ [ Sun 05. Jul 2009 10:53 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Til hamingju maður. Man eftir því þegar þú varst ad tala um þennan bíl þegar vid vorum í grunnskóla!

Author:  Zed III [ Sun 05. Jul 2009 12:13 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Flottur.

Er dónaskapur að spyrja hvað svona græja kostaði þig ?

Author:  ValliFudd [ Sun 05. Jul 2009 12:17 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Djöfull (fyrir sæma) eru þetta svalir bílar! Myndi velja þann svarta framfyrir hvaða BMW sem er... :drool:

Author:  Zed III [ Sun 05. Jul 2009 12:27 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

ValliFudd wrote:
Djöfull (fyrir sæma) eru þetta svalir bílar! Myndi velja þann svarta framfyrir hvaða BMW sem er... :drool:


Stór orð þetta, en þessi svarti má eiga það að hann er rosalega flottur.

Author:  ValliFudd [ Sun 05. Jul 2009 13:09 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Zed III wrote:
ValliFudd wrote:
Djöfull (fyrir sæma) eru þetta svalir bílar! Myndi velja þann svarta framfyrir hvaða BMW sem er... :drool:


Stór orð þetta, en þessi svarti má eiga það að hann er rosalega flottur.

Nota línu sem hefur áður verið notuð, breyti henni bara smá..

"En BMW verður seint talinn eitthvað spes bíll" :mrgreen:

Mér finnst nú miklu meiri cool factor í þessu en BMW... 8)

Author:  Alpina [ Sun 05. Jul 2009 13:11 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

S2 er MEGA flottur 8)


hinn er svalur ,, en ekki eins grand að sjá og svarti

Author:  Zed III [ Sun 05. Jul 2009 13:29 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

ValliFudd wrote:

Mér finnst nú miklu meiri cool factor í þessu en BMW... 8)


X-factorinn

Author:  GudmundurGeir [ Sun 05. Jul 2009 21:34 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

.... :)

Author:  GudmundurGeir [ Tue 04. Aug 2009 10:34 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

.......

Author:  GudmundurGeir [ Thu 07. Jan 2010 00:08 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Nýjar myndir, símamyndir.

Image

Image

Image

A290 beið fyrir utan eftir að gyllti færi út... hann er kominn inn í skúr núna.

Image

Image

Image

Bónaður með Zymöl Porsche :cool:

Image

Image

Author:  Thrullerinn [ Thu 07. Jan 2010 00:21 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

GudmundurGeir wrote:
Ísafjörður er líklega eini staðurinn þar sem maður er látinn í friði fyrir að vera númerslaus að framan 8) Flottara hehe

Image


Þessar felgur eru alveg killer flottar á þessum bíl!

Til hamingju með nýjan bílinn.

Porsche FTW :thup:

Author:  GudmundurGeir [ Tue 12. Jan 2010 11:46 ]
Post subject:  Re: Keyptum annan 944 Porsche :)

Takk fyrir það! Ég fékk þessar með bílnum þegar ég keypti hann. Mér fannst þær nú aldrei sérstakar ,miðað við verðið sem mér var sagt , en þær venjast alveg :)

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/