bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Reykjavíkurborg stelur bílum
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=38327
Page 1 of 1

Author:  Bjarki [ Tue 30. Jun 2009 22:04 ]
Post subject:  Reykjavíkurborg stelur bílum

Reykjavíkurborg stal af mér bíl í skjóli nætur um seinustu helgi.
Fengu reyndar þriðja aðila í verkið, VÖKU.
Þeir fóru inn á einkalóð og settu miða á bíl í minni eigu, ég setti svo á móti miða í bílinn til að upplýsa þá um stöðu mála ásamt því að senda þeim tölvupóst.
En þeir tóku bílinn!
Svo hringdi ég og gaf þeim kost á því að gefa skýringar áður en ég myndi kæra þetta til lögreglunnar þá komu afsakanir. Bílstjórarnir eru allir pólskir hjá Vöku og skilja ekki svona miða, þeir höfðu kíkt á þetta og ekki verið með sköfu til að skafa sinn miða af rúðunni.
Ástæða þess að þeir gerðu þetta var að þeirra sögn sú að mikið af kvörtunum hafi borist frá fólki í nágrenninu yfir því að þessi bíll stæði þarna á einkalóð.
Ég þurfti ekki að beita þá neinni hörku heldur buðust þeir til þess að skila bílnum....góðir þjófar! Þeir skiluðu bílnum til baka í dag (létu Vöku gera það).
En báðu mig ef hægt væri að hafa hann á aðeins öðrum stað á einkalóðinni.
Sá sem hafði með málið að gera hjá borginni heitir Björn Olsen og sá maður er að mínu mati ekki að fara vel með fé Reykjavíkurborgar og ekki að gera það sem hann á að vera að gera í vinnunni. Leiðinlegt að svona óhæfir einstaklingar séu í vinnu þegar nóg framboð ætti að vera af hæfu fólki.
Slíkir gjörningar eru einungis til þess fallnir að hækka kostnað og þ.a.l. gjöld og/eða útsvar.

Author:  JonFreyr [ Tue 30. Jun 2009 22:32 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

Miklir snillingar þarna á ferð, svona á alltaf að rata í blöðin því það setur pressu á þá sem stjórna svona aðgerðum. Að vekja athygli á vandamálum er oftar en ekki fyrsta skrefið í að vandamálin séu leyst.

Author:  ///M [ Tue 30. Jun 2009 22:50 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

Arnib lennti einhverntíman í þessu líka, bara aulalegt

Author:  Viggóhelgi [ Wed 01. Jul 2009 01:16 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

þetta finnst manni bara vera skaðabótamál, djöfull er þetta leiðinlegt!
var bíllinn ekki annars HEL illa farinn eftir þessa ferð upp í vökuport ? ryðgaður og lakk orðið bara plain rispað og gamalt ? :lol:

Author:  gunnar [ Wed 01. Jul 2009 09:02 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

Djöfull er samt til mikið af fólki sem vælir yfir gjörsamlega öllu... Ætli þetta hafi ekki verið einhver leiðindarbeygla í hverfinu hjá þér sem kvartaði ? :lol: :lol:

Author:  _Halli_ [ Wed 01. Jul 2009 09:13 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

Bara aulalegt!! Hefur svipað mál ekki komið fyrir áður hjá þér?

Author:  Alpina [ Wed 01. Jul 2009 20:34 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

gat ekki borgin látið þennann haug hverfa í eitt skipti fyrir öll ,,,,, :roll:

í staðin fyrir að bruðla með dráttarbíla osfrv :lol: :lol: :lol:

Author:  Bjarki [ Wed 01. Jul 2009 23:54 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

_Halli_ wrote:
Bara aulalegt!! Hefur svipað mál ekki komið fyrir áður hjá þér?


Eitt sinn "stal" lögreglan bíl frá mér!!
Létu Vöku draga bíl sem ég átti í götunni, sá bíll var á númerum.
Í stað þess að setja miða á hann "boðun í skoðun" sem var það eina sem hægt var að setja út á, þá bara létu þeir draga bílinn.
Ég varð alveg óður sérstaklega í ljósi þess að ég var nýbúinn að kaupa bílinn í Hafnarfirði og draga hann þaðan fastan í bremsu! Það var í rigningu
Svo dróg ég hann aftur heim frá Vöku-Portinu daginn eftir að þeir tóku hann og þá var þurrt og það rauk þvílíkt úr dekkinu og farið sást lengi lengi á eftir.

Það mál endaði þannig að þeir greiddu allan áfallinn kostnað þ.m.t. reikning sem ég skrifaði út fyrir að sækja bílinn aftur. Ástæða lögreglu fyrir þeim gjörningi var: "á öllum stórum bæjum geta orðið mistök"
Ég hef sterkan grun um það að það sé maðkur í mysunni og að einhver vel tengdur nágranni hafi óbeit á mér!!

Guðbrandur Sigurðsson, aðalvarðstjóri hafði með það mál að gera.

Það er mikilvægt að fólk átti sig á því að allir slíkir brestir í stjórnsýslunni valda því að allir tapa. Skilvirk óspillt stjórnsýsla / innviðir í samfélagi eru líklegir til að auka hagvöxt.

Author:  íbbi_ [ Fri 03. Jul 2009 14:21 ]
Post subject:  Re: Reykjavíkurborg stelur bílum

ég lenti í þessu í kóp. ég á 04 árg af bíl sem bilaði, og hafði staðið á stæðinu hjá mér í nokkra mánuði, einn daginn henti ég honum svo að gangstéttarkantinum svo það væri hægt að komast inn í skúrinn og voila.. hvarf bíllinn og ég fékk 16þús kr reikning

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/