bmwkraftur.is https://www.bmwkraftur.is/spjall/ |
|
Ég gæti verið dauður núna.... https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=3780 |
Page 1 of 1 |
Author: | Kristjan [ Fri 19. Dec 2003 22:17 ] |
Post subject: | Ég gæti verið dauður núna.... |
Ég var að keyra í suður á glerárgötu (vinstri akgrein) akureyri rétt áðan þegar bíll kemur hjá sjallanum og keyrir útá götuna beint á móti mér, annar bíll var við hliðina á mér en hann tók greinilega eftir því hvað var að fara gerast svo hann gefur í og gefur mér þar að leiðandi rúm til að færa mig yfir á hægri akgrein rétt áður en draugabíllinn keyrir næstum því á framan á mig. Og vitið hvað, gamall kall með hatt var undir stýri. |
Author: | saemi [ Fri 19. Dec 2003 22:37 ] |
Post subject: | |
Úffffff. Það var gott að það var vakandi ökumaðurinn við hliðina. Maður hefur séð svona gerast. Man alltaf eftir gömlu konunni sem kom öfug niður afreinina af Hafnarfjarðarveginum frá Hamraborginni ![]() |
Author: | Kristjan [ Fri 19. Dec 2003 22:46 ] |
Post subject: | |
alltaf leiðinlegt að heyra svona hluti, en ég ætla að setjast niður í sófann minn núna og fá hjartaáfall..... |
Author: | Bimmser [ Sat 20. Dec 2003 00:18 ] |
Post subject: | |
saemi wrote: Úffffff.
Það var gott að það var vakandi ökumaðurinn við hliðina. Maður hefur séð svona gerast. Man alltaf eftir gömlu konunni sem kom öfug niður afreinina af Hafnarfjarðarveginum frá Hamraborginni ![]() já, lenti einmitt í því sama einu sinni þarna!?!?! Gamall kall og konan hans ekkert að pæla í neinu!!! Hefði verið til í að ná mynd af svipnum á mér þá, kjálkinn var í gólfinu!!! ![]() |
Author: | jens [ Sat 20. Dec 2003 08:19 ] |
Post subject: | |
Ég get sagt að það tekur á að lenda í svona shit. Hef þurfa að mæta bíl á mínum vegarhelming á Kjalarnesinu og þurft að víkja yfir á öfugann vegarhelming til að sleppa, það var ekki honum að þakka að við sluppum. ![]() |
Author: | iar [ Sat 20. Dec 2003 11:19 ] |
Post subject: | |
Og líka frekar óþægilegt að mæta bílum í hringtorgi. Mæli ekki með því ![]() Gott mál að engin slys urðu, þú bara leyfir pumpunni að slaka á og jafnar þig á þessu Kristján. ![]() |
Author: | Kristjan [ Sat 20. Dec 2003 16:32 ] |
Post subject: | |
Mig langaði svo að elta hann og rífa af honum teinið... fara bara með það uppá svínabú, ég var með vitni og alles. |
Author: | Kull [ Sat 20. Dec 2003 17:46 ] |
Post subject: | |
Ég mætti einu sinni bíl á öfugum vegahelmingi á Sæbrautinni þarna rétt áður en maður kemur að Íslandsbanka. Það var fljúgandi hálka og bílinn þrusaði framan á bílinn sem var á hinni akreininni við hliðana á mér og hann kastaðist á bílinn fyrir aftan mig. Sem betur fer var ég nýbúinn að skipta um akrein. |
Author: | Kristjan [ Sat 20. Dec 2003 23:07 ] |
Post subject: | |
úff, Kull... slasaðist einhver? |
Author: | Kull [ Sun 21. Dec 2003 15:28 ] |
Post subject: | |
Eftir því sem ég best veit slasaðist enginn alvarlega en fólkið hefur samt lemstrast eitthvað. Sem betur fer vorum við nýlögð af stað frá ljósum þannig að hraðinn var ekki mikill, samt rosalegt að sjá bílana kastast til við áreksturinn. |
Author: | Jss [ Sun 21. Dec 2003 16:52 ] |
Post subject: | |
Ég sé að þið hafið lent í ýmsu, vona að maður lendi ekki í svona, sumt fólk á einfaldlega ekki að hafa ökuskírteini ![]() |
Author: | Bimmser [ Tue 23. Dec 2003 00:51 ] |
Post subject: | |
Jebbs, sérstaklega leiðinlegt að heyra af þessu slysi og hvaðþá þessu fólki í kópavogi, var að vona að þetta hefði verið svona 1-off dæmi sem ég lenti í en greinilega ekki ![]() |
Page 1 of 1 | All times are UTC |
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group https://www.phpbb.com/ |