bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=37401
Page 1 of 2

Author:  Zed III [ Tue 19. May 2009 21:34 ]
Post subject:  Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

ég er með skoda octavíu og trimmið á stuðaranum er orðið grátt og upplitað.

Er ekki einhver hér sem lumar á réttu aðferðini til að koma þessu í lag, annaðhvort réttu hreinsiefnin eða spreyið til að mála trimmið ?

Author:  ///MR HUNG [ Tue 19. May 2009 22:14 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Hitablásari reddar þessu.

Author:  Saxi [ Tue 19. May 2009 23:14 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

http://www.youtube.com/watch?v=y-UPsfvhmTc

Author:  Svessi [ Wed 20. May 2009 04:55 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Þetta að nota hitabyssu virkar, og er oft varanlegt í lengri tíma.
En maður verður að fara varlega í þetta, ég lenti einu sinni í því að hita plastið sem ég var að gera svona við of mikið og það aflagaðist lögunin á því, snérist uppá plastið. Þannig að sumar smellurnar sem héltu því að bílnum pössuðu ekki lengur.

Annars hef ég notað Turtle Wax Black Chrome, svört drulla sem maður pússar plastið með.
Þetta er ekkert ofurefni, bara virkar svona sæmilega og lætur svarta trimmið líta betur út.

Þessi Back to Black sprey, er ekkert hrifinn af þeim, kannski flott rétt eftir að maður er búinn að spreyja en það er engin ending á því, plastið yfirleitt orðið grátt aftur eftir bara fáeina daga.

Og svo án nokkurs grínst þá skyllst mér að hægt sé að nota venjulegt hnetusmjör, bara að passa að það sé hreint hnetusmjör ekki með kornum í.
Ég hef ekki prófað þetta sjálfur, svo ég get ekki sagt fyrir víst hvort þetta virkar almennilega.

Author:  Zed III [ Wed 20. May 2009 08:31 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

ég prófa nutella ef hitabyssan virkar ekki

http://www.youtube.com/watch?v=Q-dtbBzky-s&feature=related

takk fyrir svörin

Author:  JonFreyr [ Wed 20. May 2009 09:15 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Getur lika profad sterkan tjoruhreinsi og grofan svamp (eldhus-svamp) og bara nudda hressilega. Nærd talsvert miklu af gomum bonrestum og back-to-black sulli burt med thessu, tekur ekkert rosalega langan tima og hefur oft reddad mer. Thetta er engin tofralausn en agætt ad hreinsa gamalt bjakk i burtu adur en thu ferd a thetta med harblasarann :D

Author:  gardara [ Wed 20. May 2009 12:04 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Svessi wrote:
Annars hef ég notað Turtle Wax Black Chrome, svört drulla sem maður pússar plastið með.
Þetta er ekkert ofurefni, bara virkar svona sæmilega og lætur svarta trimmið líta betur út.


Ég hef einmitt einungis haft góða reynslu af einu svona svertunar efni sem ég hef prófað... Og það var Black in a Flash frá Turtle Wax...

Annars hljómar þetta með hitablásarann frekar vel, prófa það næst hjá mér...

Author:  Thrullerinn [ Wed 20. May 2009 15:20 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Meguiars drullan er ágæt

Author:  arnibjorn [ Wed 20. May 2009 15:37 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Anna Cavalier var með eitthvað töfrasprey frá Toyota um daginn uppí skúr..

Spreyjar listann með þessu og hann verður bara eins og nýr. Barílagi dót!

Author:  Cavalier [ Wed 20. May 2009 16:23 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

heheh toyota spreyið er algjör snilld!!

Aron Jarl er með það í láni hjá mér eins og er!!

Author:  bErio [ Wed 20. May 2009 16:25 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Það er dót sem hann er með hann Bæzi ( Bæring )
Frá einzeitt vinil eitthvað
Mega gott!

Author:  Zed III [ Wed 20. May 2009 19:41 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Þannig ef hitabyssan gerir sig ekki þá er það einzeitt vinil frá Toyota eða er þetta sitthvort efnið ?

Einhver sem veit hvar þetta er til?

Author:  birkire [ Wed 20. May 2009 19:50 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

Bæsi a höfðabílum er með Einszett dótið

hitabyssan virkar örugglega, tókum gamlan swift hjá félaga mínum og ómáluðu stuðararnir líta ut eins og nýir

Author:  ///M [ Wed 20. May 2009 19:53 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

autoglym bumper care er mjög fínt í svona :) ef plastið er mjög upplitað og þurrt þarf að rúnkast aðeins á þessu en þetta verður mjög fallegt á eftir, notaði þetta alltaf á touringinn þar sem hann var allur í svona plasti :lol:

Author:  Zed III [ Wed 20. May 2009 20:08 ]
Post subject:  Re: Trikk til að hressa upp á stuðaraplast óskast

sá mikið talað um autoglym bumper care á netinu, spurning um að finna það ef 2500 kall hitabyssan úr Byko stendur sig ekki

cheers all

Page 1 of 2 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/