bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

Volvo C70, þokkalega flott græja...
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=3738
Page 1 of 1

Author:  Moni [ Tue 16. Dec 2003 19:44 ]
Post subject:  Volvo C70, þokkalega flott græja...

'Eg er alveg að fíla þessa útgáfu af Volvo... Volvo C70, til bæði Coupe og convertible

Image

Image

Image

Þeir fást með 3 vélum:
2,0l 5 cyl lowpressure turbo 163 hp
2,4l 5 cyl lowpressure turbo 200 hp
2,3l 5 cyl highpressure turbo 245 hp

Þeir eru reyndar framdrifnir með þversumliggjandi línu fimmu, eru um 6,8 sek í 100 km/h
Allavega væri ég til í einn svona :D

Author:  iar [ Tue 16. Dec 2003 22:10 ]
Post subject: 

Það er held ég lítil spurning að þetta eru mjög vandaðir bílar að öllu leiti en þeir eru fjarri því að heilla mig eitthvað svo ég valdi möguleikann í miðjunni. :roll:

PS: Myndi þó alla daga taka Volvo fram yfir Toyotu! ;-)

Author:  Jss [ Tue 16. Dec 2003 22:55 ]
Post subject: 

Aflmiklu Volvo-arnir eru þekktir fyrir mikið torque steer en hefði svosem ekki mikið á móti því að eiga svona en ég veit margt betra sem hægt er að fá eða gera fyrir minni pening :D

Author:  Rutép [ Tue 16. Dec 2003 23:06 ]
Post subject: 

Sko ég get nú ekki sagt annað en að þetta sé bara mjög vel heppnuð framleiðsla hjá VOLVO, ég myndi ekki slá hendinni á móti einu svona stykki!

Author:  Svezel [ Tue 16. Dec 2003 23:50 ]
Post subject: 

Ég hef setið töluvert í VC70 og það er prýðilegur bíll, Volvo eru ágætis bílar.

Tæki samt BMW anyday

Author:  Logi [ Wed 17. Dec 2003 01:11 ]
Post subject: 

Mér finnst C70 vera mjög flottir bílar, en það er ekki þar með sagt að ég myndi vilja eiga einn!

Author:  Hlynzi [ Wed 17. Dec 2003 21:37 ]
Post subject: 

Þetta er fínn bíll. Mér þykir eldri Volvó bílar fallegri. En ég væri alveg til í að keyra á þessu.

En E34 M5, hva bara búinn að stela bílnum hans bebecars ?

Author:  bjahja [ Wed 17. Dec 2003 21:56 ]
Post subject: 

Hlynzi wrote:
Þetta er fínn bíll. Mér þykir eldri Volvó bílar fallegri. En ég væri alveg til í að keyra á þessu.

En E34 M5, hva bara búinn að stela bílnum hans bebecars ?

Jebb.........hann stal M5inum hans og Bebe stal þá bara bílnum hans í staðinn :lol: :wink:

Author:  bebecar [ Thu 18. Dec 2003 09:19 ]
Post subject: 

Við skiptum á bílum, ekki alveg á sléttu samt :wink:

Author:  Jss [ Thu 18. Dec 2003 09:42 ]
Post subject: 

Hlynzi wrote:
Þetta er fínn bíll. Mér þykir eldri Volvó bílar fallegri. En ég væri alveg til í að keyra á þessu.

En E34 M5, hva bara búinn að stela bílnum hans bebecars ?


Ég hélt að það vissu allir hérna af þessu, ekki eins og það hafi farið eitthvað hulið. :?

Author:  bebecar [ Thu 18. Dec 2003 09:50 ]
Post subject: 

Þetta eru bestu bílaviðskipti sem ég hef gert. Maður fékk hardcore bíl í staðinn, góðann eiganda á hinn og svo erum við með gagnkvæmann umgengnisrétt!

Og það eru alveg hreinar línur að ef ég ætti pening þá myndi ég kaupa M5 bílinn aftur þegar E34M5 selur og fær sér eitthvað ennþá öflugra!

Author:  Logi [ Thu 18. Dec 2003 12:19 ]
Post subject: 

Ég held að ég hafi nú aldrei verið kallaður þjófur áður, en einhverntíma er allt fyrst :lol:

Og já þetta voru fín skipti, það var samt ekkert auðvelt að horfa á eftir gamla hvíta :cry:

Author:  bebecar [ Thu 18. Dec 2003 13:15 ]
Post subject: 

Hann er að fara í yfirhalningu núna eftir helgi - þá fæ ég A-Benz í tvær vikur.

Þá fer sá hvíti inn í skúr í allsherjar sjæningu og kúplingsskipti.

Author:  Jss [ Thu 18. Dec 2003 13:22 ]
Post subject: 

Það er alltaf gaman að sjá þegar vel er hugsað um gamla bíla (sérstaklega BMW og aðra eðalbíla) enda bjóst maður aldrei við öðru af þér.

Page 1 of 1 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/