Ford Mustang 45 ára
Þann 17. apríl 1964 var Ford Mustang frumsýndur í New York, og þar með á þessi merki bíll 45 ára afmæli á morgun, föstudaginn 17. apríl. Mustang hefur verið framleiddur samfellt öll þessi ár og í yfir 9 milljón eintökum ! Laugardaginn 18.apríl ætlar Íslenski Mustang klúbburinn í samvinnu við Brimborg að halda 45 ára afmælissýningu í húsnæði Brimborgar að Bíldshöfða 6-8 frá kl. 10.00 til 16.00, en á sýningunni verða 25 bílar á öllum aldri. Á staðnum verða félagar úr Mustang klúbbnum sem svara spurningum og kynna klúbbinn. Þess má geta að Íslenski Mustang klúbburinn var stofnaður 17. apríl 2000 og verður því 9 ára á þessum merku tímamótum. Og að sjálfsögðu er FRÍTT INN í afmælið, þess má geta að þarna verða einnig félagar frá Bílaklúbbi Akureyrar að kynna Bíladaga 2009. Hér er hægt að sjá meira um sögu Mustang.

_________________
Maggi Sig.
www.bilavefur.net
1968 Ford Mustang GT Fastback 302 J-Code
1970 Ford Cortina 1600 (á bið)
bilavefur@internet.is