bmwkraftur.is
https://www.bmwkraftur.is/spjall/

I'm in love
https://www.bmwkraftur.is/spjall/viewtopic.php?f=16&t=3563
Page 1 of 3

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 13:25 ]
Post subject:  I'm in love

Það er aldrei eins og það sýnist. Ég er svo bílkynhneigður að það er ferlegt.

Ég fór og lét loksins verða af því að skoða einn af draumabílunum mínum og prófa hann (vinur minn er að spá í hann).

Bíllinn sem um ræðir er Range Rover og er annar af tveimur jeppum sem mig langar í, hinn er G-Benz. Nema hvað - mig langar ekki baun í G - Benz lengur!

Ég gjörsamlega kolféll fyrir þessu breska meistarastykki. Þvílíkir aksturseiginleikar á þessum jeppa og aflið alveg nóg. Ekki nóg með það heldur var nú tilgangur ferðarinnar sá að bera hann saman við þá jeppa sem ég hef hvað mesta reynslu af; Terracan, LC 90 og V6 Vitara.

Í sem fæstum orðum þá jarðaði hann þó gjörsamlega og var þí að klifra brekkur á ónelgdum dekkjum ó snjó og hálku. Gjörsamlega óstöðvandi tæki.

I WANT ONE!

Author:  Jss [ Mon 01. Dec 2003 13:28 ]
Post subject: 

Og hvernig Range Rover var prófaður, árgerð, vél og annað og hvar, af hvaða sölu og svona (einn forvitinn)

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 13:37 ]
Post subject: 

Hann var 1992 módel held ég, ekinn 200200 km. Lítur ekki sérlega vel út en þó ódældaður, óaðfinnanlegur að inna hinsvegar og kramið algjörlega tipp topp. Tveir eigendur.

3.9 lítra V8 og 185 hestöfl, 4 gíra ssk.

Author:  Jss [ Mon 01. Dec 2003 13:38 ]
Post subject: 

Þú finnur ekkert mikið "ljúfari" jeppa heldur en Range Rover (allavega svona gamla)

Author:  iar [ Mon 01. Dec 2003 13:40 ]
Post subject: 

Iss.. fáðu þér alvöru snowmobile, mig grunar að þessi sé miklu frekar sá rétti fyrir þig:

Image

;-)

Author:  Logi [ Mon 01. Dec 2003 13:44 ]
Post subject: 

Já þetta eru magnaðir bílar! Pabbi er búinn að eiga fjóra minnir mig og ég ferðaðist mikið í þessum bílum þegar ég var yngri..

Ég hef reyndar bara prófað einn og hann var ekki nógu góður. Ca árg. '96 m. 4,6 lítra vélinni. Það hlýtur bara að hafa verið eitthvað að honum. Hann stóðst allavegana engan vegin samanburð við S420 Benzann sem ég fór á til að prófa Roverinn!

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 13:54 ]
Post subject: 

Við erum náttúrulega ekki með slæmann samanburð af E420 :wink:

Hvernig reyndust þessir bílar pabba þínum?

Author:  Gunni [ Mon 01. Dec 2003 17:16 ]
Post subject: 

Ég verð nú að segja eitt. Afi minn á svona range rover (veit ekki hvaða árg en hann er sama útlit og 92) og þetta er ein sú mesta drusla sem ég hef keyrt! v8 bensín, eyðir sóðalega miklu og virkar ekki rassgat!

Varð bara að deila þessu með ykkur :|

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 18:44 ]
Post subject: 

Eftir minni bestu vitund (þekki formann Land Rover klúbbsins) þá er eyðslan um 13.5 utanbæjar og tæpir 18 innanbæjar. Mér finnst það nú ekki mikið fyrir 4 lítra V8 og virkar ekki rassgat hvernig? Hann er nú rúm 2.2 tonn með ökumanni og 185 hestöfl. Þeir eiga að vera í kringum 15 sekúndur uppí 100 kmh sem er svipað og með smá breytingum eru margir þeirra um 10 sek í 100.

Ég hef ekki kynnst neinu sem fer svona auðveldlega í þessa brekku sem ég prófaði...

En auðvitað er þetta engin spíttkerra innanbæjar. Hann er gíraður fyrir off road.

Þetta er líka eini bíllinn með almennilega aksturseiginleika á og af vegi, var ósnertur konungur þangað til að Touareg og Cayenne veittu samkeppni.

Svo er aðal djókið þetta. Við hliðina á þessum Range Rover stóð sama árgerð af LC 80 ekinn 20 þúsund meira og á 35". Eini munurinn var að LC var á 2.2 milljónir en RR var á 780 þús!!! Það er nú hægt að kaupa fyrir 1420 þúsund í mismum, og ansi mikið viðhald og þú ert samt að fá mun skemmtilegri bíl, bæði í bænum og utan hans...

Author:  Jökull [ Mon 01. Dec 2003 18:46 ]
Post subject: 

Þið ættuð að prófa 2003 árg, 4,6 það er geðveigt allavega af mínu mati :D

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 18:48 ]
Post subject: 

Ég skal trúa því en það er samt ekki jeppi heldur jepplingur.

Author:  Jökull [ Mon 01. Dec 2003 18:58 ]
Post subject: 

það er reyndar soldið til í því en hann hefur alla kosti jeppa meira segja hægt að hækka hann bara með þvi að ýta á takka og margt fleira. en bara allt of dýr til þess að fara eitthvað upp á fjöll,hann á bara heima í einhverjum MTV myndböndum :D

Author:  Alpina [ Mon 01. Dec 2003 19:16 ]
Post subject: 

Gunni wrote:
Ég verð nú að segja eitt. Afi minn á svona range rover (veit ekki hvaða árg en hann er sama útlit og 92) og þetta er ein sú mesta drusla sem ég hef keyrt! v8 bensín, eyðir sóðalega miklu og virkar ekki rassgat!

Varð bara að deila þessu með ykkur :|


hehehehehehehehe :biggrin: :biggrin:

Author:  Logi [ Mon 01. Dec 2003 19:34 ]
Post subject: 

bebecar wrote:
Hvernig reyndust þessir bílar pabba þínum?

Bara ágætlega, hann var allavegana mjög ánægður með þá á sínum tíma. Fyrsta keypti hann uppúr '80 og þann síðasta um '91. Þeir voru árg. '73-'84, þessir bílar minnir mig.

Hann var svo reyndar miklu ánægðari með Toy LC 80 '94 sem hann átti fyrir nokkrum árum. En það var náttúrulega miklu yngri bíll og með mjög skemmtilegri diesel vél sem togar endalaust.

Ég held að ég fengi mér nú frekar Range Rover heldur LandCruiser. Síðustu árg. af 1 gen. bílunum eru að fara á alveg fáránlegan pening oft á tíðum og eru öruglega ein bestu kaupin í jeppa í dag....

Author:  bebecar [ Mon 01. Dec 2003 22:46 ]
Post subject: 

Já, það munaði aðeins 1400 þúsundum á LC 80 sem stóð við hliðina!

Page 1 of 3 All times are UTC
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group
https://www.phpbb.com/