Sælir. Nýr meðlimur og nýbakaður BMW eigandi á ferð. Þetta er flott síða, sérstaklega fyrir svona bílaaula eins og mig.
En út í alvarlegri mál. Þannig er að ég keypti mér E39 bíl fyrir um 2 mánuðum síðan og fyrir um mánuði síðan þá losði einhver boltana í felgunum mínum, sem varð næstum því til þess að ég missti báða foreldra mína á Reykjanesbrautinni þegar eitt hjólið losnaði undan. (Ég vona að einhver hafi verið að reyna að stela felgunum frekar en að það hafi átt að drepa mig) En eins og flestir heilvita menn vita þá er lásbolti í felgunum og það var hann sem gerði það að verkum að felgurnar hurfu ekki (það var hann sem að hélt felgunni á þegar foreldrar mínir fengu bílinn lánaðann, hinir týndust úr og svo á endanum gaf hann sig og felgan af).
Þetta var mjög sárt tjón uppá 160þús (hefði geta verið verra), en ef einhver hefur upplýsingar um hvort einhver hafi verið að reyna að stela felgunum eða einhver hafi ætlað að láta stela felgunum fyrir sig, vinsamlegast látið mig vita því að ef ég kemst að því hver gerði þetta þá ætla ég að halda uppá það með því að láta hann drekka smurolíu.
