Ég verð að segja að ég er alveg óhóflega mikill bílaáhuga maður,
Það gengur meira og minna allt útá bíla hjá mér,
Það sem mér finnst einnig gamann er að skreppa í burtu frá öllu samann hérna, nýtt umhverfi og svona,
Tölvur og tæki hef ég mikinn áhuga á en hef aldrei verið brjálað inní því,
Peningaleysi,
Ég er Vísindamaður í mér, alveg innað beini og í gegn, alltaf þegar ég horfi á Back To the Future þá fæ ég nýja hugdettu um eitthvað nýtt að þróa
Ég sat tildæmis um daginn að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum væri hægt að gera M20 eða M30 vél að vanos vél
Og það eina sem mér datt í hug væri að á Knastása hjólinu sem er tengt við tímareimina væri tjakkar svona litlir solenoid rafmagns tjakkar sem þegar kæmi rafmagn myndu ýttá á hjólið( það væri fest þannig að maður gæti fært það eins og adjustable cam sprockets en í stað skrúfa til að festa það væru svona tjakkar sem myndu halda því á einum stað) svo væri tjakkarnir festir á hjólið og annar hlutinn á knastásinn, svo þegar maður gefur straum þá myndi hjólið snúa sér aðeins, kannski 15gráður sem væri bunch af power í raun, eða til að fá power bandið neðar,
Svo var ég að skoða og VVTi er einhvern veginn svona hannað, að snúa knastása tannhjólinu áfram eða afturábak,
Mér var nú að detta annað mögulega betra, en það væri þannig að það sem tengir hjólið við ásinn væri tennur, og á hjólinu væri gír á móti sem væri tengdur við mótor líkum þeim sem eru í lausagangs mótorum í E30 M20, og með honum væri hægt að hreyfa gírinn eftir þörfum, verða að vera 2 eða dummy þyngd hinum meginn til að það væri ekki meiri þyngd einu meginn, svo þegar maður breyttir riðunum í mótorinn þá myndi hann færa sig og þá myndi maður láta riðin jafna sig aftur til að viðhalda þeirri stöðu, þetta þarf líklega þokkalega sterkan mótor því að hjólið snýst skuggalega hratt og það þarf power til að hreyfa þetta eitthvað,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
