bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Thu 29. May 2025 13:59

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 10:31 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
JSS var með áhugamálspælingar - forvitnilegt að sjá hvaða áhugamál fólk hefur hér.

Ég hef sennilega mestan áhuga á bílum, mótorhjólum og hljómtækjum (heimilis). Svo koma þar á eftir... matur og vín, myndlist, hönnun (húsgögn) armbandsúr og útivist.

Maður hefur verið ágætlega duglegur að láta sína draum rætast, alltaf á eftir áætlun en fyrir rest þó.

Búin að eiga draumbílinn (og auðvitað búin að setja markið hærra), er að taka mótorhjólaprófið til að dekka þann áhuga, græjumálin er í góðu lagi í dag eftir nýleg öppgreid.
Maður nýtur þess að elda góðan mat og drekka bjór og vín með á hverjum degi (þessvegna er ég líklega alltaf blankur). Myndlistaráhuganum er haldið við á hverju ári með skynsamlegum og mjög hóflegum kaupum á nútímalist (enn meiri peningahýt en bílar). Hönnun og húsgögn hafa þó setið á hakanum en það stendur til að bæta úr því.

Nóg á ég af úrum en er þó ekki komin með aðal úrið ennþá og ég er búin að prófa ansi mikið í útivistinni en hef ekki haft tíma til að stunda hana að ráði síðustu 2-3 ár.

Hver eru ykkar hobbí?

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 11:17 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Ég var byrjaður að skrifa svona póst en ákvað að kíkja hvort þú værir ekki búinn að því, en ég hef að sjálfsögðu óbilandi áhuga á bílum og BMW þar fremstur í flokki. Síðan eru það allskyns græjur, tól og tæki, hef mjög gaman að flestu sem tengist tölvum og "gadgets" er dellukall, er með tækjadellu. Síðan hef ég þónokkurn áhuga á flugi. Hef mikinn áhuga á allskyns græjum, hef bara ekki ennþá komið mér í það að skella mér á alvöru græjur, en Headphone-in eru Sennheiser HD580 :D 8)

Síðan hefur maður áhuga á öllu milli himins og jarðar.

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 11:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
Ætli áhugamálin einskorðist ekki aðalega við bíla(þar eru BMW efstir en ég er opinn fyrir ýmsu), græjur(alls konar), heilsurækt, tölvur(svona hæfilega) og tónlist(rock og metal).

Maður á nokkuð gott heimabíó, Sennheiser HD600 headphone, fjartsýrðan bensínbíl, laptop, sæmilegan bíl o.sv.frv. þ.a. græjudellan er allsráðandi.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 13:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
Fyrir utan Bíla....


Fjölskyldan mín, konan og stelpan.
Ég er nett Tölvunerd, hardware gets me going.
Vín, matur..
Ræktin 6-7 sinnum í viku helst.
Vinnan.. mo money NO problems. :roll:

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 13:35 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ég verð að segja að ég er alveg óhóflega mikill bílaáhuga maður,

Það gengur meira og minna allt útá bíla hjá mér,

Það sem mér finnst einnig gamann er að skreppa í burtu frá öllu samann hérna, nýtt umhverfi og svona,

Tölvur og tæki hef ég mikinn áhuga á en hef aldrei verið brjálað inní því,
Peningaleysi,

Ég er Vísindamaður í mér, alveg innað beini og í gegn, alltaf þegar ég horfi á Back To the Future þá fæ ég nýja hugdettu um eitthvað nýtt að þróa

Ég sat tildæmis um daginn að velta því fyrir mér hvernig í ósköpunum væri hægt að gera M20 eða M30 vél að vanos vél :)
Og það eina sem mér datt í hug væri að á Knastása hjólinu sem er tengt við tímareimina væri tjakkar svona litlir solenoid rafmagns tjakkar sem þegar kæmi rafmagn myndu ýttá á hjólið( það væri fest þannig að maður gæti fært það eins og adjustable cam sprockets en í stað skrúfa til að festa það væru svona tjakkar sem myndu halda því á einum stað) svo væri tjakkarnir festir á hjólið og annar hlutinn á knastásinn, svo þegar maður gefur straum þá myndi hjólið snúa sér aðeins, kannski 15gráður sem væri bunch af power í raun, eða til að fá power bandið neðar,

Svo var ég að skoða og VVTi er einhvern veginn svona hannað, að snúa knastása tannhjólinu áfram eða afturábak, :)

Mér var nú að detta annað mögulega betra, en það væri þannig að það sem tengir hjólið við ásinn væri tennur, og á hjólinu væri gír á móti sem væri tengdur við mótor líkum þeim sem eru í lausagangs mótorum í E30 M20, og með honum væri hægt að hreyfa gírinn eftir þörfum, verða að vera 2 eða dummy þyngd hinum meginn til að það væri ekki meiri þyngd einu meginn, svo þegar maður breyttir riðunum í mótorinn þá myndi hann færa sig og þá myndi maður láta riðin jafna sig aftur til að viðhalda þeirri stöðu, þetta þarf líklega þokkalega sterkan mótor því að hjólið snýst skuggalega hratt og það þarf power til að hreyfa þetta eitthvað,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 17:56 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 11. Sep 2002 01:19
Posts: 1898
Location: Reykjavík
Ætli bílaáhuginn sé ekki framarlega, á nú tvo frá frá sitthvorri heimsálfunni. Síðan koma hljómtækin (heima) þ.á.m. heimabíóið, sem vantar kanski eina fjöður í (almennilega bakhátalara), þá er það orðið fínt. Tónlist (Alternetive, Rock?), tölvur og tölvuleikir, kvikmyndir, innanhússhönnun, kvikmyndagerð, ég og vinur minn erum að reina að koma saman lítilli heimildamynd úr einhverjum 30klt. af efni það gengur hálf hægt fyrir sig. Mat er alltaf gaman að elda, já og headphone'in eru Sennheiser HD 25 SP, HDR 65-8 og HD477. :wink:

_________________
BMW 850iA '92 E31
Mini Cooper S '03 R53
BMW K100 '85


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 17:57 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 29. Jan 2003 22:16
Posts: 4811
Location: Hafnarfjörður
Magnað hvað Sennheiser headphone-in eru vinsæl, enda gæðavara

_________________
Jóhann
E36 BMW M3 '96 S50B32 - SELDUR
E36 BMW 328iA '95 (Articsilber metallic) - SELDUR


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 19:13 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Sat 31. May 2003 11:10
Posts: 832
Location: rvk
Já skemmtilegt ég á einmitt 3 stykki HD 570, HD 590 og síðan HD 25 magnaður skítur


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 22:33 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Sun 20. Apr 2003 11:22
Posts: 247
Location: Odense, DK
BÍLAR ekki bara BMW heldur allt sem viðkemur bílum. Tónlist er líka ofarlega hjá mér þá aðallega rokk, helst gamalt. og svo allskonar græjur(heima) og svoleiðs dót.

_________________
Úlfar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 22:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sat 07. Sep 2002 00:45
Posts: 1690
Location: BIRK
1 sæti > FLUG og allt þeim tengt!!! (enda private pilot) :wink:
2 sæti > Bílar (BMW,BENZ og turbocharged vehicle)
3 sæti > tjellingar og djamm
4 sæti > Box og líkamsrækt


:clap:

_________________
BMW 325 (E30), E36 325 og E32 750 (Allt farið)
Í leit að E30 325 eða E34 M5 með hækkandi sól


Last edited by GHR on Sat 08. Nov 2003 13:20, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 07. Nov 2003 23:28 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 10. Jun 2003 15:49
Posts: 8506
Location: 101 RVK
Ég er nettur bílgræjukall, var að bæta við 10" Alpine R bassakeilu og er þar að leiðandi kominn með allt R settið frá Alpine í bílinn og orðinn þokkalega sáttur.

Ástæðan fyrir græjunum er gríðarlegur áhugi á tónlist og er ég mest hlustandi á progressive house og trance þessa daganna.

Uppáhaldslagið mín þessa daganna:

Smelltu hér!

Svo er ég með nettan áhuga á tölvum, sá áhugi hefur setið mikið á hakanum undanfarið, er að bíða með að endurnýja tölvuskrjóðinn þangað til Doom3 og Half-Life 2 koma þá restartast áhuginn sjálfkrafa vegna þess að maður þarf að öllum líkindum að fá sér einhverja graða tölvu fyrir þessa leiki.

Ég er bilaður DVD safnari og var að ljúka við Gangster mynda safnið mitt. Næst á dagskrá er að safna öllu með Jeremy Clarkson enda er sá maður mikill snillingur.

Hvað fleira, já alveg rétt, drekka bjór og gott rauðvín, Chilevín eru í miklu uppáhaldi hjá mér þessa daganna.

_________________
Enginn BMW


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Nov 2003 04:24 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Sun 24. Aug 2003 20:11
Posts: 1121
Location: Rvk
BMW, Tónlist, Djamm, Tölvur, Tölvur, Tónlist, Djamm, BMW, Djamm, Djamm...

_________________
Núið:
BMW 730d '04


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Nov 2003 08:38 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 25. May 2003 23:50
Posts: 11978
Location: ::1
Ætli það sé ekki, Akstur (Elska að keyra góða bíla), tónlist (Allt frá drum&bass yfir í harðasta rokk), Kærastan mín :lol: , Kvikmyndir, græjur ofl, nenni ekki að telja upp meira, fallhlífarstökk er líka geðveikt, ætla að stökkva oftar í sumar :twisted: :lol:

_________________

Tesla Model Y


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Nov 2003 10:43 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
....bílar að sjálfsögðu, á veturna þá bý ég upp í fjöllum og jöklum (þegar maður fær Patrolinn hans daddy lánaðan) á snjóbretti, tónlist, líkamsrækt og ýmislegt fleira......þó það sé sorglegt þá hugsar maður líklegast mest um bévítans tjellingarnar :wink:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 08. Nov 2003 11:19 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Sep 2002 09:55
Posts: 5729
Ég hef í rauninni engin áhugamál en er svo ósjálfstæður að ég geri bara það sama og fólkið í kringum mig.

_________________
Haffi W. Schnurrenberger.


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 31 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: Google [Bot] and 41 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group